Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 63

Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 63
> Lög vikunnar James Morrison - Wonderful World Næsti hjartaknúsarinn í bransanum. Skakkamanage - Non Smoker Töff lag hjá krútthjónunum. Tenacious D - The Pick of Destiny Þeir eru komnir aftur og lofa bara góðu. Wolf Parade - Dear Sons And Daughters Of Hungry Ghosts Smá upphitun fyrir tónleikana. Brazilian Girls - Jique Klikkuð stemning á Nasa á laugardags- kvöld. FÖSTUDAGUR 20. október 2006 43 Hljómsveitirnar Gavin Portland og Botnleðja eru ekki þær einu sem hafa tekið upp plötur á mett- íma, því tónlistarmaðurinn Hjört- ur Geirsson tók upp fyrstu plötu sína á aðeins tólf klukkutímum árið 2001. Nýverið greindum við frá lík- legu Íslandsmeti Gavins Portland, sem kláraði nýjustu plötu sína III. Views of Distant Towns á fjórtán tímum. Hjörtur, sem hefur m.a. sent lög sín í lagakeppnir í Nashville með góðum árangri, virðist aftur á móti eiga metið. Sagðist hann í samtali við Fréttablaðið eiga fullt af lögum á lager sem bíði útgáfu en hann er með hljóðver heima hjá sér sem hann hefur nýtt sér til fullnustu. Hjörtur á metið HJÖRTUR GEIRSSON Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson kláraði sína fyrstu og einu plötu á aðeins tólf tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR SKAKKAMANAGE Lab of Love „Fyrirtaks indí-popp sem er í senn kæru- leysislegt, fallegt og á tímum rokkað. Ætti að falla íslensku krúttkynslóðinni í geð.“ SHA DIRTY PRETTY THINGS Waterloo to Anywhere „Plata frá „hinum gæjanum“ í The Libertines sem hljómar alveg eins og það sem komið var áður. Carl Barat kann enn að semja fín lög, en platan grípur mann engum heljartökum.“ BÖS PETER BJÖRN & JOHN Writer‘s Block „Ein mest heillandi poppplata ársins og ef einhver verður ekki gripinn af laginu Young Folks vantar augljóslega einhverjar dillisellur í viðkomandi.“ SHA THE WHITEST BOY ALIVE Dreams „Þessi lágstemmda og afslappaða plata frá nýju hljómsveitinni hans Erlends Øye hefur að geyma ferska blöndu af grúvi og rokktónlist.“ TJ DJ SHADOW The Outsider „DJ Shadow toppar sjálfan sig með afbragðs plötu. Fjölbreytt sem lífið sjálft, hvetjandi og framúrskarandi.“ BÖS REGINA SPEKTOR Begin to Hope „Með Begin to Hope hefur Reginu Spektor tekist að búa til plötu sem er poppuð og léttleikandi, en líka sérviskuleg og áhugaverð.“ TJ HÖGNI LISBERG Morning Dew „Fín plata frá Færeyingnum Högna Lisberg. Virðist vera jafnvígur á rólegheitapopp og hressandi rokk og ról.“ FB THE ROOTS Game Theory „Game Theory er kraftmikil og sannfær- andi plata frá einni af forystusveitum hiphop heimsins.“ TJ BRAIN POLICE Beyond the Wasteland „Fjórða plata Brain Police er töluverð vonbrigði. Ekkert nýtt er á ferðinni, enginn slagari og sömu gítarlykkjur og áður.“ FB NÝJAR PLÖTUR Í BÚNINGSHERBERGINU TOM PETTY Grillaður kjúklingur. Grillaður fiskur, geymdur í eldhúsi þar til Petty biður um réttina. Te og kaffi. Fituskert mjólk. Rjómi. Sítrónur og beittur hnífur. Hunang og sykur. Ferskjuhlaup. Eplasafi, Gatorade og gosdrykkir. Kippa af Corona. Kippa af Budweiser. Kippa af léttbjór. Upptakari. Hvít og dökk handklæði. Bakki með ávöxtum og grænmeti. Sinnep, majónes. Hvítt og gróft brauð. Ósaltaðar hnetur og möndlur. Rjóma- ostur. Rjómi. Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt! SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 46 45 10 /2 00 6 Gönguskór 20% afsláttur af gönguskóm í 3 daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.