Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 66
42 20. október 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI KR hefur boðað til blaða-
mannafundar klukkan 14 í dag.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun KR kynna til leiks
tvo nýja leikmenn og svo verður
kynntur styrktarsamningur við
íþróttavöruframleiðandann Nike.
Leikmennirnir sem um ræðir eru
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins Eyjamaðurinn Atli
Jóhannsson og Grindvíkingurinn
Óskar Örn Hauksson. Þetta er
mikill liðsauki fyrir KR enda voru
þessir tveir leikmenn þeir eftir-
sóttustu á leikmannamarkaðnum
hér á landi.
Óskar Örn er samningslaus og
kemur til KR án greiðslu en KR
greiðir ÍBV fyrir Atla enda er Atli
nýbúinn að framlengja samning
sinn við Eyjaliðið. Heimildir
Fréttablaðsins herma enn fremur
að báðir leikmenn hafi getað feng-
ið betri samning hjá öðrum liðum
en að ein aðalástæðan fyrir því að
þeir hafi ákveðið að ganga í raðir
KR sé Teitur Þórðarson þjálfari.
Mikil ánægja er með störf Teits
vestur í bæ og hann vel liðinn af
leikmönnum liðsins.
Þetta eru fyrstu tveir leik-
mennirnir sem KR fær frá því að
tímabilinu lauk en ekki er loku
fyrir það skotið að leikmannahóp-
urinn styrkist enn frekar á næst-
unni.
Bakvörðurinn Ray Anthony
Jónsson íhugar þessa dagana til-
boð frá KR og hann sagði í samtali
við Fréttablaðið í gær að hann
myndi annað hvort spila með KR
eða Grindavík næsta sumar. Pétur
Hafliði Marteinsson hefur einnig
verið orðaður við Vesturbæjarlið-
ið en hann hefur ekki enn ákveðið
hvort hann komi heim eða fram-
lengi samning sinn við Hammarby
eins og honum stendur til boða.
Einnig er óvíst hvað verður um
Ágúst Gylfason en hann fékk
samningstilboð frá KR á dögunum
sem hann svaraði með gagntilboði
sem hefur enn ekki verið svarað.
- hbg / - esá
KR kaupir Atla frá ÍBV
Eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins, Atli Jóhannsson, hefur verið seldur frá
ÍBV til KR. Atli verður kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag ásamt Óskari
Erni Haukssyni. KR hefur þar með landað stærstu bitunum á markaðnum.
ÚR GRINDAVÍK Í KR Óskar Örn Hauksson
skrifar undir samning við KR í dag.
Á LEIÐ Í VESTURBÆINN Atli Jóhannsson sýndi sannan félagsanda með því að fram-
lengja við ÍBV á dögunum og sjá þar með til þess að félagið fengi eitthvað fyrir sinn
snúð. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur
í körfubolta hefur fengið til sín
nýjan útlending, en það er
bandaríska stúlkan Kesha
Watson. Hún lék síðast með
Oberhausen í Þýskalandi þar sem
hún skoraði 15 stig að meðaltali í
leik.
Kesha er 24 ára gömul og lék á
árum áður með í WBCA-kvenna-
deildinni í Bandaríkjunum og var
m.a. leikmaður ársins tímabilið
2003-2004, en hún þykir sterkur
varnarmaður. - dsd
Kvennalið Keflavíkur:
Nýr útlending-
ur til liðsins
HANDBOLTI Það gekk mikið á þegar
ÍBV tók á móti Gróttu í SS-
bikarnum í Vestmannaeyjum á
miðvikudag. Leikurinn var jafn
og spennandi frá upphafi til enda
en heimamenn fögnuðu að lokum
sigri, 29-25, eftir góðan enda-
sprett. Það sem stendur upp úr
leiknum eru ekki úrslit leiksins
heldur ótrúleg framkoma
Eyjamannsins Grétars Eyþórs-
sonar sem skallaði markvörð
Gróttumanna, Einar Ingimarsson,
beint í andlitið.
Atvikið átti sér stað undir lok
leiksins þegar Einar varði
vítakast frá Grétari. Einar hljóp
þá upp að Eyjamanninum, gerði
grín að honum sem Grétar þoldi
illa því hann svaraði með að
skalla Einar af miklu afli í
andlitið en Einar uppskar
blóðnasir fyrir vikið.
Anton Gylfi Pálsson dómari
var fljótur á vettvang og gaf
Grétari „krossinn“ svokallaða og
Grétar á því yfir höfði sér langt
leikbann en það gerist mjög
sjaldan að leikmanni sé sýndur
„krossinn“. - hbg
Grófur Eyjamaður:
Skallaði and-
stæðing
> Matthías í Álasundi
Matthías Guðmundsson knattpsyrnumaður er þessa
dagana staddur í Álasundi í Noregi þar sem hann æfir
með knattspyrnuliðinu þar í borg. Hann kom til Noregs frá
Århus þar sem hann æfði með AGF. Að sögn Matthíasar
gekk ekki eins vel þar og gerir nú í Noregi og býst hann
ekki við tilboði þaðan á næstunni. En hann bar Álasundi
mjög góða sögu og var spenntur fyrir félaginu. Með því
leikur fyrir Haraldur
Freyr Guðmundsson.
Baldvin Þorsteinsson, handboltamaður í Val, er nú loksins
á batavegi eftir næstum árslöng veikindi. Hann hefur
getað spilað með Val í síðustu tveimur leikjum liðsins og
verður að öllum líkindum í leikmannahópi Vals sem mætir
HK í DHL-deild karla á morgun. Það sem meira er, Baldvin
hefur ekki misst úr æfingu í eina og hálfa viku en það er
lengsta æfingalota Baldvins með félaginu síðan veikindin
hófust í desember síðastliðnum.
„Mér líður miklu betur, ég er með minni svima og fleira í
þeim dúr,“ sagði Baldvin. „Ég er ekki alveg laus við þetta
ennþá en orkan er góð og ég get æft á fullu. Ég get ekki
fagnað sigri enn en þetta gengur vel eins og er.“
Baldvin veiktist í desember og var greindur með
einkirningasótt í janúar. Af þeim sökum varð hann að
draga sig úr íslenska landsliðinu skömmu fyrir EM í
Sviss. Síðan þá hefur hann ekki losnað við veirusýk-
inguna og hefur meðal annars farið til Þýskalands í
ítarlegar rannsóknir. Hér heima hafa bæði sýkingafræð-
ingur og ónæmisfræðingur gefið honum lyf sem hafa verkað vel
undanfarnar vikur.
„Ég fékk lyf frá ónæmisfræðingi sem hefur að gera með þarma-
flóru í maganum og vinnur á sýkingum. Eftir að ég byrjaði á
þeim lyfjum hef ég fundið mikinn mun og miklar framfarir. Ég
hef meira að segja getað æft á morgnana líka, verið
orkumeiri og almennt betri.“
Sótt þessi getur verið það alvarleg að Baldvin hefði
þurft að neyðast til að leggja skóna á hilluna en
nú horfir til betri vegar. „Ég hef fundið mig vel í
þessum leikjum og hlakka mikið til leiksins um
helgina.“
BALDVIN ÞORSTEINSSON: VERÐUR VÆNTANLEGA Í LEIKMANNAHÓPI VALS UM HELGINA
Ekki misst úr æfingu í eina og hálfa viku
FÓTBOLTI Hafþór Ægir Vilhjálms-
son, leikmaður ÍA í knattspyrnu,
kom í gær heim frá Svíþjóð þar
sem hann var til reynslu hjá 1.
deildarliðinu Norrköping. For-
ráðamenn sænska liðsins vilja fá
Hafþór í sínar raðir og eru við-
ræður þess efnis hafnar við ÍA.
Hafþór er samningsbundinn ÍA
til 2008 en vegna viðaukasamn-
ings sem hann skrifaði undir í síð-
asta mánuði verður hann laus allra
mála hjá ÍA í lok mánaðarins. Vil-
hjálmur Birgisson, faðir Hafþórs,
segir að það hafi þó engin áhrif á
viðræður þeirra við ÍA og Norrköp-
ing. „Við leggjum mikla áherslu á
að ef af þessu verður fái knatt-
spyrnufélag ÍA eins mikið og hægt
verður fyrir Hafþór,“ sagði Vil-
hjálmur.
Viðaukasamningurinn sagði að
ef Guðjón Þórðarson yrði ráðinn
þjálfari ÍA myndi Hafþór losna
undan samningi sínum við félagið.
Það varð raunin og staðfesti samn-
inga- og félagaskiptanefnd KSÍ
gildi viðaukasamningsins í
úrskurði sínum í gærkvöldi. En
hvort sem Hafþór væri samnings-
bundinn ÍA eða ekki þyrfti
Norrköping ávallt að greiða upp-
eldisbætur fyrir hann og þyrftu
því félögin hvort eð er að setjast
að samningaborðinu.
Guðlaugur Tómasson er
umboðsmaður Hafþórs og býst við
að félögin geri allt sem í sínu valdi
stendur til að ná samkomulagi.
„Hafþór er spenntur fyrir
Norrköping og sá áhugi er gagn-
kvæmur. ÍA vill heldur ekki að
Hafþór spili með öðrum íslensk-
um liðum og sæi hag sínum best
borgið í því að hann færi utan,“
sagði Guðlaugur.
Aðilar funduðu í gærkvöldi og
má gera ráð fyrir því að þetta ferli
taki nokkra daga. Gísli Gíslason,
formaður rekstrarstjórnar meist-
araflokks ÍA, sagði að félagið
myndi auðvitað fyrst og fremst
kjósa að Hafþór yrði áfram hjá ÍA.
„Okkur þykir vænt um Hafþór og
tel ég að hagsmunir félagsins og
hans fari saman. Þeirra er ég fyrst
og fremst að gæta. Við höfum enn
ekki fengið tilboð frá Norrköping
en viðræður eru hafnar. Og það er
ljóst að ef viljinn er góður er alltaf
von um árangur,“ sagði Gísli. - esá
Hafþór Ægir Vilhjálmsson kominn heim frá Svíþjóð:
Vilji fyrir því að ÍA fái sem mest
af peningum fyrir Hafþór Ægi
HAFÞÓR ÆGIR Væntanlega á leið til
Svíþjóðar.
Knattspyrnuþjálfari
Tindastóll á Sauðárkróki óskar eftir
þjálfara fyrir m.fl . karla. Einnig er
möguleiki á þjálfun fl eiri fl okka.
Spilandi þjálfari kemur til greina.
Tindastóll leikur í 3. deild
á komandi tímabili en metnaður
félagsins er mun meiri.
Á Sauðárkróki er glæsileg aðstaða,
frábær keppnisvöllur og stór
æfi ngasvæði.
Í liðinu eru áhugasamir ungir leikmenn
og er þetta því gott tækifæri fyrir
metnaðarfullan þjálfara til að gera
góða hluti.
Áhugasamir hafi samband við
Vöndu Sigurgeirsdóttur í síma
895 5555 eða vanda@khi.is
FÓTBOLTI Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær voru viðræður
Ragnars Sigurðssonar og IFK
Gautaborgar langt komnar og var
gengið frá þriggja ára samningi í
gær. Ragnar er tvítugur varnar-
og miðjumaður sem hefur verið
fastamaður í liði Fylkis undanfar-
in tvö ár. Fylkismenn þurfa því að
fylla skarð Ragnars og herma
heimildir Fréttablaðsins að þeir
hafi mikinn áhuga á David
Hannah, skoska varnarmanninn-
um sem lék í Grindavík í sumar.
Hann sagði í gær að hann ætti í
viðræðum við 2-3 lið í Lands-
bankadeildinni. - esá
Ragnar samdi við IFK:
Hannah í stað
Ragnars?
HANDBOLTI Patrekur Jóhannsson
og Konráð Olavsson, leikmenn
Stjörnunnar í handknattleik,
staðfestu við Fréttablaðið í gær
að þeir hafa ekki hug á að taka
við þjálfun liðsins til frambúðar.
Þeir hafa stýrt æfingum frá því
að Magnús Teitsson og Sigurður
Bjarnason hættu störfum á
sunnudaginn var. „Það var leitað
til mín með þetta mál en þjálfun í
fullu starfi kemur ekki til greina
hjá mér nú,“ sagði Patrekur. - esá
Patrekur og Konráð:
Taka ekki við
Stjörnunni
FÓTBOLTI Breiðablik hefur samið
að nýju við serbnesku leikmenn-
ina Nenad Zivanovic og Srdjan
Gasic. Þeir félagar fóru af landi
brott eftir síðasta leik Breiðabliks
í sumar en nú hafa þeir báðir
samið við félagið að nýju.
Zivanovic og Gasic munu
koma til liðs við Breiðabliksliðið í
æfingaferð liðsins í lok mars á
næsta ári. - dsd
Breiðablik:
Serbarnir
verða áfram
Iceland Express-deild karla:
ÍR-UMFN 81-86
Stig ÍR: Ólafur Sigurðsson 21, Ómar Sævarsson
17, Fannar Helgason 13, Sveinbjörn Claessen 10,
Eiríkur Önundarson 8, Steinar Arason 7.
Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 24, Jeb Ivey
23, Brenton Birmingham 21, Guðmundur Jónsson
6, Egill Jónasson 5, Jóhann Ólafsson 5.
KEFLAVÍK-SKALLAGRÍMUR 87-84
Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25, Magnús
Gunnarsson 22, Gunnar Einarsson 18, Sigurður
Þorsteinsson 8, Arnar Jónsson 5, Sverrir Sverris. 4.
Stig Skallagríms: Jovan Zdravevski 27, Darryl
Flake 22, Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski
11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4, Pálmi
Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1.
FJÖLNIR-GRINDAVÍK 75-83
HAUKAR-TINDASTÓLL 89-88
Vegna bilunar í prentsmiðju reyndist ekki
unnt að vera með umfjöllun um leiki kvölds-
ins í körfuboltanum.
Evrópukeppni kvenna:
ARSENAL-BREIÐABLIK 4-1
Laufey Björnsdóttir skoraði fyrir Blika.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS