Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 70
20. október 2006 FÖSTUDAGUR54
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT 2 hvetja 6 hætta 8 arr 9 fugl
11 ónefndur 12 tvö 14 þíða 16 karlkyn
17 hár 18 for 20 bor 21 fimur.
LÓÐRÉTT 1 löngun 3 í röð 4 fram-
leiðsla 5 beita 7 aðgætinn 10 gogg 13
spil 15 heila 16 kóf 19 slá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 örva, 6 vá, 8 sig, 9 örn, 11
nn, 12 tvenn, 14 afísa, 16 kk, 17 ull, 18
aur, 20 al, 21 frár.
LÓÐRÉTT: 1 hvöt, 3 rs, 4 vinnsla, 5
agn, 7 árvakur, 10 nef, 13 níu, 15 alla,
16 kaf, 19 rá.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins dveljast útsendarar frá
hinum feikivinsæla morgun-
þætti ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar, Good Morning America,
hér á landi þessa dagana í því
skyni að undirbúa beina útsend-
ingu frá Jökulsárlóni sem fara
mun fram í nóvember. Útsend-
ingin frá Íslandi verður liður í
vikulöngu ferðalagi þáttarins,
en hann mun verða sendur út frá
sex öðrum löndum í sömu viku.
Á Íslandi ætla þáttastjórnendur
að fjalla um gróðurhúsaáhrifin
og hnattræna hitun.
Tökuliðið sem statt er hér um
þessar mundir sér um rannsókn-
arvinnu fyrir þáttinn, en þeirra
á meðal er Morgan Zalkin sem
hefur yfirumsjón með fram-
leiðslu sérstakra innslaga fyrir
Good Morning America. Það
verður hins vegar væntanlega
Sam Champion, veðurfræðingur
þáttarins, sem verður aðaland-
litið í beinu útsendingunni í nóv-
ember.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að tökuliðið frá Good
Morning America hafi varið
miðvikudeginum í viðræður við
íslenska vísindamenn. Um
kvöldið skelltu þau sér hins
vegar í draugagöngu um miðbæ-
inn, en þær virðast njóta mikilla
vinsælda. Áhugi Jónasar Frey-
dal Þorsteinssonar, umsjónar-
manns göngunnar, á umhverfis-
málum virtist vekja athygli
tökuliðsins, en í göngunum les
hann meðal annars ákall frá
álfum þess efnis að landið sé
varðveitt. Tökuliðið ku þó hafa
verið á höttunum eftir skemmti-
legu efni til að krydda útsend-
inguna með, og alls óvíst hvort
efni úr draugagöngunni yrði
notað.
Good Morning America hefur
áður verið með beina útsend-
ingu frá Íslandi, en fyrir níu
árum var þátturinn sendur út
frá Austurvelli og Bláa lóninu.
Um fimm milljónir manna horfa
á þáttinn á degi hverjum og er
því um umtalsverða landkynn-
ingu að ræða. Hvort hún verður
góð eða slæm er þó enn óljóst.
-sun
Good Morning America beint frá Jökulsárlóni
KYNNAR GOOD MORNING AMERICA
Þær Robin Roberts og Diane Sawyer eru
nú aðalkynnar, en Charles Gibson og
Tony Perkins hafa snúið sér að öðru.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Hinn geðþekki fréttamaður hjá
NFS og Stöð 2, Kristinn Hrafns-
son, lenti í heldur óskemmtilegri
lífsreynslu um helgina. Maður
réðst að honum þar sem hann var
í mestu makindum að spóka sig á
Laugaveginum að næturlagi og
sló til hans með þeim afleiðing-
um að Kristinn slasaðist í and-
liti.
„Engin gjörgæsla samt,“ sagði
Kristinn sem vildi lítið tjá sig um
málið. Kristinn kvaðst ekki vita
af hverju maðurinn hefði ráðist
svona að sér, þetta hefði ekki
tengst vinnu hans sem frétta-
maður og hann kunni engin deili
á manninum, um tilhæfulausa
árás hefði verið að ræða.
Kristinn hefur kært árásina
til lögreglunnar í Reykjavík en
var ekki bjartsýnn á að maður-
inn myndi nokkurn tímann finn-
ast. „Eins og dæmin sanna,“
bætir hann við. Ofbeldið í mið-
borginni hefur verið töluvert til
umræðu í þjóðfélaginu og virðist
enginn óhultur fyrir misindis-
mönnum sem láta hnefana oftar
en ekki tala með fyrrgreindum
afleiðingum. Sjónvarpsáhorfend-
ur mega þó eiga von á Kristni á
skjáinn innan tíðar. -fgg
Laminn á Laugaveginum
KRISTINN HRAFNSSON Gerir sér ekki
miklar vonir um að maðurinn sem réðst
á hann á Laugavegi um síðustu helgi
finnist.
Hollywood-stjarnan Harrison Ford
er mætt til landsins og gerði leik-
arinn allt brjálað á Nasa á fyrsta
kvöldi Iceland Airwaves-tónlistar-
hátíðarinnar. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins kvisaðist fljót-
lega út meðal gesta á staðnum að
Ford væri á staðnum og voru kven-
kyns aðdáendur leikarans ekki
lengi að þefa hann uppi þar sem
hann stóð í mestu makindum.
„Hann var heitur og konurnar
svifu í kringum hann,“ sagði einn
sjónarvottur en Ford reyndi að láta
þessa athygli kvenþjóðarinnar
ekki angra sig. Ekki liggur fyrir af
hverju Ford er á landinu en líkleg-
ast þykir að hann hafi ákveðið að
staldra hér við þegar fyllt var á
flugvél hans á leið vestur um haf.
Að sögn Eldars Ástþórssonar,
framkvæmdastjóra Iceland Airwa-
ves-hátíðarinnar, varð Ford sér úti
um miða á Airwaves sjálfur og
hefur væntanlega gert það á net-
inu en hann þurfti þó ekki að standa
í röð og bíða á Austurvelli með
öðrum gestum. „Ég náði nú ekkert
að tala mikið við hann, kynnti mig
bara fyrir honum og hann sagðist
vera ánægður með það sem hann
hafði séð,“ segir Eldar. „Honum
leist mjög vel á hátíðina og ætlaði
að sækja fleiri tónleika,“ segir
Eldar sem var að sjálfsögðu hæst-
ánægður með nærveru Fords enda
mikil auglýsing fyrir hátíðina.
„Það skemmir ekki fyrir að fá ein-
hverjar stórstjörnur hingað,“ sagði
framkvæmdastjórinn.
Ford spókaði sig um bæinn í
gær og borðaði meðal annars á
Austur-Indíafélaginu sem hann
heldur mikið upp á en samkvæmt
framkvæmdastjóra staðarins,
Manoj Kumar, er þetta í fjórða
skiptið sem Ford rekur inn nefið.
„Hann var mjög kurteis og auð-
mjúkur,“ segir Kumar. „Aðrir gest-
ir staðarins þekktu hann strax og
þjónarnir voru upp með sér yfir
komu hans,“ bætir Kumar við og
taldi nokkuð víst að Ford væri
mikið fyrir kryddaðan mat en
framkvæmdastjórinn hefur séð
flestar myndir leikarans og horfði
síðast á Firewall með honum og
Paul Bettany í aðalhlutverkum.
Ford hitaði síðan upp fyrir tón-
leikana á skemmtistaðnum Dillon
og hlustaði þar á góða tónlist og
dreypti á fínu viskíi en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins létu
gestir staðarins hann alveg í friði
og virtust lítið kippa sér upp við að
sjálfur Han Solo væri á staðnum.
freyrgigja@frettabladid.is
HARRISON FORD: ENN OG AFTUR STADDUR Á ÍSLANDI
Borðaði indverskan mat
og drakk viskí á Dillon
HARRISON FORD Var hæstánægður með ferð sína á Nasa þar sem Iceland Airwaves
var haldin en gaf lítið fyrir athygli kvenþjóðarinnar á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
ELDAR ÁSTÞÓRSSON Sáttur við komu
Harrison Ford en leikarinn keypti sér
bara miða eins og allir aðrir en fékk þó
að fara fram fyrir röðina.
...fær Tómas Óskar Guðjónsson,
forstöðumaður Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins, og samstarfs-
fólk hans fyrir að taka upp á
arma sína villt dýr sem lent
hafa í hremmingum.
Stuðmaðurinn Jakob Frímann
Magnússon er kominn á fullt í
prófkjörsbaráttu Samfylkingar
í Kraganum og ætlar að opna
aðalskrifstofu sína í Hafnarfirði nú
á laugardag – en þangað horfa
frambjóðendur nú enda helsta
vígi Samfylkingarinnar. Auk þess
opnar Jakob svo útibú í Hamraborg
í Kópavogi sem heitir Átján rauðar
rósir. Bræðurnir Morthens, Tolli og
Bubbi, eru einarðir stuðningsmenn
Stuðmannsins – Tolli ljær Jakobi
vinnustofu sína undir kosningafund
og Bubbi treður upp á fundum.
Jakob seilist djúpt í rætur jafnað-
arstefnunnar eftir stuðningi og
hefur nælt í tvær
kratarósir til að
stýra baráttunni.
Rit- og vefstjóri
kosningabar-
áttunnar er
Kolfinna Bald-
vinsdóttir [Jóns
Baldvins] og
kosningastjóri er
Margrét Hildur
Guðmundsdóttir
[Árna Stefáns-
sonar].
Hljómsveitin Ég vakti mikla athygli
á síðasta ári og var meðal annars
tilnefnd til Íslensku tónlistarverð-
launanna. Hljómsveitinni var hins
vegar ekki boðið að spila á Airwa-
ves-hátíðinni og því hafa félagarnir
ákveðið að efna til tónleika á
Barnum í kvöld klukkan
ellefu en sá óvenjulegi
háttur verður hafður á
að hljómsveitin ætlar
að borga gestum í bein-
hörðum íslenskum
peningum fyrir
að koma. Ekki
var hægt að
fá uppgefið
hver sú
fjárhæð yrði
en söngvari
sveitarinnar,
Róbert Hjálm-
týsson, lofaði
að þetta yrðu
engir Matador-
peningar. -jbg/fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leiðrétting
Mistök voru gerð í frétt um ráðn-
ingu Brynju Gunnarsdóttur til
Landsbankans í blaðinu í gær. Í
myndatexta við fréttina var gefið
í skyn að hún yrði Björgólfi Guð-
mundssyni sérstaklega innan
handar en það er ekki rétt og er
beðist velvirðingar á þeim mistök-
um.
VERÐLAUNABLAÐAMAÐ-
UR Kristinn hefur lengi
starfað í blaða- og
fréttamennsku. Hann
fékk blaðamanna-
verðlaunin í fyrra.
1. Chelsea vann, 1-0.
2. Coast guard.
3. Sólveig Pálsdóttir.
[ VEISTU SVARIÐ ]
svör við spurningum á bls. 8