Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 42

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 42
27.10.062 FÖSTUDAGUR [8°] LAUGARDAGUR [8°] SUNNUDAGUR [5°] Ég hef verið á bömmer alla vikuna. Ástæðan? Í Mogganum las ég að mig skorti siðferðisvit- und. Að ég væri haldinn mannfyrirlitningu. Og að ég upphefði mig lævíslega á kostnað viðmælenda minna í blaðinu. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð. Hef almennt talið mig nokkuð fínan gaur. Er stundum þrjóskur. Blóta of mikið. Á það líka til að vera besserwisser. En haldinn mannfyrirlitningu. Nei, andskotinn. Það stoðar samt lítið að mæla á móti þessu. Þetta stóð nú einu sinni í Mogganum. Bæði í sunnudagsblaðinu síðasta og aftur í leiðara í vikunni. Og ekki lýgur Mogginn. Ástæðan fyrir þessum blammering- um Moggans er nokkurra vikna gamalt viðtal við Ívar úr Dr. Mister sem við á Sirkus tókum og leyfðum ykkur að lesa. Mogganum finnst Ívar vera svo mikill dópisti að hann eigi ekki skilið að fá að vera í fjölmiðlum. Þeir leyfa sko ekki svona vitleysingum að eyða bleki á sinn fína pappír. Mogganum finnst betra að spara sig fyrir fimm hundruðustu fréttina sína af Pete Doherty. En íslensk spegilmynd hans skal ekki birtast í blöðunum. Mogganum finnst líka að fyrst Sirkus var á annað borð að hleypa Ívari í blaðið ætti sko ekki að leyfa honum að segja hvað sem er. Skoðanir Ívars á dópi og konum ættu að mati Moggans að vera innmúrað leyndarmál þar til Ívar væri reiðubúinn að ferðast um landið í boði Esso og fræða ungviðið um skaðsemi eiturlyfja. Þangað til finnst Mogganum að við á Sirkus ættum að gera eins og Kastljósið síðasta þriðjudag. Leyfa Ívari að ljúga að þjóðinni að dópið og kvenfyrirlitningin sé allt bara leikrit. Þú veist. Eins og Silvía Nótt. Mogganum finnst líka að til þess að fá að vera í fjölmiðlum þurfir þú að skila inn þvagprufu og lofa að vera góður strákur. Við létum Ívar bara lofa okkur einu áður en hann kom í viðtalið. Að hann mundi segja satt og hætta að bulla eins og hann gerði í Kastljósinu. Og það var það sem hann gerði. Hann talaði um sjálfan sig, börnin sín, æskuna, framtíðina og dópið. Það var það sem við skrifuðum: ekkert bull, engar lygar, engin hræsni. Eins og Mogginn kannski vill hafa. En ekki Sirkus. - Andri Ólafsson Ég lofa að vera góður strákur „Óhamingja selur, dópneysla selur, stríð selur og morð selja, það er bara bláköld staðreynd,“ er það fyrsta sem Bubbi Morthens segir um umræðuna sem skapast hefur í kringum Ívar Örn, Dr. Mister, undanfarið. Sirkus birti viðtal við Ívar fyrir nokkru þar sem hann talaði meðal annars um fíkniefnaneyslu sína. „Ef hann finnur ekki lausn á þessu hefur hann fullan rétt á að drepa sjálfan sig á eiturlyfjaneyslu,“ segir Bubbi svellkaldur. „Málið er bara það að ógæfa annarra selur og blöðin vinna samkvæmt þeirri formúlu og er til dæmis skítsama um eymd og volæði þessa stráks.“ Bubbi rifjar upp að svona líferni sé ekkert nýtt hjá rokkstjörnum. „Ég meina Joplin dó 27 ára, Morrison drapst í baði og Hendrix kafnaði í sinni eigin ælu.“ Einhverjir hafa rifjað upp fyrra líferni Bubba en hann var nokkuð villtur í upphafi síns ferils en hefur nú snúið við blaðinu. „Það er nú samt eitthvað sem segir manni að þessi drengur sé mjög firrtur og honum líði ekki vel og allt það. En hann hefur samt fullan rétt til þess að lifa svona.“ En er Bubbi með einhver skilaboð til Ívars? „Kláraðu bara pakkann og komdu þér í meðferð, það er frábært líf að vera edrú og þú getur búið til stórkostlega tónlist edrú. En þetta er hans líf og hann bara gerir það sem hann vill þangað til einhver annar grípur í taumana.“ „Ef hann finnur ekki lausn á þessu hefur hann fullan rétt á að drepa sjálfan sig á eiturlyfjaneyslu.“ BUBBI MORTHENS UM ÍVAR ÖRN / DR. MISTER Kláraðu pakkann og komdu þér í meðferð! Ívar Örn Kolbeinsson Hefur verið mikið í umræðunni undanfarið m.a vegna fíkniefna- neyslu sinnar. Bubbi Morthens Vill að Ívar komi sér í meðferð og fari að búa til músík edrú. Vinsældirnar tengjast verðinu… Haust tilboð 1.790.000 Kr. Nýr, fallegri og miklu betri Opel. �������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������������������������������� ���������������� ����������������� ������ ��������������������������������������������������������������� �������� ����������������������� ����������������������������� ���������������������� ��������������������������� � � � � � � � �� �� � �� � � � � �� � �� �� �� � �� � �� � ��

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.