Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 50
SIRKUS27.10.06 10 tíska tískumolar Helgu Ólafsdóttur Ef þú vilt hressa aðeins upp á þig og fá þér eitthvað sexí, mæli ég með að velja efripart í ljósbleiku og svart með, helst leðurbuxur eða pils, lakkbelti eða -skó!!! Prófaðu og þessi uppskrift mun ekki klikka. Sexí í beibí-bleiku Ljósbrúnar eða dökkbrúnar varir hljómar kannski ekki vel en prufaðu. Mundu að vara- liturinn þarf að vera mattur og skal nota með varablýant í sama lit. Góð hugmynd eða? Flottir brúnir varalitir frá Lancôme, I´m an Idol brown no. 210, Queen of Brown no. 220 og Rock the Brown no. 208. Brúnar varir Ekki láta tærnar frjósa! Ef þér finnst þú vera orðin eitthvað grá og guggin mæli ég með því að kaupa sólgler- augu í skærum lit. Notaðu þau þegar þú ert að keyra og spássera um bæinn, þegar dimma tekur er í lagi að taka gleraugun niður og setja smá make-up á augnlokin, þá ertu mjög hressileg frá morgni til kvölds. Ekki vera grá og guggin Jumpman23 Þegar ég var lítil hjá ömmu og afa man ég alltaf eftir að amma var að troða silkiklútunum sínum um hálsinn á mér áður en ég fór út að leika á veturna. Mér fannst silkiklútarnir frekar ósmart á þessum tíma. En nú verð ég að viður- kenna að ég mundi alveg með glöðu geði þiggja klútanna hennar. Franska Hermés- fyrirtækið er löngu þekkt fyrir sína fallegu silkiklúta sem sjást í öllum tískublöðum þessa dagana. Hermés-silkiklútar fást því miður ekki á Íslandi, oft er hægt að kaupa þá á e-bay. Eða finna eitthvað svipað í endursölubúð eða bara skreppa til ömmu og athuga hvort hún eigi ekki einn aflögu. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé íslenskar konur á tánum í fínu skónum sínum að frjósa úr kulda í byl og snjókomu, það er alveg bannað. Það er alveg hægt að vera hip og kúl án þess að vera að krókna úr kulda. Farðu í þykka sokka, angóru- eða kósí ullarsokka utan yfir sokkabuxurnar / leggings og skelltu þér svo í hælaskóna. Þegar þú kemur svo á barinn skelltu þér þá bara úr sokkunum og í veskið með þá. Þegar leiðin liggur í leigubíla- röðina skelltu þér þá aftur í sokkana og málinu er reddað!!! Ömmu silkiklútar Ég var stödd í London síðasta föstudag, hafði bara nokkra tíma aflögu og ákvað að best væri að nota þá í að skreppa á Oxford Cirkus. Topshop var byrjunarreit- urinn að sjálfsögðu. Þegar ég hafði skannað svæðið og verslað smá bland í poka, lá leið mín í hina frægu NikeTown- búð. Ég ætlaði bara að kíkja aðeins inn, þegar ég tók eftir að allt var kreisí fyrir utan búðina og dyrnar lokaðar. Ég varð ansi forvitin að sjá um hvað málið snerist. Ég var ekki lengi að komast að því að enginn annar en Michael Jordan og einn frægasti „sneaker“-skóhönnuður í heimi Tinker Hatfield voru á staðnum til að kynna nýja Jordan-línu sem er samvinna þeirra á milli og Nike. Helstu „sneaker“-safnarar og Jordan-aðdáend- ur voru alveg að tapa sér yfir dýrðinni og tæmdu nánast búðina á augnabliki....... skoðið nýju gerðirnar á www. jumpman23.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.