Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 54

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 54
SIRKUS27.10.06 14 1 2 3 1 FM957 2 3 Minnsirkus.is blogg vikunnar Sjáðu þetta ...Spilaður þennan ... um helgina MÁNI MÆLIR MEÐ DRUKKIÐ FÓLK: „Drukknir karlmenn eru mun einfaldari í samskiptum heldur en konur. Allt mjög simple. Bara; „Eigum við ekki að slappa af og setjast niður, ertu ekki bara góður?“ virkar í flestum tilvikum. En kvennmenn... Úff.. Ekki svo gott! Þær rífa bara kjaft. Ég er reyndar þá að tala um fólk 40+ Fólk virðist halda að dyraverðir hafi offsalega gaman að rífast og vísa fólki út. Tjahh.. Hvernig væri að spá í að vera í sporum d.varðarins?“ loji.minnsirkus.is Mýrin „Það er bara eitt sem að ég verð að segja hérna í bili.. Fór á Mýrina í gær og var ekki búin að lesa bókina en þessi mynd fær fullt hús stiga hjá mér. Án efa ein sú besta sem að ég hef séð og ég hvet alla til þess að drífa sig á hana.. Hver veit nema að ég skelli mér bara aftur.. bara snilld og ekkert annað.“ Godnew.minnsirkus.is Mismæli.. hehe Snilld :D „Hún Brynja var í Danmörku seinasta sumar og hún var stödd á hamborgarastað og var að fara panta hamborgara og þá sagði hún „Hey stelpur hvernig segir maður burger á ensku“. Hahaha....Til hvers að spurja ef þú veist þetta :)“ Þóra Sif.minnsirkus.is Kvikmyndin The Departed er frumsýnd í kvöld. Það eru stórleikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Matt Damon, Jack Nicholson og Mark Whalberg sem leika í þessari frábæru mynd. Martin Scorsese leikstýrir svo það er við öllu að búast. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í henni Ameríku en beðið hefur verið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu hér heima. Sirkus mælir sterklega með því að þú sjáir þessa kvikmynd. Í vikunni kom út ný útgáfa af fótboltaleiknum frábæra, Pro Evolution Soccer 6. Leikurinn er fyrir PC,PS2 og XBOX 360. Margir telja þennan þann besta til þessa en miklar framfarir eru í gervigreind leikmanna, auk þess sem skotkerfi leiksins hefur verið bætt. Master League er glæsilega uppfærð og aldrei hafa verið fleiri „licensed“ lið. Langbesti pes leikurinn til þess. Sirkus mælir allavega með honum. Á litinn eins o g Ásgeir K olbeins Bjarni Hall söngvari Jeff Who? var boðaður í myndatöku fyrir Sirkus blaðið hjá Ara Magg (Matt). Það sem hann hinsvegar vissi ekki var að þetta var hrekkur að hætti Audda Blöndal. Silja og Agniezka tóku strákinn í einhverja fáránlegustu myndatöku seinni tíma. Skyndilega var hann orðinn appelsínugulur í barnasundlaug með karfa í höndunum. TEKINN BADDI Í JEFF WHO? LÆTUR EINS OG KRAKKI -„Er þetta ekki svoldið þröngt?“ -„You look so sexy I mean it“ „Hvað er ég að gera hérna ...“ „Geturðu ekki farið á hnén“ „Segðu honum að halda á fiskunum.“ „Ég ætla að vera eins alvarlegur og ég get.“ DUELS Slow Build „Það eina sem gengur vel í Leeds þessa dagana er tónlistin. Eðal brit pop“ DR _SPOCK Skítapakk „Fucking brillijand íslensk snilld. Meira Spock minna dóp“ DEFTONES Cherry Waves „Deftones eru snillingar! Því meira sem þeir fitna því betri verða þeir“ „Í þessum hópi eru þrír markaðs- fræðingar og svo þrír tískuhönnuðir,“ segir Ragnheiður Ármey Gunnars- dóttir, markaðsfræðingur og nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Undanfarin ár hefur verið samstarf á milli HR og Listaháskóla Íslands með verkefni. Á laugardaginn verður svo kynning á öllu saman í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni Rjómi. „Þetta er nú ekki alveg nýtt af nálinni en við erum að reyna að fara aðrar leiðir í að markaðssetja íslenska hönnun hér heima og erlendis,“ segir Ragnheiður en hóparnir fást við mismunandi verkefni. Hópur Ragnheiðar hefur hannað fatalínu út frá séríslensku einkennun- um. En hvaða einkenni eru það? „Við leitum svolítið í þessa grófu náttúru. Við konurnar erum kannski ekki eins fíngerðar og aðrar konur og klæðum okkur í takt við umhverfið og náttúruna.“ Ragnheiður segir að þetta sé svokölluð hátíska sem túlki á móti þessa íslensku hluti og eru flest öll efnin til dæmis héðan. „Þetta er kannski ekki lína fyrir námsmanninn til þess að kaupa en við ætlum að byrja að selja þetta hérna á Íslandi og færa okkur svo til Skandínavíu áður en við förum lengra. Það er þægilegt því í Skandínavíu er svipaður kúltúr í viðskiptum og klæðnaði.“ Ragnheiður segir svívirðilega mikla vinnu liggja að baki línunni og allir hafi lagt meira á sig en þeir voru tilbúnir til. „Hérna markaðsfræðimeg- in erum við til dæmis að skrifa lokaritgerðir þannig að þetta hefur verið dagur og nótt. Afraksturinn kemur síðan í ljós á laugardaginn,“ segir Ragnheiður spennt sem sjálf er ein með þrjú börn og situr því ekki auðum höndum. Tuttugu og fjórir fremstu hönnuðir landsins verða einnig í Hafnarhúsinu og halda fyrirlestra á milli þess sem afrakstur nemendanna er kynntur. Verkin verða síðan flutt yfir í Marel og verða þar til 11.nóvember. „Það hefur verið mjög skemmtilegt og fróðlegt að vinna með fólki sem hugsar allt öðruvísi. Þau hafa þessa listrænu hugsun á meðan við hugsum bara um að græða peninga.“ RAGNHEIÐUR ÁRMEY GUNNARSDÓTTIR OG HÓPUR HENNAR HANNA ÍSLENSKA FATALÍNU SEM SÝND VERÐUR Í HAFNARHÚSINU Á LAUGARDAGINN. Ekki fatalína fyrir námsmanninn Hópurinn Arna Sigrún Haraldsdóttir, Ragnheiður Ármey Gunnarsdóttir, Jan Willem Floris Snuif og Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir. HOT CHIP Over & Over „Hér er á ferðinni band sem hefur verið að slá um sig síðustu misseri, en þetta lag er náttúrulega bara snilld í alla staði, skemmti- lega drúngalegt og sýrt bít, en flott melódía og öskrandi flottur húkkur.“ BRYNJAR MÁR MÆLIR MEÐ BLUE OCTOBER Into the ocean „Þessi hljómsveit var að sleppa frá sér þessu lagi sem er strax farið að vekja mikla lukku á fm957 og er örugglega eitt af flottari nýju lögunum sem eru í spilun hjá okkur í dag.“ FERGIE Fergelicious „Nýjasta smáskífan af plötunni heitir Fergelicious. Will I Am úr Black eyed peas er virkilega góður pródúsent og lætur hana hljóma vel, lagið er flott fyrir dansgólfin í borginni.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.