Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 56
stelpubögg með Siggu Dögg Stefnumóta- véfréttin ... H vað er málið? Vel ég alltaf ranga stráka?“ Eðlilegt er að velta upp sjálfsásök- unarspurningum þegar ástarmálin eru í hönki. Við eigum það til að takmarka piparsveinamarkaðinn við stráka sem uppfylla ákveðin skilyrði líkt og ,,töff í tauinu“. Þetta vissulega þrengir annars breiðan hóp pilta og útilokar þá sem álpast út í gömlum strigaskóm og flíspeysu. Þessir myndarlegu ungu menn uppfylla ekki huglæga ,,draumaprinsalistann“ og því gefum við þeim ekki tækifæri. Á sama tíma má heyra háværar kvörtunarraddir ,,ég vil bara kynnast góðum strák,“ víðs vegar á krám borgarinnar. Ímyndum okkur heim þar sem listinn væri geymdur og svarið við spurningunum væri að finna í lítilli svartri kúlu, ,,magic 8-ball“. Okkar eigin véfrétt. Engar fleiri andvökunætur eða löng símtöl til vinkvenna, einfaldlega bara spyrja kúluna. Svarmöguleikarnir eru tuttugu talsins, tíu jákvæðir og tíu tvíræðir. Í stað þess að bera piltinn saman við listann þá væri svarið í höndum okkar, eina sem við þyrftum að gera væri að hvolfa kúlunni og þar með væri það ákveðið, á stefnumót væri farið eða sms sent. Með þessa véfrétt að vopni ætti ástarlífið aldeilis að komast á flug, listinn fokinn út í veður og vind og kúlan ein ræður ferðinni. É g lét slag standa og tók kúluna með mér á barbrölt. Ég byrjaði kvöldið á spurningunni: Mun ég hitta sætan strák? Kúlan svaraði : Allt bendir til þess. Vongóð lagði ég af stað. Markmið- ið var að spyrja kúluna einnar spurningar á hverjum bar. Á fyrsta barnum missti ég af tækifæri til að dansa við einn heitan þvi ég fékk svarið ,,nei“. Ég lét ekki deigan síga og var staðráðin í að leggja allt mitt traust á véfréttina. Á næsta bar bauð ungur herramaður mér upp á drykk. Hann hefði aldrei komist í gegnum huglægu síuna mína, ég hefði undir eðlilegum kringumstæðum hafnað tilboðinu hans en nú fékk ég engu um það ráðið og þáði drykkinn með bros á vör. Ég gaf mig á tal við hann og reyndist þessi piltur og drykkurinn vera hápunktur kvöldsins. V éfréttinni hafði tekist ætlunarverk sitt, ég víkkaði sjóndeildarhringinn minn og um leið fjölgaði piparsveinunum um þriðjung. Það er sígild tugga að andstæður laðist að, kannski þurfum við nútímakonurnar smá hjálpartæki til að minna okkur á það. Litla svarta hækju sem kemur í veg fyrir að maður hjakkar í sama farinu með sömu týpunum þar sem aldrei neitt gengur upp. Ég lofa því ekki að þetta sé skotheld leið til að finna ástina en það sakar varla að taka smá áhættu og prufa, hver veit, kannski leynist ,,sálufélaginn“ í krækiberinu sem þú hefur margoft hundsað. Á ég að gefa honum sjens? Svar: Án efa!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.