Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 80
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR44 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Eitt af því sem vakti athygli mína á Airwaves-hátíðinni sem nú er nýlokið er hve margir af íslensku þátttakendunum spiluðu tónlist sem hægt væri að kalla rafpopp. Þeirra á meðal voru Johnny Sexual, Sometime og Hairdoctor sem spiluðu á Gauknum á laugardagskvöldið og FM Belfast, Coctail Vomit, Bloodgroup og nýja sveitin hennar Svölu Björgvins, Steed Lord, sem allar spiluðu á Pravda. Pravda hefur reyndar verið vanmetinn tónleikastaður á Airwaves undanfarin ár. Þar hefur maður upplifað marga frábæra tónleika fyrir hálftómum sal. Auk þeirra tónlistarmanna sem þegar hafa verið nefndir er rétt að bæta við Berglindi Ágústsdóttur og Donnu Mess sem spiluðu utan hinnar opinberu dagskrár á Kaffi Hljómalind á laugardagskvöldið. Og eflaust hafa þeir verið fleiri. Þessir tónlistarmenn eru að sjálfsögðu ekki allir eins, sumir þeirra eru t.d. dansvænni en aðrir, en allt er þetta elektrónískt popp og flestir þessara tónlistarmanna eru að gera góða hluti. Hver ætli sé ástæðan fyrir þessari grósku? Að einhverju leyti eru þetta kannski áhrif frá elektró-klash-bylgjunni og sveitum eins og Hot Chip og The Knife, en það má örugglega líka þakka þennan aukna áhuga á rafpoppi velgengni ofursveitarinnar Trabant. Hún er ein af fáum íslenskum sveitum sem ganga jafnt í liðið sem hlustar á X-ið og FM ... Besta nýja íslenska sveitin sem ég sá á Airwaves var einmitt Bloodgroup. Skemmtilegar lagasmíðar, flott sánd, frábær söngkona og sérlega gleðirík og stuðmikil sviðsframkoma. Tékkið á laginu Hips Again á Myspace síðunni þeirra http://www.myspace.com/ bloodgroup. Trabant-heilkennið BLOODGROUP Gleðirík og flott á sviði. Í SPILARANUM The Decemberists - The Crane Wife The Hidden Cameras - Awoo Badly Drawn Boy - Born in the U.K. The Hold Steady - Boys and Girls in America Buttercup - 1500 dagar THE DECEMBERISTS BUTTERCUP Síðasta sólóplata afríska tónlistarmannsins Ali Farka Toure kom út á dögunum. Freyr Bjarnason kynnti sér feril þessa merka kappa, sem lést í mars síðastliðn- um. „Það er ekki endilega tónlistin sem skiptir höfuðmáli heldur hvað þú hefur að segja. En tónlistin verður að vera góð ef fólk á að geta hlustað á orðin,“ sagði Ali Farka Toure eitt sinn. Sýnir þetta vel hugsunarhátt þessa tónlistar- manns sem var sá fyrsti í Afríku til að ná almennri hylli í heimsálf- unni. DNA blússins Ali Farka Toure hefur verið lýst sem hinum afríska Johnny Lee Hooker, sem er frasi sem þeir báðir voru víst orðnir afar þreytt- ir á að heyra. Kvikmyndaleikstjór- inn Martin Scorsese lýsti því einn- ig yfir að Toure væri DNA blússins, sem er heldur ekki ama- leg samlíking. Toure fékk á gæfuríkum ferli sínum tvenn Grammy-verðlaun. Allt þar til hann lést var hann mik- ils virtur fyrir að blanda hefð- bundinni malískri tónlist við bandaríska blúsinn með eftir- minnilegum árangri. Er hann sagður hafa komið Malí á heims- tónlistarkortið og er fyrir löngu orðinn goðsögn þar í landi. Tónelskur hrísgrjónabóndi Ali Farka Toure fæddist í Malí í Afríku 31. október árið 1939 og var því 66 ára þegar hann lést úr krabbameini fyrr á árinu. Hann vakti ekki athygli utan Afríku fyrr en hann var farinn að nálgast fimmtugt. Árið 1979 gaf hann út plötu sem hét einfaldlega Ali Farka Toure og fékk góðar við- tökur. Næstu ár á eftir fór hann í tónleikaferðir um Bandaríkin og Evrópu og tók upp helling af efni en fékk á endanum nóg og sneri sér árið 1990 að hrísgrjónarækt heima í Malí. Ry Cooder og Grammy Fjórum árum síðar var hann þó aftur kominn á stjá eftir að upp- tökustjóri hans hafði sannfært hann um að taka upp plötuna Talk- ing Timbuktu ásamt bandaríska blúsaranum Ry Cooder, sem síðar átti eftir að taka upp með kúb- verskum tónlistarmönnum plöt- una Buena Vista Social Club með frábærum árangri. Talkin Timbuktu fékk mjög góðar viðtökur og fékk Grammy- verðlaunin sem besta heimstón- listarplatan. Toure hafði þó lítinn áhuga á frægðinni og sneri fljót- lega aftur á hrísgrjónaakur sinn. Erfið veikindi Næsta plata Toure, Niafunké, kom út árið 1999. Hvarf hann þó fljótt úr sviðsljósinu og birtist ekki aftur fyrr en á síðasta ári þegar tvær plötur sem hann tók upp snemma á níunda áratugnum voru gefnar út í tvöföldum pakka sem nefndist Red & Green. Síðasta platan sem kom út áður en hann lést var In the Heart of the Moon. Þótt hann glímdi við erfið veikindi tókst honum að ljúka við eina plötu í viðbót, Savane, sem kom út fjórum mán- uðum eftir andlát hans. Raunsæir textar Savane er afar áhugaverð plata sem blúsaðdáendur ættu að falla kylliflatir fyrir. Á plötunni tvinn- ar Toure á skemmtilegan hátt saman blús og afríska tóna þannig að útkoman verður afar seið- andi. Toure var þekktur fyrir að syngja á hinum ýmsu tungumál- um, sjaldnast þó á ensku. Sú er og raunin hér þar sem afrískan er í fyrirrúmi. Það kemur þó ekki að sök heldur gefur þvert á móti raunsæjum textunum um ástina og lífið í Malí, sem eru bæði prentaðir á ensku og frönsku, aukið vægi. Afríski blúsbóndinn allur ALI FARKA TOURE Malíski blúsbóndinn lést í mars síðastliðnum eftir farsælan feril. > Plata vikunnar Bubbi - 06.06.06 „06.06.06 er fínn afmælispakki sem ætti að falla í kramið hjá Bubbaaðdáendum. DVD-útgáfan nær enn betur að fanga þá hátíðarstemningu sem ríkti á tónleikun- um.” - TJ Tónlistargagnrýndandinn virti David Fricke hjá tímaritinu Rolling Stone fer lofsamlegum orðum um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í pistli sínum. Rétt eins og á síðustu hátíð var Fricke hrifinn af Jakobínarínu og sagði hljómsveitina jafnvel betri í þetta skiptið. „Hljómsveitin fór í gegn- um ofur-popp-pönklögin Sleeping in Seattle og His Lyrics are Dangerous með miklum glæsibrag. Sýndu þeir aukinn þéttleika sem skýrist af æfingum og ævintýrum þeirra undanfarna tólf mánuði,“ sagði Fricke. Hann var einnig ánægður með Mugison og líkti frammistöðu hans í Listasafni Reykjavíkur við Led Zeppelin í kántrí-blússtuði. Fricke hreifst jafnframt af Skakkamanage, Diktu, Ghostdigital og tónleikum Jóhanns Jóhannssonar í Fríkirkjunni. Einnig minntist hann bæði á fegurð norðurljósanna og á íslenska tungu sem hann sagði ákaflega flókna. „Flestar íslensku hljómsveitirnar sungu á ensku en spjall þeirra á sviðinu og grínið þeirra var allt á þeirra eigin tungumáli, sem er flókið og næst fornu víkingamáli af öllum tungumálum í Skandinavíu,“ sagði hann. Ánægður með íslenskar sveitir DAVID FRICKE Fricke var hæstánægður með nýafstaðna tónlistarhátíð Iceland Airwaves. KÁRI JÓNSSON Bassaleikarinn og rannsóknarstjórinn saknar íslensku sveitarinnar Hjálma. FYRST OG SÍÐAST KÁRI JÓNSSON SLOAN - SMEARED Ég myndi segja að sú plata sem hefur sennilega haft mest áhrif á mig er platan Smeared með kanadísku hljómsveit- inni Sloan. Platan kom út árið 1992 þegar 200.000 naglbítar var að stíga sín fyrstu spor og því má segja að platan hafi mótað tónlist naglbít- anna að einhverju leyti. Heimasíða hljómsveitarinnar er www.sloan- music.com. Uppáhaldslög: Lögin Underwhelmed og I am the Cancer voru í mesta uppáhaldi hjá mér og hvort um sig meist- araverk. HJÁLMAR - HJÁLMAR Síðasta plata sem ég keypti var platan Hjálmar með samnefndri hljómsveit. Platan er snilld frá upphafi til enda og gott innlegg í íslenska tónlist- arflóru. Það er mjög leitt að þeir eru hættir. Aðrar góðar: Aðrar plötur sem maður hlustaði mikið á voru til dæmis Ten með Pearl Jam, Nevermind með Nirvana, svarta platan með Metallica og þessar klassísku rokk- plötur sem tröllriðu öllu á þessum tíma. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9 hver vinnur. Vinningar er u bíómiðar, DVD myndi r og margt flei ra! Sendu SMS JA WBF á númerið 190 0 og þú gætir un nið miða fyrir tvo! Geggjuð grínm ynd með bræðrunu m Luke og Owen Wilson Frumsýnd 27. okt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.