Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 1
69%
47,4%
44%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006.
Fréttablaðið
styrkir stöðu sína
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
höfuðborgarsvæðið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
20
10
0
50
40
30
80
70
60
Smáauglýsingasí i
Heimili hjónanna Ragnheiðar E. Ragn-arsdóttur og Yngva Arnar Stefánssonarber bæði smekkvísi þeirra og framtaks-semi vitni. Heimilið er uppi í risi viðBárugötu í Reykjavík.
Bökunarilmur berst út á ganginn þegar komið
er upp á þriðju hæðina á Bárugötu 5 enda hús-
freyjan með köku í ofninum. Hún er heima-
vinnandi um þessar mundir en viðskiptavinir
Pétursbúðar á Ránargötunni kannast vel við
konuna þar sem hún átti og stýrði þeirri versl-
un um sjö ára skeið. „Ég seldi búðina í maí í
vor því eftir að við ættleiddum litlu dömuna
langaði mig að vera lausari við,“ segir Ragn-
heiður brosandi.
Sjá síðu 2
Leikur samkyn-
hneigðan bónda
www.meistarinn.is
og dekur
hollustu
Veldu
í dagsins önn
Innlit hjá Ragnheiði og
Yngva á Bárugötu
Hefur gefið út 50
tölublöð af Grapevine
Aftakaveður olli miklu
tjóni um allt land í gær. Milli-
landa- og innanlandsflug lá niðri
fram eftir degi og má búast við
seinkunum á millilandaflugi í
dag. Þrjú skip slitu landfestar,
tvö í Hafnarfirði og eitt á Skaga-
strönd. Rúður brotnuðu í bílum í
grjótfoki á Möðrudalsöræfum.
Ekki er vitað til þess að nein telj-
andi slys hafi orðið á fólki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu náðu vindhviðurnar
allt að fjörutíu metrum á sek-
úndu við Snæfellsnes og á
Grundarfirði og slöguðu upp í
þrjátíu metra á sekúndu víðs
vegar um landið. Hringveginum
var lokað um nokkra stund við
Blönduós vegna ofsaveðurs.
„Þessi lægð er búin að vera í
spánum í allmarga daga og það
er strax á miðvikudag sem maður
fór að sjá að það yrðu einhver
tíðindi um helgina,“ segir Sigurð-
ur Þ. Ragnarsson, veðurfræðing-
ur á NFS. „Sem betur fer hefur
veðrinu slotað en þetta er atburð-
ur sem maður setur í bækurn-
ar.“
Að sögn Ólafar Snæhólm Bald-
ursdóttur, upplýsingafulltrúa
Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar, höfðu björgunarsveitarmenn
sinnt hátt í tvö hundruð útköllum
um hádegisbil í gær.
Flugvöllum lokað í hvassviðri
Svartur svanur í
Þýskalandi hefur fellt hug til
hjólabáts úr plasti sem er í laginu
eins og svanur. Elskendurnir hafa
nú verið færðir í dýragarð og
munu eyða vetrinum þar saman.
Peter Overschmidt, eigandi
bátsins, ákvað að hýsa bátinn ekki
innandyra í vetur eins og hann
gerir venjulega og fær svanurinn
því að vera í návistum við hinn
fótknúna elskhuga næstu mánuð-
ina.
Líffræðingur í Münster í
Þýskalandi segir svaninn, sem
gengur undir nafninu Svarti Pétur,
hafa sýnt öll merki þess að vera í
tilhugalífinu þegar hann hringsól-
aði kringum bátinn. Svarti Pétur
starði endalaust á bátinn og gaf
frá sér ástarhljóð.
Svanur felldi
hug til plastbáts
Magnús þór byggir málflutning sinn
á hræðsluáróðri sem ekki er til þess
fallinn að beina umræðu um innflytjendamál
í réttan farveg.
Magnús Þór Hafsteinsson,
varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það
hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum
stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnu-
afls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-
Evrópu, fyrr á árinu.
„Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónar-
mið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til
þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlend-
ingum, sem hingað kæmi þegar gefið var
grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á
þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu
flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við
erum ekki tilbúin að takast á við.“
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi
verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlend-
ingar sem hingað koma að stærstum hluta með
fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa
skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta
betur þann mannauð sem fyrir er í landinu.
Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá
vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimm-
tugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess
hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnk-
andi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslending-
ar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við
viljum skapa og hvort þróunin í málefnum inn-
flytjenda sé æskileg.“
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs
vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir mál-
flutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til
þess fallinn að beina umræðu um innflytjenda-
mál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að
þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og
hefur verið, þá koma útlendingar hingað til
lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá
koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er
orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er
staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira
vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að
hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa
umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðslu-
áróður.“
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði, segir það vera stefnubreytingu ef
Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá
braut sem Magnús Þór boðar í innflytjenda-
málum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmála-
flokkar hér á landi sem styðja við harðar
aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalönd-
um okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við
innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum
þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla
fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa
átt.“
Stefna Frjálslyndra í mál-
um innflytjenda vekur ugg
Varaformaður Frjálslynda flokksins segir mikinn vanda hafa skapast í málefnum útlendinga hér á landi.
Ábyrgðarlaus hræðsluáróður, segir Einar Skúlason. Nýtt ef flokkar ætla í þessa átt, segir Ólafur Þ. Harðarson.