Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 4
Ágúst Ólafur Ágústsson
varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI
Traustur efnahagur — aukin velferð www.agustolafur.is
,,Svo maður hrósi nú einhvern
tíma einhverjum, þá hefur sá
ungi þingmaður fl utt furðu
mörg góð mál á þinginu.”
Illugi Jökulsson í pistli í Blaðinu 21. okt. 2006
Afnám fyrningarfresta í
kynferðisafbrotum gegn börnum
— 22.000 undirskriftir hafa safnast
til stuðnings frumvarpinu
Löggjöf um óháðar
rannsóknarnefndir
Löggjöf gegn
heimilisofbeldi
Aukin vernd
heimildarmanna
fjölmiðla
•
•
•
•
Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í
gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram
eftir degi og má búast við seinkunum á
millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar,
tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður
brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-
öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi
slys hafi orðið á fólki.
Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í
gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til
Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár.
Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug
hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú.
Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á
ný fyrr en í gærkvöldi.
Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í
óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var
tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak
frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp.
Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnar-
innar unnu við að koma þeim aftur upp að
bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn
Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á
Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að
binda skipið við bryggju á ný.
Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem
voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær.
Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig
fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann
kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað
upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki
opnaður aftur fyrr en í gærkvöld.
Lögregla og björgunarsveitarmenn um land
allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu
fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu
þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og
fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku.
Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur,
upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn
sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil
í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík
beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur
frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað
af óveðrinu nokkru áður en það skall á.
Flug lá niðri og skip slitnuðu
úr festum í aftakaveðri
Innanlands- og millilandaflug lá niðri fram eftir degi í gær vegna óveðurs. Skipsfestar slitnuðu, bílrúður
brotnuðu í grjótfoki og hjólhýsi fuku. Björgunarsveitarmenn sinntu um tvö hundruð útköllum.
„Það sem gerist er að lægð,
sem var rétt við landsteinana, er
með mjög kalt loft norðan við sig
og mjög hlýtt loft sunnan við sig.
Þegar slíkar aðstæður fara saman,
að ískalt loft mætir hlýju lofti, þá
er fjandinn laus,“ segir Sigurður
Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur
hjá NFS, um óveðrið í gær.
„Þessi lægð er búin að vera í
spánum í allmarga daga og það
var strax á miðvikudag sem
maður fór að sjá að það yrðu
einhver tíðindi um helgina. Sem
betur fer hefur veðrinu slotað en
þetta er atburður sem maður
setur í bækurnar.“
Slæmt þegar kalt
loft mætir hlýju
Eitt elsta tré Reykjavíkur-
borgar við Sóleyjargötu rifnaði
upp með rótum í óveðrinu í gær
og féll á tvo bíla. Bifreiðarnar
voru mannlausar þegar tréð féll
en skemmdir urðu nokkrar.
Lögregla og björgunarlið fóru á
staðinn og fjarlægðu tréð. Að
undanskildum bílunum olli tréð
ekki öðru tjóni.
Þó nokkuð var um önnur útköll í
Reykjavík vegna smáfoks. Helst
var um að ræða lausamuni úti við
sem ekki höfðu verið festir
nægilega vel. Að sögn talsmanns
lögreglunnar í Reykjavík voru
útköll vegna veðurs hátt í fjörutíu
um hádegisbil í gær.
Tré rifnaði upp
með rótum
Ríkisendurskoðun gerði
stjórnsýsluúttekt á þjónustu við aldraða árið
2005 þar sem meðal annars var mælst til þess
að ríkið gerði þjónustusamninga við dvalar- og
hjúkrunarheimili. Ekkert hefur verið aðhafst í
þeim málum enn. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, segir slíka
þjónustusamninga ekki á döfinni.
„Ég get ekki svarað fyrir það hvers vegna
þetta hefur ekki verið gert,“ segir Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi. „Við höfum
farið í þessi mál sem varðar þjónustu við
aldraða. Í stjórnsýsluúttekt okkar síðan í fyrra
kemur fram að við teljum stjórnvöld þurfa að
setja fram kröfur um lágmarksþjónustu
öldrunarheimila sem rekin eru fyrir opinber
framlög.“
Hann segir að slíkt veitti heimilunum aukið
aðhald og stuðlaði að auknu jafnrétti fyrir þá
sem þar dvelja, auk þess sem eðlilegt megi telja
að ríkið viti hvaða þjónustu það greiðir fyrir.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir
Siv Friðleifsdóttir ekki á döfinni að gera
þjónustusamninga við dvalar- og hjúkrunar-
heimili. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því
að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og
einnig sé í gildi gæðakerfi sem greitt er eftir.