Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 10

Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 10
Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun gildir 16. okt. - 6. nóv. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is bókanlegt frá 13. október Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 3 4 4 7 2 1 0 / 2 0 0 6 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Nú bíða í kringum 30 manns eftir viðeigandi búsetu- úrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi. Sighvatur Blöndahl, formaður Þroskahjálpar á Suðurlandi, segir þennan hóp fara stækkandi vegna fólksfjölgunar á svæðinu. Sighvatur áætlar að það muni kosta á bilinu 100–200 milljónir að uppfylla búsetuþörf þessa hóps. „Það má í raun skipta þörf- inni eftir búsetuúrræði í þrennt. Um tíu manns bíða eftir húsnæði með þjónustu allan sólarhringinn. Aðrir tíu þarfnast þjónustu hluta úr degi og aðrir tíu bíða eftir sjálfstæðri búsetu. Það er engin uppbygging fyrirhuguð í augna- blikinu á svæðinu fyrir þennan hóp fólks þrátt fyrir brýna þörf.“ Sighvatur segir að nú standi yfir flutningur búsetuúrræðis frá Selfossi til Hveragerðis en það þýði ekki aukningu á plássum og að ekki sé fyrirhugað að nota núverandi húsnæði áfram undir þessa þjónustu. „Það er fólk alls staðar úr fjórðungnum sem bíður eftir búsetuúrræðum og í flestum til- fellum býr þetta fólk hjá ættingj- um og er í mikilli þörf fyrir við- eigandi úrræði. Við hjá Þroskahjálp viljum einnig að búseta dreifist sem víðast um Suðurland þannig að fólk fái tæki- færi til að búa í sinni heimabyggð og sem næst sínum nánustu.“ Margir fatlaðir í brýnni þörf Hálffimmtug kona var í gær dæmd í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún hafði gerst sek um þjófnaði á fatnaði, matvælum og jólagjöfum fyrir á þriðja hundrað þúsund króna. Dómnum þótti sannað að konan hefði reynt að stela vörum í Euro-pris, sem hún var með á leiðinni út í tösku þegar starfsmenn stöðvuðu hana. Jafnframt að hún hefði farið í heimildarleysi í íbúð við Grettisgötu á Þorláksmessu á síðasta ári og verið búin að setja pels, leðurjakka og annan fatnað í tvo svarta plastpoka. Þá hafi hún verið búin að taka til allan jólamat fjölskyldunnar, bæði hangi- kjöt og hamborgarhrygg, auk jólagjafa, sem fjögur börn húsráðenda áttu að fá. Konan neitaði sök og kvaðst hafa verið að horfa á jólaskrautið í íbúðinni þegar hún var gómuð. Konan á að baki langan sakarferil. Hún hefur sex sinnum verið dæmd eða gengist undir sátt vegna þjófnaðarbrota. Fimm sinnum hefur hún verið dæmd til refsingar á skilorði. Í ljósi þess þótti dómnum útilokað að skilorðsbinda refsinguna nú. Kona stal jólamat og jólagjöfum Glæður í úrgangi frá kolanámu á Svalbarða gætu leitt til þess að allir íbúar eyjarinnar, sem eru rússneskir, neyðist til að flýja heimili sín. Til þess kæmi þó ekki fyrr en glæðurnar breytast í loga, að sögn norskra yfirvalda. Úrgangurinn liggur nærri rússneska námuþorpinu Barents- burg, þar sem um 500 manns búa samkvæmt samningi við norsk stjórnvöld, en eyjaklasinn er undir stjórn Noregs. Rússarnir dreifðu úr glóandi kolaúrganginum á miðvikudag í tilraun til að drepa glæðurnar. Komi eldur upp í úrganginum, gæti hann logað árum saman. Byggð námu- manna ógnað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.