Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 11

Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 11
 Forseti Banda- rísku evangelistakirkjunnar, Ted Haggard, er sakaður um að hafa keypt sér metamfetamín og nudd af karlhóru. Í Evangelistasamtök- unum í Bandaríkjunum eru allt að 30 milljónir meðlima. Upp komst um málið þegar karlhóran, Mike Jones, gaf sig fram og sagði frá því að á undanförnum þremur árum hafi hann margsinnis átt samræði við Haggard. Ástæða þess að Jones upplýsti um málið var sú að hann sá Haggard, sem Jones hafði þangað til þekkt sem „Art“, tjá andúð sína á hjónabönd- um samkynhneigðra í sjónvarp- inu. Keypti eiturlyf og vændi Við Fjarðaálsverk- efnið hafa nú verið unnar tvisvar sinnum 2,5 milljónir vinnustundir án fjarveruslyss. Fjarveruslys er það kallað ef viðkomandi þarf að taka sér frí úr vinnu vegna vinnuslyss. Björn Lárusson, samskipta- stjóri hjá Bechtel, segir að aðeins þrjú vinnuslys hafi orðið við Fjarðaálsverkefnið frá því það hófst árið 2004. „Starfsmenn Bectel við verkefnið eru um 1.600 talsins og það er von okkar að við náum að ljúka verkinu án frekari vinnuslysa.“ Verklok eru áætluð á næsta ári. Alvarleg slys fá- tíð hjá Bechtel Saksóknarar í Taívan segjast hafa gögn sem sýni fram á að Chen Shui-bian, forseti landsins, sé flæktur í spillingar- mál í tengslum við leynilegan sjóð, sem hann hefur haft afskipti af. Gögnin nægi til að leggja fram ákæru á hendur forsetan- um. Stjórnarflokkur Chens hélt á föstudag óvenjulegan fund þar sem ráðamenn flokksins kröfðust þess að forsetinn útskýrði fyrir þjóðinni hlut sinn í málinu. Stjórnarandstæðingar hvöttu forsetann til að segja af sér hið fyrsta vegna málsins. Talinn flæktur í spillingarmál Nú er nýlokið fjögurra daga námskeiði í gæða- og öryggismálum í fiskhöfnum fyrir 35 hafnarstjóra á Sri Lanka. Hafrannsóknastofnun Sri Lanka og fiskimálaráðuneyti landsins stóðu að námskeiðinu en Þróunar- samvinnustofnun Íslands og Sjáv- arútvegsskóli Sameinuðu þjóð- anna veittu tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Árni Helgason, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar á Sri Lanka, segir gæðarýrnun vanda- mál í fiskiðnaði í landinu en talið er að 30–40 prósent af afla spillist frá því fiskur er veiddur og þar til hann kemst á borð neytenda. „Verðmætatap og minnkað nær- ingargildi er mikið af þessum sökum en eitt af þróunarmarkmið- um fyrir fiskigeirann er að stuðla að umbótum á þessu sviði. Þróunarsamvinna Íslands og Sri Lanka felur meðal annars í sér áherslu á umbætur í gæðamálum fiskafurða. Námskeiðið sam- anstendur af sextán fyrirlestrum um ýmsa þætti gæðamála fisk- afurða og skipulag góðrar með- ferðar á fiski á hafnarsvæðunum. Efnið hefur verið gefið út í lit- prentuðum möppum á ensku, sin- hala og tamíl, en það eru tungu- málin sem töluð eru í landinu. Um 30 til 40 prósent af afla spillist

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.