Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 58

Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 58
! kl. 20.00Stefnumót við Sigrúnu Davíðsdótt- ur rithöfund. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við Sigrúnu um fyrstu skáld- sögu hennar, Feimnismál, sem kemur út hjá Máli og menningu. Stefnumótið fer fram í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu. Í sendiráðinu við Túngötu starfar ötull hópur að skipulagningu franskrar menningarhátíðar á Íslandi. Sendiherrann Nicole Miche- langeli segir metnaðarmál að kynna Íslendingum fleiri hliðar á Frakklandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum viðlíka hátíð hér á landi, og hún verður mjög viða- mikil og mjög fjölbreytt,“ segir Nicole. Hátíðin hefst í lok febrúar og stendur fram í maí en strax í desember verður tekið smá for- skot á sæluna með opnun á sýn- ingu franskra málara í Listasafni Íslands. Þar eru engir aukvisar á ferð heldur meistarar frönsku expressjónistanna og geta gestir safnsins barið þar augum verk eftir Henri Matisse, Oskar Kokoschka, Auguste Renoir og Félix Vallotton. Sýning frönsku expressjónist- anna, Un Regard Fauve, kemur hingað til lands frá safninu Musée des Beaux-Arts í Bordeaux. Þunga- miðja hennar er fávisminn, afdrifaríkur tími málaralistarinn- ar sem náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skilgreiningar í stefnu málverksins. Þetta er í fyrsta sinn sem stefna þessi er kynnt með formlegum hætti og sýningarhaldi hér á landi. Alls verða 52 verk á sýningunni eftir 13 listamenn. Þá verður sýnt úrval verka eftir Jón Stefánsson í eigu Listasafns Íslands en Jón var eini Íslendingurinn sem var nemandi Henri Matisse í París. Nicole kom til starfa sem sendi- herra Frakka í janúar á síðasta ári og fljótlega eftir það fór hún að skoða möguleikann á því að halda menningarhátíð í líkingu við þá sem Íslendingar stóðu fyrir í París árið 2004. Nicole vann á þeim tíma að bættum menningartengslum Frakklands við Norðurlöndin og segir að íslenska framtakið hafi heppnast einkar vel, til dæmis viti fleiri um Ísland en áður. „Þess vegna fannst mér áhugavert að skipuleggja franska menningar- hátíð hér líka sem nokkurs konar svar við framtaki Íslendinga,“ segir hún. Vel var tekið í hug- myndina hjá utanríkisráðuneytum beggja landanna og hefur undir- búningurinn nú staðið í heilt ár. „Þetta er mikilvægt fyrir okkur. Ísland er vinalegt land og við eigum þegar í góðu sambandi en alltaf má gera betur. Ég tel að aukin skipti, til dæmis á menning- arsviðinu hafi jákvæð áhrif í báðar áttir.“ „Þetta verður fjölbreytt og metn- aðarfull dagskrá,“ útskýrir Nicole stolt, „hún er enn í mótun svo það er erfitt að úlista einstaka atburði á þessu stigi. Það verður enn skemmtilegra að tala um hana meðan á henni stendur eða þegar henni er lokið.“ Hátíðin er römmuð inn af tveimur íslenskum menningar- veislum, vetrarhátíð og listahátíð, en Nicole útskýrir að þeim þyki hagræði að því að komast í sam- starf við hérlenda skipuleggjend- ur, til dæmist til þess að velja við- burði sem falli vel að smekk heimamanna og koma í veg fyrir árekstur við annars líflega dag- skrá í borginni. Nicole segir að hátíðin verði í raun fjórskipt, í fyrsta lagi lagi snúist hún um að kynna franska menningu og í því skyni verði breiðum hópi listamanna boðið hingað til lands. „Við verðum með alls konar sýningar, myndlist, leik- hús, tónlist, dans og bókmenntir,“ áréttar hún. Í annan stað verður kynning á Frakklandi sem landi vísinda. „Flestir þekkja Frakkland betur sem menningarland en við viljum opna augu fólks fyrir fleiri möguleikum. Hingað koma því þekktir vísindamenn frá Frakk- landi og kynna störf sín. „Í þriðja lagi verður lögð sérstök áhersla á kvikmyndir en árleg frönsk kvik- myndahátíð verður nú færð til á almanakinu og haldin innan dag- skrár menningarhátíðarinnar. Í fjórða lagi verður tækifærið nýtt til þess að kynna franskar vörur og ferðamennsku. Fæstir vita að á hverju ári koma 75 milljónir ferða- manna til Frakklands. Flestir Íslendingar þekkja París en marg- ir þekkja ekki Frakkland,“ útskýr- ir Nicole og bendir á að hugmynd- in sé til dæmis að kynna ólík héruð landsins og fjölbreytileika þess. „Hátíðin snýst fyrst og fremst um að fá sem flesta til þess að koma og skemmta sér en við viljum líka reyna að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið.“ Að sögn Nicole hafa skipuleggj- endur hátíðarinnar fengið frábær viðbrögð í heimlandinu. „Ísland er vel kynnt í Frakklandi og fólk er mjög spennt. Það hefur reynst mjög auðvelt að fá fólk til að koma, allir boðnir og búnir í að taka þátt. Ég verð samt að vera hreinskilin og segja að þetta er auðvitað mjög dýrt og við getum ekki boðið öllum. Við verðum að velja og hafna. það er samt einstakt að heyra listafólk segja: „Ég skal koma hvort sem ég fæ greitt eða ekki.““ Nicole segir að ferlið hafi reynst henni lærdómsríkt og hún hafi til að mynda kynnst íslenskri menningu betur. „Ég nýt þess að sækja tónleika, myndlistar- og danssýningar og nú þegar skipu- lagningin er komin á fullt kynnist ég líka fleiri íslenskum listamönn- um. Það er samt hópvinnan sem skiptir mestu máli, hér starfar kraftmikill hópur að undirbún- ingnum enda er að mörgu að huga,“ segir sendiherrann og bætir við hlæjandi: „Spennan eykst með hverjum mánuði en áhyggjurnar líka!“ Ófétin komin til Hveragerðis 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.