Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 62
Alex James, bassaleikari Blur,
segir að fyrrverandi gítarleikari
sveitarinnar, Graham Coxon, sé
velkominn aftur í sveitina.
Coxon hætti fyrir þremur
árum til að einbeita sér að sóló-
ferli sínum. Núna eru taldar líkur
á að upphaflegir liðsmenn Blur
muni koma saman til að taka upp
nýja plötu. „Vonandi getur Blur
hætt störfum sem hamingjusamt
fjögurra manna band,“ sagði
James. „Það væri synd ef það
yrði ekki að veruleika. Ég held
að við viljum allir gera nýja
plötu.“
Vill Coxon
aftur í Blur
Safnplatan „100 íslensk jólalög
fyrir alla fjölskylduna á 5 geisla-
plötum“ kemur út á mánudag. Á
plötunum fimm er að finna sam-
tals hundrað jólalög með íslensk-
um flytjendum.
Á tveimur plötum eru vinsæl-
ustu jólalögin síðustu tvo áratug-
ina, á einni er að finna öll gömlu
góðu jólalögin með eldri flytjend-
um, á einni er að finna vinsælustu
jólabarnalögin og á síðustu eru
hátíðlegri jólalögin. Á meðal laga
eru Snæfinnur snjókarl með
Björgvini Halldórssyni, Ef ég
nenni með Helga Björns, Skrámur
skrifar jólasveininum með Ladda
og Jólahjól með Sniglabandinu.
Pakkinn er númer þrjú í þess-
ari vinsælu seríu en þess má geta
að safnplatan „100 íslenskir sum-
arsmellir“ er söluhæsta platan á
árinu til þessa.
Vinsælustu
jólalögin
Kevin Federline, eiginmaður
poppprinsessunnar Britney
Spears, ætlar að skrifa sjálfsævi-
sögu sína. Fyrrum dansarinn Fed-
erline, sem nú er orðinn rappari,
vill leyfa almenningi að kynnast
lífi sínu áður en hann hitti Britney.
Mun hann ekki segja frá hjóna-
bandi þeirra.
„Bókin hefur verið ákveðin.
Hún segir frá lífi mínu þat til ég
hitti eiginkonu mína, til að fólk
geti skilið mig betur,“ sagði hann.
Gefur út
ævisögu
Brad Pitt og Angelina Jolie stefna
víst að því að ættleiða eitt barn
fyrir hvert barn sem þau eignast
saman. Hugmyndin er væntan-
lega runnin undan rifjum Angel-
inu sem segist vera með sam-
viskubit vegna allra
munaðarlausu barnanna í heim-
inum. Eins og kunnugt er á Ang-
elina tvö ættleidd börn, auk dótt-
urinnar sem skötuhjúin eignuðust
saman fyrir skemmstu.
Brad Pitt langar óstjórnlega
að eignast annað barn með konu
sinni og hann vill síður ættleiða.
Tomb Raider-skutlan virðist þó
halda um stjórnartaumana í sam-
bandinu, því fréttir hafa borist af
því að parið ætli sér að ættleiða
barn frá Indlandi, þar sem þau
dveljast þessa dagana.
Stefna að því að ættleiða saman
Agnar Agnarsson, sem er
þekktur sem plötusnúður-
inn Agzilla, gefur á næst-
unni út sína fyrstu plötu
hjá plötufyrirtæki Goldie,
Metalheadz.
„Við erum búnir að þekkjast í
sautján ár. Ég er tiltölulega
nýbyrjaður að búa til tónlist en
hann var rosahrifinn af músíkinni
og vildi gefa hana út,“ segir Agnar.
Kynntust þeir þegar Goldie var að
gera graffiti-listaverk á nætur-
klúbbi einum á sama tíma og Agnar
var að opna sína fyrstu verslun í
Þingholtsstræti, sem hét Undir-
göngin. Núna rekur hann aftur á
móti gistiheimili í Skólastræti.
Agnar segist búa til raftónlist en
hún sé frábrugðin öðru sem hann
hafi heyrt. Um sé að ræða hræri-
graut úr mismunandi hljóðum, þar
á meðal breakbeat. Goldie sjálfur
kemur ekki við sögu á plötunni,
sem nefnist Cats Can Hear Ultra-
sound.
„Það verður gefin út fjögurra laga
EP-plata fyrst og svo kemur stóra
platan út. Þetta er áhugavert út af
því að þeir hafa yfirleitt bara gefið
út drum and base á þessu „labeli“.
Það er verið að taka sénsa með það
sem ég er að semja,“ segir Agnar,
sem er fyrsti sólótónlistarmaður-
inn sem gefur út stóra plötu hjá
fyrirtækinu.
Agnar hefur verið plötusnúður í
sautján ár en hann byrjaði að
semja sjálfur fyrir um það bil
þremur árum. „Þetta hefur gengið
rosavel. Tónlistin er hálfgerð þer-
apía fyrir mig. Ég er ekkert að
gera þetta til að komast á kortið
eða græða peninga, enda er ég
upptekinn við að reka gistiheimil-
ið,“ segir hann.
Platan er væntanleg í desember
eða byrjun næsta árs.
Mun Agnar hugsanlega spila á
Metalheadz-kvöldi í Miami í apríl
til að kynna gripinn enn frekar.
Ofurtala
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA
DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20
DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA
TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10.20
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
BORAT kl. 4, 6, 8, 10 og 12 B.I. 12 ÁRA
FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20
DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50
BORAT kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
L.I.B. Topp5.is
Topp5.is
M.M.J kvikmyndir.com
“Ein fyndnasta
gamanmynd ársins”
HJ - MBL
EMPIRE20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í
GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT
ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
"...groddalegur og beinskeyttur húmor...
þannig að maður ælir nánast af hlátri"
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON - FRÉTTABLAÐIÐ
Ég set Borat í raðir fyndnustu mynda sem ég hef séð.
Borat er tvímælalaust fyndnasta mynd ársins,
ef ekki sú frumlegasta.
VIGNIR JÓN VIGNISSON - TOPP5.IS
ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA
FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA?
50 þúsund gestir