Fréttablaðið - 06.11.2006, Síða 63
Írski trúbadorinn Damien
Rice gefur í dag út sína
aðra hljóðversplötu, 9.
Fylgir hún á eftir miklum
vinsældum O, sem kom út
fyrir fjórum árum. Freyr
Bjarnason leit yfir feril
þessa hugljúfa tónlistar-
manns.
Damien Rice sló rækilega í gegn
með frumraun sinni, O. Þar heill-
uðust menn af einlægni þessa
smávaxna Íra og fallegum laga-
smíðunum þar sem angurværðin
var í fyrirrúmi. Lög af plötunni
hljómuðu í kjölfarið ótt og títt
bæði í sjónvarpi og kvikmyndum,
þar á meðal Closer, auk þess sem
útvarpsstöðvar voru duglegar við
að spila Damien Rice. Ári síðar
gaf hann síðan út plötuna B-sides
sem hafði að geyma sjö lög sem
ekki höfðu verið gefin út í Banda-
ríkunum áður. Fékk sú plata einn-
ig mjög góðar viðtökur.
Biðin eftir nýju plötunni hefur því
verið erfið á meðal aðdáenda
hans. Hér á landi minnast menn
vafalítið tvennra eftirminnilegra
tónleika sem hann hélt á Nasa
fyrir tveimur árum. Hreifst hann
svo mjög af landi og þjóð er hann
var staddur hér vegna fyrri tón-
leikanna að hann bað sérstaklega
um að fá að halda hér aðra tón-
leika. Einnig spilaði hann á nátt-
úruverndartónleikunum í Laugar-
dalshöllinni í byrjun ársins ásamt
fleiri listamönnum.
Damien Rice, sem verður 36 ára í
desember, eyddi æskuárum sínum
í smábænum Cebridge á Írlandi.
Málaði hann málverk og samdi
lög og á endanum stofnaði hann
hljómsveitina Juniper. Gerði
sveitin samning við útgáfufyrir-
tækið Polygram árið 1997 og átti
tvo ágætlega vinsæl lög í írska
útvarpinu. Þegar vandræði komu
upp í kringum upptökur á fyrstu
plötu sveitarinnar tók Rice pok-
ann sinn og flutti til Ítalíu árið
1999. Þar, og víðar um Evrópu,
flakkaði hann um með gítarinn
sinn og söng fyrir gesti og gang-
andi.
Innan við ári síðar fluttist hann
heim til Írlands og tók upp plöt-
una O eftir að hafa fengið hjálp
frá vini sínum David Arnold, sem
hafði góð sambönd innan tónlist-
argeirans. Líkaði honum vel við
tónlist Rice og ákvað að gefa
honum tækifæri.
Fyrsta smáskífulagið, The Blower´s
Daughter, fór beint á topp 20 haust-
ið 2001 og ljóst var að ný stjarna
var fædd. Platan kom út 2002 og
var mjög vel tekið og fékk Rice
Shortlist-tónlistarverðlaunin árið
eftir.
Honum til aðstoðar á plötunni
var m.a. söngkonan Lisa Hannigan
sem kom fram á seinni tónleikun-
um á Nasa og sellóleikarinn Vyvi-
enne Long. Voru þær honum og til
halds og trausts á nýju plötunni,
enda nauðsynleg viðbót við fallega
tóna Rice.
Rice hefur einnig látið sig mann-
réttindi og umhverfismál varða,
eins og náttúruverndartónleikarnir
í Höllinni bera vott um.
Hefur hann m.a. studd dyggi-
lega við lýðræðissinnann Aung San
Suu Kyi frá Mjanmar sem hefur
verið í stofufangelsi þar í landi
vegna stjórnmálaskoðana sinna.
Rice gaf út lagið Unplayed Piano í
fyrra og rann allur ágóðinn af sölu
þess til baráttunnar fyrir frelsi Suu
Kyi.
Fyrsta smáskífulag 9 heitir 9 Crim-
es. Á plötunni eru tíu lög og er hvert
öðru betra. Er ljóst að Rice hefur
tekist að fylgja eftir vinsældum
fyrstu plötunnar með annarri gæða-
plötu, þar sem rólegheitin og innlif-
unin eru sem fyrr í fyrirrúmi.
Til að fylgja plötunni eftir mun
Rice fara í tónleikaferð um Banda-
ríkin í nóvember og desember.
Hann mun jafnframt spila í kvöld-
þætti Jays Leno 9. nóvember, í
þætti Jools Holland kvöldið eftir og
hinn 17. verður hann í þætti Conans
O‘Brien. Eftir áramót má búast við
umfangsmikilli tónleikaferð um
Evrópu.
Fyrir nokkrum árum var ég sann-
færður um að drömm og beis og
breikbít hefðu farið sömu leið og
breikdansinn. Hefðin á klakanum
er að gleypa við nýjustu tísku-
straumum í hvelli, ýkja áhrifin til
muna og spýta vitleysunni svo út
úr sér um leið og eitthvað nýtt er
kynnt til sögunnar. Það hefur farið
svo lítið fyrir nýrri tónlist úr þess-
um geirum á Íslandi að ykkur er
fyrirgefið að halda að þetta hafi
einungis verið bóla sem sprakk.
Staðreyndin er hins vegar sú að
það sem við sjáum oft sem tísku-
strauma heima er upphafið að
nýrri menningu í stórborgum eins
og London. Þannig hafði ég rétt
fyrir mér, en á annan hátt en ég
hélt, að halda að breikbít hefði
farið sömu leið og breikdansinn,
því hvort tveggja lifir góðu lífi í
höfuðborg Bretlands. Ekki bara
það, heldur er drömm og beis sú
tónlist sem flest framhaldsskóla-
böll í London eru byggð á, eins og
stærstu klúbbarnir. Þar hafið þið
það.
Pendulum hefur verið ein vinsæl-
asta sveitin í breikbít-senunni í
London, og þeir verið nefndir arf-
takar The Prodigy, eftir að frum-
raun þeirra kom út. Ég held að það
sé ekki svo fjarri lagi, það er a.
m.k. alveg það langt síðan ég hef
heyrt plötu, sem er framleidd með
það í huga að halda fólki sveittu á
dansgólfinu, sem hefur náð svona
vel til mín. Miðað hversu hröð
útbreiðsla breikbít-tónlistar er
þessa dagana kæmi það mér ekk-
ert á óvart þótt næsta stóra tón-
listarbylting frá Bretlandi skyti
loksins þessari tónlistarstefnu
upp á yfirborð meginstraumsins.
Þessi plata hér hefur a.m.k. alla
burði til þess. Þó hljóðheimur
þessarar stefnu hafi ekki þróast
mikið síðustu tíu ár, eru hljóm-
sveitir á borð við Plumb DJ´s og
Pendulum að verða mun lunknari í
því að semja grípandi lög sem eiga
fullt erindi í útvarpsspilun. Kynn-
ið ykkur bara slagarana Fasten
Your Seatbelt og Slam ef þið trúið
mér ekki. Hið angurværa titillag
plötunnar, Hold Your Colour, ber
svo með sér allan sama sjarma og
gerði Underworld að einni stærstu
rafsveitum fyrri hluta síðasta ára-
tugar.
Án efa ein af plötum ársins.
Breikbítið fór aldrei neitt!
Leikarinn Russel Crowe, sem ját-
aði sig sekan um líkamsárás í
Bandaríkjunum á síðasta ári, segir
að gert hefði verið minna úr atvik-
inu í heimalandi hans Ástralíu.
Crowe, sem er 42 ára, segist þó sjá
eftir því að hafa hent síma í hótel-
starfsmann í júní í fyrra.
Crowe er ósáttur við dómskerf-
ið í Bandaríkjunum og segir auð-
velt að misnota það. „Í mínu heima-
landi hefði eitthvað í líkingu við
það sem ég gerði endað með handa-
bandi og afsökunarbeiðni,“ sagði
Crowe, sem var handtekinn eftir
að hafa reiðst er hann gat ekki
hringt til Ástralíu í eiginkonu sína.
Crowe er þekktur fyrir skap sitt
og gerir hann sér fyllilega grein
fyrir því. „Já, ég hef skap, engin
spurning.
En veistu hvað gerist ef þú
hefur það ekki? Einn dag þegar þú
ert að labba úti í bæ ferðu allt í
einu yfir um,“ sagði hann.
Lélegt dómskerfi
ARTINS
S
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍM.
Stórmynd sem lætur engan ónsnortin.
HAGATORGI • S. 530 1919
BÖRN
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
www.haskolabio.is
Varðveitt líf mitt
fyrir ógnum óvinarins
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
20% AFSLÁTTUR FYFIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG
PLATINÍUM GLITNIS MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
V.J.V. TOPP5.IS
T.V. KVIKMYNDIR.IS
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍM.
TEMPIRE
Munið afsláttinn
/ ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI / AKUREYRI
Vel gerð og rómantísk með þeim Zach Braff („Scrubs“,
„Garden State”), Rachel Bilson („O.C.” þættirnir) ofl.
Frá handritshöfundi „Million Dollar Baby” og „Crash”
V.J.V. TOPP5.IS TEMPIRE
TEMPIRE
TV. KVIKMYNDIR.IS TEMPIRE
TOTALV.J.V. TOPP5.IS
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐ NÝJU ATH! DIGITAL TÆKNINNI
THE QUEEN kl. 8 B.i. 12
AN INCONVENIENT TRUTH kl. Eingin sýnig í dag Leyfð
BÖRN kl. 8 B.i.12
MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12
THE LAST KISS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16
WORLD TRADE CENTER kl. 10:30 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5:30 - 8:30
THE LAST KISS kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:30 B.i.12
BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð
BARNYARD M/- Ensku tal kl. 6 - 10:10 Leyfð
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12.
JACKASS NUMBER TWO kl. 4 - 8 B.i. 12
ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð
BORAT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
MATERIAL GIRLS kl. 6 Leyfð
BEERFEST kl. 8 B.i. 12
mogga tilboð gildir ekki BORAT mogga tilboð gildir ekki kl. 8 - 10 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16
MÝRIN mogga tilboð gildir ekki kl. 8 B.i. 12
BARNYARD M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
THE DEPARTED kl. 8 B.i. 16
MATERIAL GIRLS kl. 6 Leyfð
THE GUARDIAN kl. 8 B.i. 12
*í bíófyrir2 1 *
mogga tilb. gildir ekki