Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 66
 Snæfell gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Njarðvíkur af velli á heimavelli sínum í Stykkishólmi í gær. Gest- irnir áttu aldrei roð í fríska heima- menn sem lögðu grunninn að 88-70 sigri með frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik þar sem þeir fóru hreinlega á kostum, jafnt í vörn sem sókn. Í hálfleik var staðan 47-28 og því ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir Njarðvíkinga í síðari hálf- leik. Hann átti þó aðeins eftir að þyngjast því Snæfell náði mest 24 stiga forystu í síðasta leikhlutan- um en gaf svo aðeins eftir á loka- kaflanum. Magni Hafsteinsson átti frábæran leik í liði heima- manna og skoraði 30 stig en hjá Njarðvík var Jeb Ivey stigahæst- ur með 18 stig. Miklu munaði um að lykilmenn á borð við Brenton Birmingham og Friðrik Stefáns- son fundu sig engan veginn í leikn- um en Snæfellingar spiluðu frá- bæra vörn á þá allan leikinn og til að mynda náði Friðrik aðeins að skora tvö stig í leiknum. Í Keflavík unnu heimamenn öruggan sigur á ÍR-ingum, 95-72. Gestirnir úr Breiðholtinu mættu baráttuglaðir til leiks og stóðu lengi vel í heimamönnum. Á end- anum sýndi sig þó að breiddin hjá Keflavíkurliðinu er töluvert meiri og þeir náðu rúmlega tuttugu stiga sigri. Keflavík var með sjö stiga forskot í hálfleik en sigldi örugg- lega framúr í þeim síðari. „Við spiluðum vörnina nokkuð vel en sóknarleikurinn var frekar tilviljanakenndur og þá sérstak- lega í fyrri hálfleiknum. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við síðan ágætis rispu og það skipti miklu máli,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Keflavíkur, eftir leik- inn. ÍR-ingar mættu aðeins átta til leiks í gær en meiðsli hrjá liðið. Þeir þurftu því að játa sig sigraða gegn liði Keflavíkur sem hefur þó oft spilað betur en í gær. Með sigrinum í gær er Snæfell komið með 10 stig í Iceland Express-deildinni eða jafnmörg stig og Njarðvík á toppi deildar- innar. Sigur Keflvíkinga kemur þeim upp í þriðja sætið en sjöttu umferðinni lýkur síðan á miðviku- dag með fjórum leikjum. Enska úrvalsdeildin Spænska úrvalsdeildin Ítalska A-deildin DHL-deild karla Iceland Express-deild kvk. Chelsea og Arsenal þurftu bæði að sætta sig við tap í leikjum sínum í ensku úrvals- deildinni í gær en segja má að London hafi verið á öðrum end- anum þegar West Ham tók á móti Arsenal og Tottenham fékk Chel- sea í heimsókn. Báðir leikirnir reyndust hin besta skemmtun og greinilegt að ástríðan tekur völd- in hjá leikmönnum í slíkum nágrannaslögum. Það var hinn 19 ára gamli Aaron Lennon sem reyndist hetja Tottenham gegn Chelsea í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins í upphafi síðari hálfleiks með glæsilegu vinstri-fótar skoti. Áður hafði Claude Makelele komið Chelsea yfir en Michael Dawson jafnaði metin á fyrstu 20 mínútum leiksins. Þetta var fyrsti heimasigur Tottenham á Chelsea síðan 1987 og stigu stuðn- ingsmenn liðsins stríðsdans á pöllunum eftir að flautað hafði verið til leiksloka. John Terry fékk reisupassann í síðari hálf- leik eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald fyrir kjaft- brúk. Litlu munaði að Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, og Alan Par- dew hjá West Ham lentu í handa- lögmálum eftir að Marlon Harewood hafði skorað markið sem réð úrslitum í viðureign lið- anna í gær á 89. mínútu. Wenger og Pardew lenti saman með þeim afleiðingum að sá franski hrinti Pardew. Stjórarnir hnakkrifust en voru skildir í sundur áður en hnefarnir fóru á loft. Pardew sá þó að sér eftir að leik lauk og baðst afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir leitt að þetta hafi gerst. Ég var ein- faldlega að fagna marki minna manna og Wenger hlýtur að hafa túlkað mig eitthvað vitlaust. Ég meinti ekkert með þessu og þetta var ekkert persónulegt gagnvart Wenger. Ef ég hef móðgað hann biðst ég afsökunar,“ sagði Par- dew. Sigur West Ham þótti sann- gjarn þar sem Arsenal náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United er eitt á toppnum með 28 stig, þremur stigum meira en Chelsea. Aston Villa komst upp í 6. sæti með góðum 2-0 sigri á Blackburn í gær og þá er Tottenham komið upp í 10. sæti með sigrinum í gær. Mikill hasar í leikjum gærdagsins Árangur kvennasveitar Gerplu á Evrópumótinu í hópfim- leikum sem fór fram í Tékklandi um helgina hefur vakið gríðarlega athygli innan fimleikahreyfingar- innar, en íslensku stúlkurnar unnu til silfurverðlauna á mótinu. Að sögn Jóns Finnbogasonar, for- manns Gerplu, á fólk afar bágt með að trúa að sveit frá Íslandi geti náð slíkum árangri enda eru hópfimleikar í miklum vexti og njóta mikilla vinsælda hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Það að sveit frá Íslandi skuli ná öðru sæti þykir með ólíkindum, enda erum við lítið land og með miklu færri iðkendur en aðrar þjóðir á mótinu. Við stefndum á að komast í sex-liða úrslit fyrir mótið og þótti það nokkur bjartsýni. Við lítum því á 2. sæti sem gríðarleg- an sigur fyrir stúlkurnar og alla sem koma að starfinu í Gerplu,“ sagði Jón við Fréttablaðið í gær og bætti því við að hann ætti ekki von á að þessi árangur yrði endurtek- inn. „Þetta eru úrslit sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi.“ Stúlkurnar sem skipuðu hóp Gerplu á mótinu eru eftirfarandi: Auður Ólafsdóttir, Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir, Ásdís Guðmunds- dóttir, Gury Andersson, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, Inam Rakel Yasin, Íris Mist Magnús- dóttir, Íris Svavarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Kolbrún Sveins- dóttir, Magdalena Rós Guðnadótt- ir, Rut Valgeirsdóttir, Sara Rut Ágústsdóttir, Soffía Bergsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir og Þórunn Arnardótt- ir. Gerpla vekur mikla athygli Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótbolt- anum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistar- ana frá því í fyrra, í lokaumferð- inni sem fram fór í gær, 1-0. AIK varð í öðru sæti og hlaut 49 stig en það kom í hlut Öster, lið Helga Vals Daníelssonar, og Örgryte að falla að þessu sinni. Elfsborg vann „Við lentum í því gegn HK að ná þægilegri stöðu en svo misstum við hana niður. Það er jákvætt að við náðum að læra af þeim mistökum og bæta leik okkar,“ sagði Markús Máni Michaelsson eftir að Valur vann Fram 30-25 í gær. „Við höfum mjög sterkt lið og ekkert annað kom til greina en að ná sigri í þess- um leik. Sigurviljinn var svo sann- arlega til staðar og við komum ákveðnir í þennan leik.“ Markús var markahæstur í liði Valsmanna með átta mörk en þar af komu fimm úr vítaskotum. Þessi leikur var stærsti leikur tímabilsins til þessa en Valsmenn byrjuðu af krafti og fyrstu þrjú mörkin voru þeirra. Þá vöknuðu Framarar og jafnræði var með lið- unum nánast allan fyrri hálfleik- inn. Rétt fyrir hálfleik kom þó kraftmikill kafli frá heimamönn- um og þeir höfðu 14-10 forystu í hálfleik. Sóknir Vals voru mun hnitmið- aðri en hjá mótherjum þeirra og það hafði sitt að segja. Hart var barist í leiknum og mikið um brott- vísanir. Forysta Vals var aldrei í umtalsverðri hættu í seinni hálf- leiknum, liðið náði mest sjö marka forskoti og vann á endanum algjör- lega verðskuldaðan sigur, 30-25. Liðið er því í toppsæti deildarinn- ar og hefur hingað til staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess. „Við ætlum okkur svo sannar- lega að standa undir þeim kröfum sem við gerum til okkar. Við vorum á heimavelli og það hefur verið mikið álag á Frömurum svo það var algjörlega klárt hjá okkur að við ættum að ná sigri í þessum leik og það tókst,“ sagði Markús Máni. Hjá Fram var Jóhann Gunn- ar Einarsson eins og oft áður best- ur en hann skoraði alls ellefu mörk. Hann skoraði þar af sjö af tíu mörkum Framliðsins í fyrri hálfleik. Það er ljóst að Íslandsmeistar- ar Fram þurfa að fara að gyrða sig í brók en árangur liðsins í deild- inni hefur verið undir væntingum það sem af er. Liðið er sem stend- ur í fallsæti með aðeins þrjú stig úr fjórum leikjum. Valur komst aftur upp í efsta sæti DHL-deildar karla með því að vinna öruggan fimm marka sigur á Fram í Laugardalshöll í gær. Valsmenn voru mun hnitmiðaðri í sínum aðgerðum og vel að sigrinum komnir. Eitt mark frá Veigar Páli Gunnarssyni í 5-1 sigurleik Stabæk gegn Ham-Kam í lokaumferð norsku úrvalsdeildar- innar í gær var ekki nóg til að skila honum markakóngstitli deildarinnar því félagi hans Daniel Nannskog skoraði einnig og endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Nann- skog skoraði 17 mörk en Veigar Páll varð annar með 16 mörk. Með sigrinum sendi Stabæk Ham-Kam niður í 1. deild en Viking bjargaði sér frá falli með 5-0 sigri á Brann þar sem Kristján Örn Sigurðsson skoraði sjálfsmark. Rosenborg hafði áður tryggt sér meistaratitilinn. Veigar næst- markahæstur Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik Iceland Express-deild kk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.