Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 71
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég brosi í gegnum tárin eins og fegurðar-
drottning,“ segir bíladellukallinn Sigfús B.
Sverrisson sem sigraði montbílakeppnina
Show Off of the Year 2006 með Ford Mustang
Fastback kagganum sínum í síðustu viku.
Fréttablaðið greindi frá því nýlega að Must-
anginn væri kominn í úrslit keppninnar ásamt
fjórum öðrum drossíum en úrslitin réðust í
netkosningu á heimasíðunni CarDomain.com
og voru kynnt á SEMA bílasýningunni í Banda-
ríkjunum.
„Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigfús og
viðurkennir að þessi heiður kitli stoltið. „Ég
brosi allan hringinn enda kom þetta nokkuð á
óvart þar sem ég var þarna að keppa við full-
trúa milljónaþjóðar og þó ég hafi beðið nokkra
vini og kunningja um að kjósa mig átti ég ekki
von á að það myndi duga til.“
Sigfús efast þó ekki um að Mustanginn hafi
verið vel að verðlaununum kominn. „Ég held
að Mustanginn sé sá flottasti af þessum fimm.
Það var einn Camaro þarna sem var búið að
leggja töluvert í en hann var bara smekklaus.
Þetta voru samt verðugir andstæðingar.“
Sigfús sleppti því að fara á sýninguna og
var því ekki viðstaddur þegar úrslitin voru til-
kynnt. „Ég hefði farið ef ég hefði fengið að
vita þetta fyrirfram en sá ekki ástæðu til að
leggja í þetta ferðalag þar sem líkurnar á sigri
voru einn á móti fimm.“
Sigfús segist ekki vita hversu mörg atkvæði
liggi að baki sigrinum en telur víst að heitar
tilfinningar Bandaríkjamanna til Mustang bíla
hafi haft sitt að segja. Þá telur hann víst að
umfjöllun Fréttablaðsins um keppnina hafi
aflað honum stuðnings hér heima. „Ég vil því
skila þakklæti til þeirra Íslendinga sem lögðu
mér lið og stuðluðu að því að Mustanginn
endar örugglega sem frægasti bíll landsins.“
Mustanginn sigraði montbílakeppnina
Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalít-
ið eftir að vekja mikla athygli þegar
hún verður frumsýnd en myndin
fjallar um tvo samkynhneigða
glímukappa. Þeir Halldór Gylfason
og Björn Ingi Hilmarsson leika tvo
bændur í afskekktri sveit sem eiga
í leynilegu ástarsambandi og sinna
því í gegnum íslensku glímuna,
tákngervingu karlmennskunnar.
Þessi nálgun virðist vera farin að
njóta mikilla vinsælda því á síðasta
ári var það Brokeback Mountain
sem hristi allverulega upp í heims-
byggðinni en þar voru það tveir
kúrekar sem féllu fyrir hvor
öðrum.
Leikstjórinn Grímur Hákonar-
son upplýsir hins vegar að hann
hafi fengið hugmyndina áður en
Brokeback kom í kvikmyndahús og
þegar tökurnar á myndinni hófust
áttaði leikstjórinn sig á því að hún
var allt öðruvísi. „Glíman er notuð
til að impra svolítið á þessu ástar-
sambandi,“ útskýrir Grímur.
„Íþróttin getur verið svolítið erót-
ísk, búningarnir og dansinn sem er
stiginn,“ bætir leikstjórinn við.
Að sögn leikstjórans gengur
Bræðrabylta mikið út á glímu sem
hann segir að sé myndlíking fyrir
þjóðerniskennd og þjóðleg gildi.
„Glímukeppnin fer fram á Skriðu-
klaustri sem er jú teiknað af sama
arkitekt og á heiðurinn af Arnar-
hreiðri Hitlers,“ segir Grímur en
þær tökur fóru fram í kapellu elli-
heimilisins Grund sem er jafnframt
oft notuð undir íþróttaiðkun heimil-
isfólksins.
Grímur var nýkominn heim frá
Kárahnjúkum þar sem síðustu
tökur fóru fram. „Annar mannanna
vinnur við jarðboranir og Kára-
hnjúkastífla var eini staðurinn þar
sem var verið að bora,“ segir Grím-
ur en tökuliðið var langt ofan í jörðu
og aðstæðurnar ekki til að hrópa
húrra fyrir. „Þetta var svona eins
og Ísarngerði í Hringadróttinssögu
eða Mordor, algjört helvíti,“ útskýr-
ir Grímur sem vonast til að frum-
sýna myndina í Tjarnarbíói í febrú-
ar og senda hana í kjölfarið á
kvikmyndahátíðina í Cannes.
„Þetta var jöfn keppni en ég hafði
þetta að lokum,“ segir Hlynur Guð-
jónsson, nýbakaður Íslandsmeist-
ari í málmsuðu. Mótið fór fram í
Borgarholtsskóla á miðviku-
dag. Þar öttu kappi átján
bestu málmsuðumenn lands-
ins frá níu fyrirtækjum.
Þetta var þrettánda
Íslandsmeistaramót-
ið sem haldið er hér
á landi, það fjórða
sem Hlynur keppir á
og það fyrsta þar sem
hann stendur með
pálmann í höndunum.
Keppt var í sex suðuaðferðum
til Íslandsmeistara og að sögn
Hlyns er ekki endilega það sama
suða og suða. „Það eru alls kyns
stellingar og aðferðir í þessu fagi.
Þetta er handverk og eins og í
hverri annarri vinnu þarf að horfa
til gæðanna sem geta verið mis-
jöfn,“ segir Hlynur, sem auk þess
að hampa Íslandsmeistara-
titlinum bar sigur úr býtum
í pinnasuðu.
Hlynur verður full-
trúi Íslands á Norður-
landamótinu í málmsuðu
sem haldið er í Tampere í
Finnlandi 8. til 10. nóvem-
ber og heldur utan í dag.
„Ég veit eiginlega ekki hvað
ég er búinn að koma mér út í.
Norðurlandamótið er miklu erfið-
ara, miklu flóknara bitar að sjóða
en á Íslandsmótinu.“ Hlynur kveðst
þó hafa mikinn metnað fyrir Íslands
hönd og hefur æft stíft öll kvöld
vikunnar til að ná sem bestum
tökum á blæbrigðum málmsuðunn-
ar.
Hlynur Íslandsmeistari í málmsuðu
Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100
PAKKAFERÐIR
VIÐ ALLRA HÆFI
Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi.
Tottenham–Wigan
58.900 kr.24.–27. nóv.
27.–29. nóv.
George Michael
69.900 kr.
Berlín í jólaundirbúningi
51.900 kr.24.–27. nóv.
Aðventuferð til Trier
59.900 kr.8.–11. des.
Sheraton Real de Faula
Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst
Arsenal–Man. City
54.900 kr.30.–31. jan.
Chelsea–Arsenal
69.900 kr.9.–11. des.
Arsenal–Portsmouth
59.900 kr.15.–17. des.
Óli Palli og The Pogues
59.180 kr.16.–18. des.
Liverpool–Everton
84.900 kr.2.–4. feb.
Frábært hótel með öllum þægindum. Tveir
einstakir golfvellir, annar par 72 og hinn er
par 62. Krefjandi brautir og útsýni yfir
Miðjarðarhafið. Einstök lífsreynsla fyrir alla
golfara, reynda sem byrjendur.
Risaslagur af bestu gerð á Stamford Bridge!
Síðustu leikir þessara liða hafa verið
magnaðir og verður eflaust hart barist að
þessu sinni enda byrja bæði lið vel í deildinni.
Innifalið: Flug með sköttum, gisting á St.
Giles í tvær nætur og miði á leikinn.
… fær Helga Dögg Helgadóttir
fyrir að komast í tíu para úrslit
danskeppni sem sýnd var í BBC
í Bretlandi.