Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 8
 Hvað er björgunarþyrlan TF- GRO kölluð af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar? Hvað heitir áin sem rennur í gegnum Selfoss? Hvað hét einræðisherra Túrkmenistans sem féll frá í vikunni? Fjörutíu og átta ára gamall karlmaður, Stephen Wright, mætti fyrir dómara í Bretlandi í gær, ákærður fyrir morðin á fimm vændiskonum í Ipswich í Suffolk. Var hann dæmdur í áframhaldandi varðhald. Wright, sem starfaði áður sem atvinnubílstjóri, var handtekinn á þriðjudag og færður í gæsluvarð- hald, en var birt ákæra seint á fimmtudag. Hann hefur ekki játað sekt. Í dómssal í gær sat hann íklæddur dökkbláum jakkafötum og staðfesti nafn sitt, heimilisfang og fæðingardag, en þagði annars. 37 ára gömlum manni sem hand- tekinn var á mánudag hefur verið sleppt úr haldi, en hann mun verða kallaður aftur inn til frekari yfir- heyrslna, kom fram í máli lögreglu- stjórans Stewart Gull, sem stýrir rannsókninni. Hins vegar kom ekki fram hvort lögregla hefði hann enn grunaðan um aðild að morðunum, né hvenær yfirheyrslum yfir honum yrði haldið áfram. Lík kvennanna fundust á víða- vangi í nágrenni Ipswich á tíu daga tímabili í byrjun þessa mánaðar. Öll líkin voru nakin, en eingöngu hefur tekist að finna dánarorsök tveggja hinna myrtu. Gemma Adams, Tania Nicol, Anneli Aldert- on, Paula Clennell og Annette Nicholls, sem voru á aldrinum 19 til 29 ára, hurfu ein af annarri frá lokum október fram í desember. Wright býr í útjaðri rauða hverf- isins í Ipswich, þar sem konurnar fimm störfuðu allar. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi og hafa allir fjöl- miðlar fylgst grannt með störfum lögreglunnar. Talsmenn lögreglu hafa beðist undan athygli fjölmiðla, því þeir óttast að öll umræðan geti skaðað rannsóknina og væntanleg málaferli. Suffolk-lögreglan er ein sú fámennasta í landinu og hafa hundr- uð lögregluþjóna komið henni til aðstoðar, en alls hafa um 600 lög- regluþjónar sinnt rannsókninni. Henni er langt frá því að vera lokið og leita lögreglumenn enn eftir vísbendingum bæði á og nærri þeim stöðum þar sem konurnar fundust, sem og á heimili Wright og víðar. Gríðarleg öryggisgæsla var fyrir utan dómshúsið í gær þegar Wright var fluttur þangað í lög- reglubíl. Lögmaður hans, Paul Osler, sagði skjólstæðing sinn vera undir miklu álagi. „Ég minni alla á það að hann er álitinn saklaus þar til rétturinn finnur hann sekan,“ sagði Osler við fréttamenn fyrir utan dómssal í gær. Wright mætir aftur í dómssal 2. janúar og kom fram í máli tals- manna lögreglu að hann yrði spurð- ur um óupplýst morð á öðrum vændiskonum í héraðinu fjórtán ár aftur í tímann. Ákærður fyrir raðmorðin og spurður út í eldri morð Stephen Wright hefur verið ákærður vegna vændiskvennamorðanna í Bretlandi en öðrum manni var sleppt úr haldi í gær. Lögreglan hyggst spyrja hinn ákærða út í óupplýst morð fjórtán ár aftur í tímann. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að svipta eiginkonu sína frelsi og misþyrma henni. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í fimm ár. Atburðurinn átti sér stað á Hótel Nordica í Reykja- vík í september á síðasta ári. Manninum var gefið að sök að hafa haldið eiginkonu sinni nauðugri á hótel- herbergi þeirra í allt að fjórar klukkustundir, elt hana er henni tókst að komast út úr herberginu og dregið hana fáklædda eftir göngum hótelsins, á hárinu meðal annars, aftur inn í herbergið. Jafnframt, að hafa meðan á frelsissviptingunni stóð, veist að henni, hrint henni, slegið hana í andlitið, klipið hana víðs- vegar um líkamann, rifið í hár hennar og stungið höfði hennar ofan í salernisskál. Afleiðingar voru þær að konan hlaut mar og húðblæðingar á brjóstum og hálsi, mar og rispur á baki, handleggjum, hnjám, rasskinn, læri og í andliti, eymsli í hársverði og hár- lausa bletti. Hún krafði manninn um tveggja milljóna króna bætur. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og sagði jafn- framt að hjónin væru enn í sambúð og væru á leið til útlanda eftir áramót. Þetta staðfestri réttargæslu- maður konunnar. Bótakröfu hennar var hafnað. Dýfði höfði eiginkonu sinnar ofan í salernisskál á hóteli Björgunarsveitarmenn frá Sauðárkróki björguðu um 70 hrossum í gær, sem höfðu flætt í Héraðsvötnum. Þau hímdu uppi á hól sem stóð upp úr vatninu í fyrri- nótt og voru orðin köld og hrakin þegar þau náðust loks í land síð- degis í gær. Sigurbjörn Vopni Björnsson í björgunarsveitinni Skagfirðinga- sveit á Sauðárkróki sagði að í fyrradag hefði tekist að bjarga 30 hrossa hóp, en síðan hefðu aðstoðarbeiðnir streymt að. Sum hrossanna hefðu staðið í vatni upp í kvið og hvergi getað sig hreyft. Hrossunum var komið í hús þegar þau komu í land. Voru orðin blaut og hrakin Maður og kona á þrítugsaldri voru handtekin í Hafnarfirði um á fimmtudags- kvöld eftir að 200 grömm af hassi og hundruð þúsunda í peningum fundust við húsleit hjá þeim. Lögreglan í Hafnarfirði telur að hassið hafi verið ætlað til sölu. Hún telur að peningarnir séu ágóði af fíkniefnasölu. Fólkið var fært til yfirheyrslu en var sleppt að henni lokinni. Tekin með hass og mikið fé Fíkniefnabrotum fjölgaði á síðasta ári um 58 prósent samanborið við meðalfjölda slíkra brota síðustu fimm árin þar á undan. Árið 2005 voru 1.396 einstaklingar kærðir fyrir fíkniefnabrot, 1.189 karlar og 207 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættis ríkislögreg- flustjóra fyrir árið 2005. Hvað upptæk fíkniefni varðar náðu lögregla og tollgæsla mestu magni af hassi eða tæplega 21 kílói. Eftir því sem það magn sem tekið hefur verið af hassi á undanförnum árum hefur dregist saman hefur orðið aukning á magni örvandi efna sem hald hefur verið lagt á. Veruleg fjölgun fíkniefnabrota Vaxtaberandi skuldir 365 hf. lækka í um 8,1 milljarð króna eftir útgáfu nýs hlutafjár í Day- break Holdco Ltd., dótturfyrir- tæki 365. Skuldir félagsins námu fyrir söluna rúmum 20 milljörðum króna. Daybreak Holding er móður- félag breska prent- og samskipta- fyrirtækisins Wyndeham Press Group sem Dagsbrún keypti fyrr á árinu. Eftir viðskiptin þá verður Daybreak hlutdeildarfélag 365. „365 hf. verður nú minnihluta- eigandi í Daybreak sem er í sam- ræmi við áður tilkynnta stefnu félagsins og okkur líst vel á að starfa með nýjum hluthöfum við þetta verkefni,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Nákvæmt söluverð hlutarins segir hann ekki gefið upp að sinni. Við skiptingu Dagsbrúnar hf. í síðasta mánuði féll eignarhlutur Dagsbrúnar í Daybreak í hlut 365. „Í tengslum við framangreint hefur verið gefið út nýtt hlutafé í Daybreak sem nemur 64 prósent- um af heildaratkvæðamagni félagsins. Landsbanki Íslands hf. tryggði sölu á hinu nýja hlutafé sem að FL Group og Landsbanki Íslands hf. skráðu sig fyrir,“ segir í tilkynningu 365 til Kauphallar sem send var eftir lokun markaða í gær. Dagsbrún gerði yfirtökutilboð í Wyndeham Press Group í júlí, en verðmæti yfirtökunnar var þá metið á 80,6 milljónir punda eða um tíu milljörða króna. Skuldir lækka í 8,1 milljarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.