Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 44
Í Ostabúðinni á Skólavörðu-
stíg er nóg að gera fyrir jólin
og mikil stemning á Þorláks-
messu.
Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúð-
arinnar, segir að venjulega sé
fullt út úr dyrum síðustu dagana
fyrir jól. „Síðan við opnuðum
fyrir sjö árum hefur aðsóknin
aukist jafnt og þétt en hún er
óvenjumikil í ár og ég sé mikla
breytingu síðan í fyrra,“ segir
hann.
Mikið er um að fólk sé að koma
á síðustu stundu á Þorláksmessu
að kaupa í jólamatinn að sögn
Jóhanns. „Síðustu árin hefur það
aukist mikið að Íslendingar séu
með osta, paté og þess háttar á
jólaborðunum og við höfum selt
alveg gríðarlegt magn á síðustu
þremur dögum í forrétti. Gjafa-
körfur með mat eru líka vinsælar
jólagjafir í ár. Fólk á orðið allt í
dag en það er alltaf hægt að nota
matinn, hann fer ekki upp á háa-
loft. Við höfum verið að gera fjög-
urhundruð til fjögurhundruð og
fimmtíu körfur á dag sem er mjög
mikið.“
Eðlilega þarf tölvert fleira
starfsfólk þegar traffíkin er mikil
og Jóhann segist vera með mikið
af aukafólki fyrir jólin. „Núna
erum við rétt í kringum átján en
undir venjulegum kringumstæð-
um erum við fjögur. Það er samt
ekkert að því að hafa nóg að gera.
Stemningin er bara bjáluð og allir
kátir, og það er náttúrulega fyrir
öllu. Fólk er ekkert að pirra sig
þó að það sé smá biðröð, ekki í
þessari búð að minnsta kosti,“
segir hann og hlær.
Óvenjumikið að gera í ár
OPIÐ í dag til kl. 23