Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 48
Flugbjörgunarsveitin í Reykja- vík stendur fyrir jólatréssölu í ár sem endranær og býður upp á fallegan normannsþin og ís- lenska stafafuru. Margir þeirra sem kaupa hafa sjálfir lent í háska og vilja nota tækifærið til að þakka fyrir sig og styðja gott málefni í senn. Flugbjörgunarsveitin er með glæsileg húsakynni við Flug- vallarveg þar sem jólatréssalan fer fram í skjóli frá íslensku veðri. „Það er gott að geta verið inni í hlýjunni og gætt sér á smákök- um, kaffi og kakói á meðan maður finnur sitt tré,“ segir Ásgerður Einarsdóttir sem sér um jólatrés- sölu sveitarinnar. Ásgerður er nýlega byrjuð í sveitinni og lét þar með gamlan draum rætast. „Ég er svolítið ótýpiskur nýliði, því ég var 39 ára þegar ég byrjaði. Ég starfaði í sendiráði Íslands í Frakklandi í mörg ár svo það má segja að ég hafi skellt mér úr dragtinni í goretexið,“ segir Ásgerður bros- andi. Ásamt því að vera í sjálf- boðastarfi fyrir sveitina er Ásgerður er í ferðamálanámi og starfar sem leiðsögumaður, enda altalandi á sjö tungumál. „Það er frábært að geta sinnt áhugamáli á sama tíma sem ég get látið gott af mér leiða,“ segir Ásgerður. Jólatréssalan er nú komin á fullt og Ásgerður segir að sveitin leggi mikið upp úr góðri þjónustu við viðskiptavini. „Það er alltaf gaman að taka á móti fjölskyldum með börn sem eru að leita að nákvæmlega rétta trénu,“ segir Ásgerður. Um 40.000 jólatré hafa selst um jólin á Íslandi síðastliðin ár. Þar af eru 8.000 til 10.000 tré íslensk en hin frá Danmörku. „Við erum bæði með einstaklega fal- lega stafafuru úr Heiðmörk, danskan normannsþin sem er ekki síðri og fallegar greinar til að skreyta með,“ segir Ásgerður. Hún leggur mikið upp úr að upp- lýsa viðskiptavini um meðhöndl- un trjánna og býður upp greinar- góðar leiðbeiningar sem fólk getur tekið með sér heim. Flug- björgunarsveitin fagnaði 55. starfsárinu í fyrra og stöðugt bætast við áhugasamir nýliðar bæði strákar og stelpur. Meðlimir eru um 300 talsins þar á meðal 50 virkir sem starfa innan ýmissa deilda sveitarinnar. „Við vinnum öll í sjálfboðastarfi svo ég vona fólk vilji styðja okkur fyrir jól og áramót með því að kaupa tré og flugelda,“ segir Ásgerður. Jólatréssalan er opin frá klukk- an kl. 12.00-22.00 miðvikudag og fimmtudag, kl. 10.00-22.00 föstu- dag og laugardag, kl. 09.00-13.00 á aðfangadag, sunnudag. Flugelda- salan hefst fimmtudaginn 28. desember. Nánari upplýsingar í síma: 569 4250 www.fbsr.is Úr dragtinni í goretex jólalag Poolborð Pool er Cool Púl is Kúl pingpong.is Suðurlandsbraut 10 Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.