Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 66

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 66
Í fyrra var slegið met í fjölgun nýkomna í með- ferð í eldri aldurshópum. Og Ari Matthíasson, fram- kvæmdastjóri hjá SÁÁ, segir að það stefni í að það met verði slegið á þessu ári. SÁÁ rekur tvö meðferðarheimili, Stað- arfell í Dölum og Vík á Kjalarnesi, auk göngudeildar. En eftir tíu daga afvötnun á Vogi tekur við 28 daga eftirmeðferð. Athyglisvert, og kann að koma mörgum á óvart, er að af öllum núlifandi Íslendingum eldri en 15 ára þá hafa komið á Vog um 10 pró- sent allra karla og um fjögur pró- sent allra núlifandi kvenna. Sam- tals 7,2 prósent allra landsmanna. Nýlega tók Halldóra Jónasdóttir við sem dagskrárstjóri á Vík. Sjálf kynntist hún áfengissýkinni fyrir tuttugu árum sem aðstandandi. Og hefur starfað hjá SÁÁ í átján ár. Áður var hún á unglingadeildinni á Vogi og svo hefur hún starfað mikið á göngudeildinni. Og séð um aðstandendanámskeið. Hið nýja starf leggst vel í Halldóru. Hún segir að starfsemin þar yfir hátíðarnar verði að mestu í föstum skorðum. Að vísu verður ekki starfsemi alla daga en ekki verður lokað. Þeir sem eru í með- ferð fara ekki heim – ekki verður lokað. Á Vík er starfsemi alla daga allan ársins hring. „Fólk er hérna á aðfangadags- kvöld og jóladag eins og aðra daga. En dagskrá verður að nokkru frá- brugðin. Og við reynum að gera hátíðarstemningu með góðum mat og fólk fær jólapakka. Síðan er hlustað á messu og á jóladag fær fólk sína nánustu í heimsókn eftir hádegi. Reynt er að hafa notalega og góða jólastemningu með heitu kakói og kökum. Bara svona eins og er hjá öllum,“ segir Halldóra. Annan í jólum verður síðan haldið áfram með fyrirlestra, meiri fræðslu og hópastarf. Víst er að jólin hljóta að toga í fólk heim en Halldóra segir ekki mikið um að fólk hverfi frá þegar það er komið á annað borð. „En það sem gerist þegar jólin eru að nálgast, og fólk sér fram á að vera í meðferð yfir hátíðarnar, að konur koma ekki eins mikið. Þær gefa sér ekki tíma til þess. Bundnar börnum og fjölskyldu. Eins dregur nokkuð úr komum karla.“ Fullt hús er á Vík þegar 32 eru í meðferð þar. Þar er rekin sérstök kvennameðferð. Dagskrá og Afar, ömmur og mömmur í meðferð um og eftir jólin Þau geta verið þung skrefin inn á Vog og svo þaðan í eftirmeðferð. Ekki síst nú þegar jólin – fjölskylduhátíðin sjálf – fer í hönd. Halldóra Jónasdóttir er nýr dagskrárstjóri á meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi. Þar er kvenna- meðferð og meðferð fyrir karla sem eru 55 ára gamlir og eldri. Í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson segir Halldóra að meðferð leggist þyngra á konur en karla – þeim finnist þær hafa brugðist fjölskyldum sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.