Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 70
Þ
olendur samkeppnis-
brota olíufélaganna
eru þeir sem stund-
uðu viðskipti við
félögin á fyrrnefndu
tímabili. Það liggur í
hlutarins eðli enda samráð fyrir-
tækja á markaði til þess fallð að
hefta eða takmarka samkeppni,
hækka verð á þjónustu og auka
með því ávinning af viðskiptun-
um.
Þolendur brotanna í fyrsta
hluta ákærunnar, sem forstjórar
olíufélaganna hafa verið ákærðir
fyrir, eru í fimm tilfellum einstök
fyrirtæki eða sveitarfélög.
Í fyrsta hluta ákærunnar eru til-
tekin útboð á árunum 1996 til
2000. Eitt þeirra er útboð Reykja-
víkurborgar og fyrirtækja í henn-
ar eigu en á dögunum voru borg-
inni dæmdar tæpar 78 milljónir
króna í skaðabætur vegna sam-
ráðsins og tapsins sem borgin
varð fyrir.
Dómurinn féllst meðal annars á
þá grundvallarröksemd í stefnu
Reykjavíkurborgar að ómögulegt
væri að álykta annað en að viður-
kennt samráð olíufélaganna væri
til þess að fallið að hækka verð og
þar með valda stefnanda tjóni.
Gísli Baldur Garðarsson, lögmað-
ur Olís og stjórnarformaður fyrir-
tækisins, lét hafa eftir sér í Frétta-
blaðinu að dómurinn í máli Reykja-
víkurborgar væri ekki
fordæmisgefandi fyrir önnur mál
sem gætu komið í kjölfarið. For-
svarsmenn fyrirtækjanna ÍSAL,
Flugleiða og Brims, áður Útgerð-
arfélags Akureyringa, hafa þó
staðfest við Fréttablaðið eftir að
dómur féll að fyrirtækin séu að
skoða hvort dómurinn auki líkurn-
ar á málsókn á hendur olíufélög-
unum en niðurstaða þeirra skoð-
unar er enn ekki ljós.
Annar hluti ákæranna tekur til
kerfisbundinnar skiptingar olíufé-
laganna á mörkuðum, stórum sem
smáum. Í tólf ákæruliðum er fjall-
að um markaðsskiptinguna sem
beinist, eðli brotsins samkvæmt,
að öllum þeim sem eiga viðskipti
við félögin á tilteknum mörkuð-
um. Markaðsskiptingin felst öðru
fremur í því að bæta hag olíufé-
laganna með samstarfi til þess að
hámarka framlegð, eins og fram
kemur í ákærum. Slíkar aðgerðir
fela í sér samkeppnisheftar
aðstæður. Þær bitnuðu á öllum
viðskiptavinum olíufélaganna á
fyrrnefndu tímabili.
Starfsmenn olíufélaganna
höfðu töluverð samskipti vegna
markaðsskiptingar í sveitarfélög-
Brotið á íslensku samfélagi
Ákæra á hendur forstjórum olíufélaganna á árunum 1993 til og með 2001, Einari Benediktssyni, Kristni Björnssyni og Geir
Magnússyni, var birt á dögunum. Liðir ákærunnar eru samtals 27 og er ákært vegna samkeppnisbrota á fyrirtækjum, sveitarfé-
lögum eða almennum viðskiptavinum olíufélaganna. Magnús Halldórsson skoðaði ákæruefnin.