Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 74
Sovétríkin liðu endanlega undir lok þegar Mikhaíl Gorbatsjov sagði af sér sem forseti þeirra seint í desember árið 1991. Boris Jeltsín var þá forseti Rússlands, hafði gegnt því emb- ætti frá því um sumarið þegar hann vann sigur í forsetakosn- ingum á móti Nikolaí Rúsjkov, manninum sem Gorbatsjov hefði viljað fá í embættið. Rúmlega hálfum mánuði áður en Gorbatsjov sagði af sér höfðu leiðtogar Rússlands, Hvíta- Rússlands og Úkraínu, þeir Boris Jeltsín, Stanislav Sjús- kevitsj og Leoníd Kravtsjúk, komið saman í Hvíta-Rússlandi og lýst því formlega yfir að Sov- étríkin væru lögð niður. Jafn- framt undirrituðu þeir sam- komulag um að stofna í staðinn Samveldi sjálfstæðra ríkja. Gorbatsjov var tregur til að fallast á þessi málalok, en sá sér ekki fært að standa gegn straumnum lengur en til 25. desember, sem reyndar er ekki jóladagur í Sovétríkjunum því enn í dag miðast jólin í Rúss- landi við gregorska tímatalið og eru því haldin um það bil tveim- ur vikum á eftir því sem tíðkast víðast hvar annars staðar meðal kristinna. Daginn sem Gorbatsjov sagði af sér flutti hann sjónvarpsávarp þar sem hann lagði áherslu á það, við sína „kæru landsmenn“, að hann hefði aldrei misnotað völd sín til þess að stjórna „eins og keisari“. Á hinn bóginn sagði hann í Íslandsheimsókn sinni nú í haust, þegar hann kom hingað til þess að minnast þess að tut- tugu ár væru liðin frá leiðtoga- fundi þeirra Ronalds Reagan í Höfða, að „ást Jeltsíns á völd- um“ hefði verið einna líkust „ást manns til konu“. Við sama tækifæri sagðist Gorbatsjov ekki hafa yrt á Jelts- ín einu orði frá þessum degi, 25. desember árið 1991, og bætti við að hann væri staðráðinn í að tala aldrei nokkurn tímann við Jeltsín framar. Gorbatsjov hafði á valdatíma sínum lagt áherslu á að opna rússneskt samfélag, koma þar á fót einhvers konar lýðræði en þó án þess að vilja sleppa hend- inni af sameignarskipulaginu sem alræði Kommúnistaflokks- ins hafði frá byrjun verið byggt á. Jeltsín stökk hins vegar beint út í djúpu laugina og opnaði rússneskt efnahagslíf upp á gátt, einkavæddi ríkisfyrirtæki í stórum stíl og bauð erlenda fjárfesta velkomna. Skattar voru hækkaðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs og verðbólgan rauk upp með þeim afleiðingum meðal annars að mikil fátækt varð almenn í landinu meðan auðurinn safnaðist á fáar en valdamiklar hendur. Jeltsín átti eftir að stjórna Rússlandi til ársloka 1999 og hafði þá fengið Vladimír Pútín, fyrrverandi yfirmann sovésku leyniþjónustunnar KGB, til þess að taka við af sér. Pútín er enn við völd en samkvæmt stjórnarskrá landsins rennur síðasta kjörtímabil hans út árið 2008. Pútín hefur alla tíð glímt við afleiðingarnar af því efnahags- hruni sem varð eftir að Sovét- ríkin liðuðust í sundur og Jelts- ín tók við stjórninni. Þjóðfélagið meira og minna lamaðist í nokk- ur ár, glæpum fjölgaði upp úr öllu valdi, áfengisdrykkja jókst verulega og heilbrigðisþjón- usta hríðversnaði sömuleiðis, sem varð til þess að fæðingar- tíðni lækkaði og lífslíkur fólks minnkuðu verulega. Nú er svo komið að Rússar geta að meðal- tali vænst þess að verða 66 ára gamlir, sem er 14 árum skemmri ævilengd en meðaltalið í ríkj- um Evrópusambandsins.Til marks um ástandið, sem enn er vægast sagt erfitt, má nefna að íbúum Rússlands hefur fækkað um sex milljónir frá því að Sov- étríkin liðu undir lok, úr 149 milljónum í tæplega 143 millj- ónir, og enn er þeim að fækka um 700 þúsund manns á ári hverju. Þegar Mikhaíl Gorbatsjov kom til Íslands nú í haust sagði hann Pútín vera samherja sinn. Báðir stefni þeir að því að efla raun- verulegt lýðræði í Rússlandi, en það verkefni sé hins vegar eng- inn hægðarleikur. Í ljósi nýlegra frétta af núverandi og fyrrverandi njósn- urum hjá KGB eða FSB, sem eitrað er fyrir með dularfullum hætti, hafa hins vegar spurn- ingar vaknað um hvort stjórn- arfarið í Rússlandi sé ef til vill enn í dag undirlagt af leyni- makki og harðvítugri valdapól- itík þar sem einskis sé svifist, ekki frekar en á tímum Sovét- ríkjanna. 3 4 56 7 8 9 21 10 11 14 13 12 Feb / Apr: Litháen (1), Georgía (7) 20.-22. ágúst: Eistland (3), Lettland (2), Úkraína (5) 25.-31. ágúst: Hvíta-Rússland (4), Moldóva (6), Aserbaídjan (9), Úsbekistan (11), Kirgisistan (13) Sept: Tadsjikistan (14), Armenía (8) Okt: Túrkmenistan (10) Des: Kasakstan (12) Eistland, Lettland og Litháen standa utan Samveldis sjálfstæðra ríkja – Túrkmenistan er með aukaaðild R Ú S S L A N D Moskva Sovétlýðveldin: Dagsetningar sjálfstæðisyfir- lýsinganna, 1991 1985: Mikhaíl Gorbatsjov, nýr aðalritari Kommúnistaflokksins, boðar efnahagsumbætur (perestroika) og opin stjórnmál (glasnost) 1988: Sjálfstæðishreyfingar komast á kreik í Litháen, Lettlandi og Eistlandi 1989: Boris Jeltsín kjörinn á þing sem stofnað er til með umbótum Gorbatsjovs. Austantjaldsblokkin hrynur þegar Berlínarmúrinn opnast 1990-91: Gorbatsjov boðar fjölflokka- stjórnmál – en mótmælafundir sjálfstæðis- sinna í Aserbaídsjan og Litháen eru barðir niður harðri hendi Júní 1991: Jeltsín kosinn forseti Rússlands 19. ágúst: Kvöldið áður en undirrita átti bandalagssamning sem gæfi lýðveldunum aukið frelsi reyna harðlínumenn að taka völdin meðan Gorbatsjov var á ferðalagi á Krímskaga 21. ágúst: Valdaránstilraunin fer út um þúfur í kjölfar fjölmennra mótmælafunda þar sem Jeltsín fór fremstur í flokki 22. ágúst: Gorbatsjov snýr aftur til Moskvu en er auðmýktur á þingi af Jeltsín, sem skipar svo fyrir að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hætti allri starfsemi í Rússlandi 23. ágúst: Gorbatsjov segir af sér sem aðalritari Kommúnista- flokks Sovétríkjanna 6. sept: Fullveldi Litháens, Eistlands og Lettlands er viðurkennt 8. des: Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu hittast til að leysa upp Sovétríkin og stofna nýtt Samveldi sjálfstæðra ríkja 25. des: Gorbatsjov segir af sér sem forseti Sovétríkjanna og þar með er tilvist þeirra formlega lokið 1.000 km Myndir: Associated Press Fall Sovét- ríkjanna Fyrir fimmtán árum liðu Sovétríkin undir lok og jafnframt lauk kalda stríðinu, sem hafði mótað alþjóðastjórnmál á seinni hluta 20. aldar. Sex árum áður hófst með viðamiklum umbótum Gorbatsjovs sú keðja atburða sem á endanum leiddi til falls Sovétríkjanna. Frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir fimmtán árum hafa Rússar þurft að glíma við mikla erfiðleika. Guðsteinn Bjarnason rifjar upp fáein atriði úr þessari sögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.