Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 89

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 89
Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu en safnast verður saman á Hlemmi og leggur gang- an af stað stundvíslega kl. 18 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundir- búningi margra en gangan í ár er sú tuttugasta og sjöunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfing- arnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórn- um og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra taka þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Lækjartorgi. Þar mun Fala- steen Abu Libdeh frá Palestínu halda stutt ávarp. Fundarstóri verð- ur Arnar Jónsson leikari. Fundin- um lýkur síðan með friðarsöng. Friðargöngur verða einnig á Akureyri en þar verður lagt upp frá Samkomuhúsinu kl. 20 og gengið að Ráðhústorginu en á Ísafirði leggur friðargangan upp frá Ísafjarðarkirkju kl. 18 og endar á Silfurtorgi. Gengið í þágu friðar Fréttaskýringar í grófum dráttum Teiknarinn Halldór Baldursson hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt frá því hann byrjaði að birta pólitískar skopmyndir sínar á síðum Blaðsins í fyrra og í dag skín stjarna hans mun skærar í íslenskum fjölmiðlaheimi en miðilsins sem birtir teikningar hans. Óhætt er að fullyrða að á meðan Blaðið var eitt útlitsgall- aðasta skrípi sem prentað hefur verið í íslenskri útgáfusögu hafi teikningar Halldórs verið nán- ast það eina sem kallaði á að Blaðinu væri flett og þrátt fyrir jákvæðar stökkbreytingar þess eru Halldór og teikningar hans enn ákveðin kjölfesta. Líftími hvers tölublaðs dagblaðs er tæpur sólarhringur og flest það sem prentað er á síður þeirra fyrnist því fljótt. Önnur lögmál gilda um eiturskarpar fréttskýr- ingar Halldórs sem tekst ítrekað að bregða ljósi á málefni líðandi stundar með aðeins einni teikn- ingu. Það er því ekki aðeins vel til fundið að safna teikningum Halldórs saman á bók og tryggja þeim þannig framhaldslíf held- ur er með bókinni 2006 í grófum dráttum kominn einn beittasti og besti fréttaannáll ársins. Fjölmiðlungar og elítubloggarar hafa keppst við að ausa Halldór og bókina slíku lofi á síðum sínum að maður hefur stundum fundið hálf- partinn til með blessuðum mann- inum að vera haf- inn til skýjanna af nafntoguðum besserwisserum. Í þessu tilfelli vill þó svo ánægju- lega til að kenn- ingar Snorra Sturlusonar um of ákaft klapp á bakið eiga ekki við og Halldór stendur undir öllu hólinu. Bókin er þó síður en svo einungis fyrir „bláblóðunga“ internetsins og ætti að vera skyldueign á heimilum alls hugs- andi fólks þar sem hér geta kjósend- ur með gullfiska- minni fengið hressandi áminn- ingu um það að við lifum á öld fáránleikans á Íslandi. Halldóri er eink- ar lagið að draga fram það skop- lega í orðum og gjörðum þeirra sem keyra alla þjóðfélagsum- ræðu hérna út í móa af miklu kappi á meðan þeir láta líta út fyrir að allt sé í lukkunnar velstandi. Halldór nýtur þess vissulega að heimskan ríður ekki við einteym- ing á Íslandi og stjórnmálafólk og aðrir máttarstólpar í samfélaginu sjá honum endalaust fyrir eðal efnivið en hann á það skuldlaust hversu skemmtilega hann klýfur delluna með penna sínum. Innkoma Halldórs á þennan vettvang er þó enn sterkari og þakklátari vegna þess að lítil hefð er fyrir beittum pólitískum skop- teikningum í íslenskum dagblöð- um. Sigmund hefur vissulega verið á útkikki eftir hinu skoplega í rúm fjörutíu ár á síðum Mogg- ans en þar með er það upp talið. Halldór stekkur því inn í ákveðið tómarúm og fyllir það glæsilega með sérstökum og bráðskemmti- legum teiknistíl sínum, næmri sýn á samfélagið og hörkufínum húmor. Nálgun hans á málefnum líðandi stundar er meira svona eins og þeir gera þetta í útlöndum eins og Egill Helgason bendir réttilega á í formála bókarinnar. Teikningar Halldórs, einar og sér, gera 2006 í grófum dráttum að eigulegri bók en það spillir síður en svo fyrir að allur frágangur bókarinnar og umgjörð utan um myndirnar eru til hreinnar fyrir- myndar. Takturinn í flettingunni er brotinn skemmtilega upp með því að breiða úr völdum myndum á heilsíðu en teikningarnar njóta sín í botn þegar hægt er að rýna í þær í stóru broti. Þá er allt annað að skoða myndirnar þegar þær eru prentaðar á gæðapappír frek- ar en venjulegum dagblaðapapp- ír. Þessi útgáfa er því einfaldlega brilljant og öllum sem að henni koma til mikils sóma. Að maður tali ekki um hversu mikill happa- fengur hún er fyrir þá sem láta sig málefni líðandi stundar varða og fá ekki blaðið Blaðið í hendur daglega. 20 21 22 23 24 25 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.