Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 23
þessi tala? Í prósentum virðast margir hræðast fjölda útlendinga en þegar kemur að persónum þá geta menn ekki beinlínis bent á neinn sem hefði frekar átt að halda sig „heima“. Ef menn geta bent á einhvern er það ekki vegna þess að hann er útlendingur heldur almenn vandræðamanneskja. Menn horfa á tölfræðina og segja: „Ef svo fer fram sem horfir verðum „við“ í minnihluta eftir x ár.“ En hver er þessi „við“? Er einn besti vinur sonar míns ekki „við“ af því hann talar reiprennandi kín- versku? „Við“ höfum ýtt frá okkur fjölda flóttamanna en það má rétt ímynda sér hvernig Ísland hefði orðið ef við hefðum hundskast til að taka á móti fleiri gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Ísland hefði eflaust orðið Sviss norðurs- ins árið 1960. Mannúð í gróðaskyni er reyndar hræsnisleg afstaða. Sagan sýnir samt að mannúð borg- ar sig. Hefðu Íslendingar ekki menntað fátækustu og verst stöddu börnin sín á síðustu öld væri samfélagið langt á eftir öðrum þjóðum efnahagslega. Fjölmenningarumræðan er stund- um of háleit og jafnvel loftkennd. Framsetningin verður oft þannig að það er engu líkara en útlending- ar séu flestir virkir meðlimir í sínu þjóðdansafélagi. Þótt vinur sonar míns kunni kínversku þá er varla hægt að kenna vinahópinn við fjöl- menningu. Fótbolti, Playstation og Bach sem hann spilaði á skóla- skemmtun er einfaldlega vestræn borgarmenning eða al-menning þeirra jarðarbúa sem búa við sæmileg lífskjör. Menningarmun- ur er ekki meiri en gerist og geng- ur milli barna. Sérkennin eru helst táknræn og koma í ljós á stórhátíðum. Kín- verska áramótaskrúðgangan var spennandi og skemmtileg innsýn í aðra stemningu. Fjölmenningin snýr einkum að honum sjálfum, að eiga ömmu í Kína og fjölskyldu og tengingar inn í hversdagslíf sem við teljum framandi. Það er athyglisvert að velta fyrir sér íslenskri umræðu um samheit- ið „útlendingur“. Íslendingar eru svo fáir að þeir eru innan skekkju- marka í mannfjöldatölum heims- ins. Hvaða samheiti er þetta eigin- lega: „útlendingar“? Væri ekki nær að kalla þá einfaldlega jarðar- búa? Allir í heiminum nema við eru útlendingar? Menn leita að hreinni og tærri aðferðarfræði til að taka á móti útlendingum. En er hægt að tala um jarðarbúa sem eina heild? Hvað vilja jarðarbúar? Hverjar eru óskir þeirra? Hver er mennt- un, sjálfsmynd og bakgrunnur jarðarbúa? Hver eru trúarbrögð þeirra? Það er ljóst að ef Íslend- ingum tekst að leiða þessa umræðu til lykta munu þeir leysa öll vanda- mál jarðarbúa á sama tíma. Vilja útlendingar fá að kallast Íslendingar? Ég átti heima úti í Ameríku sem barn og tók aldrei í mál að vera kallaður Ameríkani og trúði á 13 jólasveina. Vilja Víet- namar kallast Íslendingar? 15 ára stelpa frá Víetnam sagði í viðtali að hún teldi sig vera Víetnama. Hún var í tvöföldu námi, lærði allt víetnamska efnið samhliða því íslenska og stefnir á lögfræði í framtíðinni. Hún segist vera Víet- nami en gæti þess vegna orðið mesti Íslendingurinn í hópi Víet- nama, eins og Gerard Lemarquis og Baltasar Samper eða Kristinn R. Ólafsson í Madríd verða ofur- þjóðlegir á báðum stöðum. Sumir munu vilja vera Íslendingar, aðrir ekki. Einhver niðurstaða? Vinur sonar míns fæddist hér á landi. Hefði hann komið sem ungl- ingur væri málið flóknara og erf- iðara og þar liggur stærsta áskor- unin í innflytjendamálum. Ef hann viðheldur sinni kínversku er hann með forgjöf sem er á við heilt háskólanám Íslendings. Mætti eflaust mæla það í mörgum millj- ónum og þjóð sem eyðir mikilli orku í að troða dönsku ofan í óvilj- ug börn ætti að kunna að meta barn sem kann tvö tungumál áður en það byrjar í skóla, að öðrum kosti ætti Actavis eða Össur að ráða hann strax og kosta kín- versku-námið. Ef Íslendingar eign- ast 1.000 eða 2.000 börn sem eru tvítyngd á þennan hátt verða til meiri möguleikar en okkur órar fyrir í viðskiptum og menningu. En aftur spyr maður. Er nauðsyn- legt að réttlæta menntun með gagnsemi eða gróða? Einhverjir vilja setja strangari lög og reglur. Í maí árið 2004 breyttu íslenskir stjórnmálamenn reglum um innflytjendur á þann veg að aðilar sem sækja um fjölskyldu- sameiningu verða í raun að vera 25 ára. Á Íslandi gildir þessi regla um umsækjendur sem vilja flytja til maka síns sem hefur fengið búsetu á Íslandi, þetta eru strangari regl- ur en í Danmörku. Reglan var sett á þrátt fyrir að félag kvenna af erlendum uppruna hafi haldið mál- þing og staðið fyrir mjög málefna- legri umræðu. Þær vissu eflaust ekki að í íslensku lýðræði hefur ákvörðun í raun verið tekin áður en umræða hefst og málþing, greinaskrif eða umræðuþættir breyttu engu þar um. En hvað hafði reglan í för með sér? Ungur íslenskur strákur varð ástfanginn í námi úti í Bandaríkj- unum og giftist stúlku frá Vermont. Þau fluttu heim og ætluðu að stofna heimili en skömmu eftir heimkomuna fengu þau bréf þar sem henni var vísað úr landi á grundvelli 25 ára reglunnar. Þau voru ekki nema 23 ára og skilaboð- in til hennar voru mjög skýr: Óvel- komin til landsins! Málið fór aldrei hátt í fjölmiðlum, þau stóðu í löngu stappi og fluttu að lokum aftur til Bandaríkjanna þar sem þau búa núna. Það má velta fyrir sér hvaða gagn hún gerir þessi 25 ára regla og hvern hún verndar. Það er ein- ræðislegt að henda 23 ára hjónum úr landi og fráleitt að ríkið skipti sér á þennan hátt af fullorðnu fólki en þetta er ekki einsdæmi. Svona fór fyrir öðrum manni sem bjó hérna og átti konu og barn. Honum var vísað úr landi á sama hátt. Ein- hverra hluta vegna virðast svona mál ekki hafa verið leidd til lykta í fjölmiðlum. Ef herða þarf reglur um útlendinga, hvernig á að herða þær? 27 ára giftingarregla? Orðið fjölmenningarsamfélag dregur athyglina frá þeirri stað- reynd að það er miklu fleira sem sameinar fólk heldur en sundrar því og menning og gildismat jarð- arbúa eru í rauninni fremur eins- leit. Það er fyrst og fremst tungu- málið og menntun sem aðskilur og skapar hinn raunverulega mun. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum sem barn skammaðist ég mín fyrir hreim foreldra minna, það var vandræðalegt að heyra þau tala. Það væri hægt að skylda fólk til að læra íslensku en það er ekki hægt að skylda menn til að geta lært hana. Allir þekkja þýskar, fær- eyskar eða danskar ömmur sem tala með sínum hætti eftir að hafa búið hér í 60 ár. Kosturinn við Ísland er sá að landið er og verður fámenningar- samfélag og menn hverfa ekkert allt of vel inn í mannhafið. Þeir sem eiga sterkan eða framandi bakgrunn neyðast til að taka að sér hlutverk sem þeir hefðu aldrei þurft að taka á sig í öðru landi. Menn þurfa að verða opinberir fulltrúar eða boðberar sinnar menningar og verða virkir þáttak- endur í samfélaginu og samfélags- umræðunni en ekki tölfræðilegur massi. Árekstrar virðast sjaldgæf- ir þar sem hlutfall útlendinga hefur mælst hæst í fámennum samfélögum kringum landið. Á þessari gullöld gröfunnar hefur viðkvæmt jafnvægi raskast. Íslenskir stjórnmálamenn virðast vera með „atvinnulosta“. Fram- kvæmdir eru kynntar með orðun- um: „Skapar 1000 störf“ þótt í raun sé skortur á vinnuafli. Starfs- mannaleigur flytja inn einnota verkafólk sem dvelur á fjöllum á lágmarkslaunum, jafnvel án trygg- ingar og fer örkumla heim. Enginn veltir fyrir sér hvernig þessu fólki reiðir af. Þegar 700 pólskir karlar fljúga heim í jólamatinn er auðvitað hægt að nota orðið „flóðbylgja“. Klondike norðursins er orðinn hluti af alþjóðlegum markaði far- andverkamanna og fjöldi karlkyns iðnaðarmanna breytir annars fjöl- breyttum og tilviljanakenndum hópi fólks sem áður barst til lands- ins. Mesta hættan er líklega sú að „við“ förum að líta á okkur sem eins konar herraþjóð sem telur eðlilegt að okkur tilheyri ákveð- inn standard en ekki öðrum, að sumir eigi ekki að njóta þjónustu sem „við“ höfum aðgang að. Hætt- an er sú að launamunur verði svo mikill að samfélagið fari að kvarnast í stéttaskipt hverfi, jafn- vel slömm og þar verði einkum láglaunafólk sem vinnur of mikið til að geta sinnt börnum sínum, kennt þeim móðurmál sitt eða lært íslensku sjálft. Þá myndast rof milli kynslóða, foreldrar sem skilja ekki tungumál barna sinna og þá verða auðvitað vandamál. Nákvæmlega sömu vandamál og fylgja stéttaskiptingu, fátækt eða almennu valda- og virðingarleysi alls staðar. Andri Snær Magnason rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.