Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 69
Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleð- skapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið. Glöggir minnast þess jafnvel að undanfarin tvö ár hafa FL-liðar efnt til jóla- og nýárstón- leika í Þjóðleikhúskjallaranum, við góðar undirtektir þeirra sem mætt hafa. Plata Forgotten Lores, Frá heimsenda, hefur hlot- ið einróma lof gagn- rýnenda en platan fékk fimm stjörnur hjá gagnrýn- anda Fréttablaðsins sem og Morg- unblaðsins. Síðasta plata sveitar- innar, Týndi hlekkurinn, kom út árið 2003 en síðan þá hefur sveitin getið sér góðs orðs fyrir líflega framkomu á tónleikum. Miða er hægt að nálgast á www.midi.is, í verslunum Skífunnar á kr. 900 og einnig verða miðar seldir við inn- ganginn á þúsund krónur stykkið. Fimm stjörnu útgáfutónleikar Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bók- inni eru hverfandi að mati veð- mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. Höfundur bókanna um Potter, J.K. Rowling, hefur gefið það sterklega í skyn að aðalpersónan láti lífið í þessari síðustu bók serí- unnar. Snape, Draco Malfoy og Ron Weasley eru einnig nefndir sem líklegir banamenn Harrys. Veðmangarar hafa áður boðið upp á veðmál af þessu tagi, en ráð- gátan um hver skaut JR Ewing í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Dall- as, varð tilefni þess að miklum upphæðum var eytt í veðmál á átt- unda áratugnum. Harry Potter feigur „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarps- ins. „Þetta er ekkert leggjast-í- gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekk- ert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ Pétur segir atriðið ekki hafa fjallað um einstakan atburð í þjóð- lífi ársins. „Þetta er vísun í eitt- hvað sem áhorfendur skaupsins kannast við að einhverju leyti,“ segir Pétur og hlær. „Ég gef ekki mikið upp en samt hefur örugg- lega enginn annar tjáð sig jafn mikið um Skaupið og ég.“ „Við megum bara ekkert segja, það er í samningnum að þetta er hernaðarleyndarmál,“ segir Ari Eldjárn, einn handritshöfunda. „Ég er nú ekki búinn að sjá endan- lega útkomu, en það var lögð áhersla á það við okkur frá byrjun að þetta væri algjört leyndar- mál.“ Ari vildi heldur ekkert tjá sig um hvort skaupið yrði fyndið í ár eður ei. Dulir um efnistök Skaupsins Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða er að finna á vinbud.is 11:00 - 20:00 LOKAÐ Lau. 30. des Sun. 31. des Reykjavík og nágrenni Opnunartími vínbúða helst óbreyttur nema ofangreinda daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.