Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 35
Guðsmenn gera líka mistök í fjármálunum. Því fékk Guðni Már Harðarson prestur að kynnast er hann fjárfesti í hlutabréfum í Stoke. Þegar Íslendingar keyptu Stoke greip um sig knattspyrnuæði á Íslandi. Enska deildin fylltist af Íslendingum og við eignuðumst fyrsta þjálfarann okkar. Guðni var einn af þeim sem heilluðust og lét 100.000 krónur í hlutabréf í Stoke. „Stuttu eftir að ég keypti hlutinn var ég í mat hjá tengda- foreldrum mínum. Tengdafaðir minn, sem er mikill fjármálamóg- úll og klár í þeim efnum, heyrði frétt í útvarpinu um Stoke og sagði að kaup í klúbbnum væru eins og fleygja peningum út um glugga,“ segir Guðni, sem þorði ekki fyrir neina muni að segja frá kaupunum. „Ég þagði í marga mánuði þangað til ég loksins þorði að segja frá. Tengdapabbi reynd- ist sannspár en gengi bréfanna hefur lækkað um 60 prósent. Það var ekki lítið sem mér var strítt á þessu.“ Hlutabréfin í Stoke eru ekki einu slæmu kaupin sem Guðni hefur gert. „Ég var á bókamark- aði í Perlunni og sá þar Fjögur fræknu bækurnar. Fortíðarþráin kviknaði og ég keypti mér allar bækurnar á einhvern átta þúsund kall,“ segir Guðni. „Konan mín sagði við mig að þetta væri bara nostalgíukast og ég ætti aldrei eftir að lesa þær. Ég var nú á öðru máli og fór glaður heim með bæk- urnar. Ég held ég hafi lesið fjórar blaðsíður og svo ekki nennt að lesa meira.“ Hvar bækurnar eru núna er einfalt mál. Þær eru ekki hillu- stáss og ekki einu sinni í geymslu. Þær eru í sumarbústað foreldra Guðna þar sem hann er enn ólík- legri til að lesa þær. „Sumt er bara betra í minningunni og á að fá að lifa þar,“ segir Guðni hlæj- andi. Bestu kaup Guðna eru í formi farmiða sem skilaði honum til Taí- lands. „Það var ótrúleg ferð sem víkkaði sjóndeildarhringinn mikið og gerði mann mun víðsýnni,“ segir Guðni. „Miðinn var kannski dýr en þarna var ég í einn og hálf- an mánuð og eyddi svipuðu og á einni viku í London. Ég mæli með því að fólk skoði þennan kost þegar það ætlar að ferðast.“ Keypti hlutafé í Stoke Útsala er á jólaskreytingum í Blómavali. Blómaval, stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk, boðar nú sextíu prósenta afslátt af allri jólavöru. Nú er því rétti tíminn til að gera góð kaup fyrir næstu jólavertíð. Þá eru túlipanar á tilboði í Blóma- vali þessa dagana en tíu stykki kosta 990 krónur. Getur verið fal- legt að skreyta hús sín með lifandi blómum á myrkasta tíma ársins. Blómaval er með verslanir í Skútuvogi, Grafarholti, Kringlu, Smáralind, Akureyri, Selfossi og Keflavík. Jólavaran á slikk Útsalan er hafin í Tekk Comp- any. Veittur verður allt að sex- tíu prósenta afsláttur af verði. Sófar, borð, stólar og skápar eru meðal þess sem finna má á veru- legum afslætti í Tekk Company, en útsalan hófst þar í gær. Allt að sextíu prósenta afsláttur verður veittur af sófum, fimmtíu prósent af hægindastólum og fjörutíu pró- sent af borðum og stólum. Þá verður öll jólavara seld með fimmtíu prósenta afslætti og fjörutíu prósentum verður slegið af verði annarrar smávöru á borð við handklæði og rúmteppi. Tíu prósenta afsláttur verður veittur af vöru í versluninni sem ekki fer á útsölu. Opið verður frá tíu til sex á laugardag og níu til tólf á gamlárs- dag. Útsalan hafin í Tekk Company
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.