Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 35

Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 35
Guðsmenn gera líka mistök í fjármálunum. Því fékk Guðni Már Harðarson prestur að kynnast er hann fjárfesti í hlutabréfum í Stoke. Þegar Íslendingar keyptu Stoke greip um sig knattspyrnuæði á Íslandi. Enska deildin fylltist af Íslendingum og við eignuðumst fyrsta þjálfarann okkar. Guðni var einn af þeim sem heilluðust og lét 100.000 krónur í hlutabréf í Stoke. „Stuttu eftir að ég keypti hlutinn var ég í mat hjá tengda- foreldrum mínum. Tengdafaðir minn, sem er mikill fjármálamóg- úll og klár í þeim efnum, heyrði frétt í útvarpinu um Stoke og sagði að kaup í klúbbnum væru eins og fleygja peningum út um glugga,“ segir Guðni, sem þorði ekki fyrir neina muni að segja frá kaupunum. „Ég þagði í marga mánuði þangað til ég loksins þorði að segja frá. Tengdapabbi reynd- ist sannspár en gengi bréfanna hefur lækkað um 60 prósent. Það var ekki lítið sem mér var strítt á þessu.“ Hlutabréfin í Stoke eru ekki einu slæmu kaupin sem Guðni hefur gert. „Ég var á bókamark- aði í Perlunni og sá þar Fjögur fræknu bækurnar. Fortíðarþráin kviknaði og ég keypti mér allar bækurnar á einhvern átta þúsund kall,“ segir Guðni. „Konan mín sagði við mig að þetta væri bara nostalgíukast og ég ætti aldrei eftir að lesa þær. Ég var nú á öðru máli og fór glaður heim með bæk- urnar. Ég held ég hafi lesið fjórar blaðsíður og svo ekki nennt að lesa meira.“ Hvar bækurnar eru núna er einfalt mál. Þær eru ekki hillu- stáss og ekki einu sinni í geymslu. Þær eru í sumarbústað foreldra Guðna þar sem hann er enn ólík- legri til að lesa þær. „Sumt er bara betra í minningunni og á að fá að lifa þar,“ segir Guðni hlæj- andi. Bestu kaup Guðna eru í formi farmiða sem skilaði honum til Taí- lands. „Það var ótrúleg ferð sem víkkaði sjóndeildarhringinn mikið og gerði mann mun víðsýnni,“ segir Guðni. „Miðinn var kannski dýr en þarna var ég í einn og hálf- an mánuð og eyddi svipuðu og á einni viku í London. Ég mæli með því að fólk skoði þennan kost þegar það ætlar að ferðast.“ Keypti hlutafé í Stoke Útsala er á jólaskreytingum í Blómavali. Blómaval, stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk, boðar nú sextíu prósenta afslátt af allri jólavöru. Nú er því rétti tíminn til að gera góð kaup fyrir næstu jólavertíð. Þá eru túlipanar á tilboði í Blóma- vali þessa dagana en tíu stykki kosta 990 krónur. Getur verið fal- legt að skreyta hús sín með lifandi blómum á myrkasta tíma ársins. Blómaval er með verslanir í Skútuvogi, Grafarholti, Kringlu, Smáralind, Akureyri, Selfossi og Keflavík. Jólavaran á slikk Útsalan er hafin í Tekk Comp- any. Veittur verður allt að sex- tíu prósenta afsláttur af verði. Sófar, borð, stólar og skápar eru meðal þess sem finna má á veru- legum afslætti í Tekk Company, en útsalan hófst þar í gær. Allt að sextíu prósenta afsláttur verður veittur af sófum, fimmtíu prósent af hægindastólum og fjörutíu pró- sent af borðum og stólum. Þá verður öll jólavara seld með fimmtíu prósenta afslætti og fjörutíu prósentum verður slegið af verði annarrar smávöru á borð við handklæði og rúmteppi. Tíu prósenta afsláttur verður veittur af vöru í versluninni sem ekki fer á útsölu. Opið verður frá tíu til sex á laugardag og níu til tólf á gamlárs- dag. Útsalan hafin í Tekk Company

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.