Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 74
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir í kvöld leikinn
Ófagra veröld eftir skoska
leikskáldið Antony Neilson
en hann hefur á undanförn-
um misserum átt nokkrum
vinsældum að fagna meðal
leikhúsfólks. Heiti leiksins
er raunar tvöfalt í roðinu:
á frummálinu er heitið
Wonderful World of Dissoc-
ia – þýðandinn Þórarinn
Eldjárn kallaði það Lísu í
Sundralandi. Ófagra veröld
er sótt í orð Míröndu í Of-
viðrinu eftir Shakespeare:
„Brave new World – sem
Helgi Hálfdanarson þýddi:
Ó, fagra veröld.
Hér á landi hafa einungis tvö af
verkum Neilsons litið dagsins ljós
þar til í kvöld: Listaleikhús hinna
ungu setti á svið Penetrator í
Hampiðjunni og seinna leit dags-
ins ljós Sensorinn, bæði smáverk
miðað við þá heima sem Ófagra
veröld geymir. Það var frumsýnt
2004 í september í Tron-leikhús-
inu í Edinborg og fór þaðan í Kon-
unglegu leikhúsin í Edinborg og
Plymouth. Neilson leikstýrði
frumgerð verksins, smíðaði það
raunar á æfingatímanum.
Eftir áramótin verður frumgerð
verksins tekin upp á ný í Skot-
landi – Neilson eyðir því þessum
dögum í að sviðsetja verkið, rétt
eins og Benedikt Erlingsson hefur
gert á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins. Þar í húsi hefjast innan
skamms æfingar á fjórða verki
Neilsons sem hér kemur á svið
Líki í óskilum sem Steinunn
Knútsdóttir setur upp á Nýja
sviðinu.
Eins og margir breskir höf-
undar af yngri kynslóðinni hóf
Nelson störf á jaðrinum. Hann er
löngum talinn í hópi Blast-kyn-
slóðarinnar með Söru Kane og
Mark Ravenhill. Raunar stýrði
Neilson fyrsta flutningi á Shopp-
ing and fucking einu og hálfu ári
áður en það fór á svið.
Sjálfur leit hann fyrsta verk sitt
á sviði í Traverse-leikhúsinu í
Skotlandi sem hét Welfare my lov-
ely en Traverse hefur fóstrað
mörg ung bresk leikskáld. Annað
sviðsverk hans, Normal, var
frumsýnt á Edinborgarhátíðinni
en síðan flutt á Finborough Arms.
Penetrator leit dagsins ljós 1993 á
Edinborgarhátíðinni. Líkt og er
oft með verk smærri hópa fóru
verkin fyrst á svið í Edinborg í
tengslum við hátíðina þar en voru
svo flutt um set í smærri jaðar-
leikhús. Penetrator endaði á
Royal Court og þar með var Neil-
son kominn í innsta hring breskra
leikhúsa.
Sjálfur segist hann helst vilja
semja fyrir svarta kassa: leikhús
hins fágaða borgaraskapar eru
ekki hans: þó vill hann fyrir alla
muni ná til áhorfenda sem gerist
ekki nema í stærri og virtari
húsum. Heredity var leikið á
Royal Court og White Trash á
National Theatre Studio. Hann
segist forðast leikhús og leiksýn-
ingar á verkum annarra. Drauma-
miðill hans er kvikmyndin: Hann
hefur skrifað fyrir sjónvarp, átti
handrit að áætlaðri mynd fyrir
bíó sem byggði á Cracker og
annað handrit að hugsanlegri
kvikmynd eftir Prime Suspect, en
hvorugt varð að veruleika. Hann
samdi handrit og leikstýrði mynd-
inni Dept Collector 1999.
Síðustu fjögur árin hefur Neil-
son jöfnum höndum leikstýrt og
samið verk: Edward Gant’s Amaz-
ing Feats of Loneliness og Stit-
ching urðu bæði til með þeim
hætti, nánast samin um leið og þau
voru æfð. Á einu og sama árinu
komu þau ásamt The Lying Kind
fyrir almenningssjónir. Hann
vinnur nú að handritum fyrir kvik-
myndir og sjónvarp.
Sundraland var skáldinu umhugs-
unarefni um langan tíma áður en
það varð til í æfingum haustið
2004: fimmtungur þess var til
þegar þær hófust. Verkið fjallar
um tvo aðskilda heima geðsýki og
heilbrigðis. Það er tilraunakennt í
formi og því nokkur raun leik-
stjóra: Benedikt Erlingsson segir
vandann við sviðsetningu á Stóra
sviðinu vera þann að þar þurfi að
ákveða flesta hluti í undirbún-
ingsvinnu. Þar njóti leikstjórar
ekki sama frelsis og smærri svið
veiti.
Neilson gengst fúslega við að
verkið byggi á eigin reynslu: geð-
sýki þekkist í hans fjölskyldu eins
og margra annarra. Andlega
kvilla eigi menn ekki að forðast
heldur kynna sér með samtali við
þá sjúku. Hann viðurkennir að
verkið hafi orðið til á skeiði í hans
eigin lífi þegar hann var fokkað-
ur, takandi spítt í of miklu magni
og í sambúð við einstakling sem
gekk ekki heill til skógar. Hann
hafi verið læstur í hringekju.
Verkið beri saman heima brjál-
seminnar með sinni fullvissu,
angist og stórum tilfinningum og
hinn heiminn þar sem allt sé með
skikk og skipan: „Fólk hættir að
taka lyfin vegna þess að heimur
geðveikinnar er lifandi og fagurt
land, fullt af fögnuði, en byggir á
lögum sem eru kripplandi og
hræðileg.“
Í sviðsetningu kvöldsins er Bene-
dikt enn í samstarfi við Gretar
Reynisson en saman unnu þeir
Draumleik með miklum ágætum
á sama sviði. Leikhópurinn telur
átta: Ilmi Kristjánsdóttur, Berg
Þór Ingólfsson, Björn Inga Hilm-
arsson, Charlotte Böving, Guð-
mund Ólafsson, Margréti Helgu
Jóhannsdóttur, Þór Tulinius og
Þórhall Sigurðsson – Ladda. Auk
þeirra Gretars koma eftirtaldir
að sýningunni: hljóð annast Ólaf-
ur Örn Thoroddsen, lýsingu Hall-
dór Örn Óskarsson, leikgervi
gerir Sigríður Rósa Bjarnadóttir,
búninga Helga I. Stefánsdóttir
og tónlist Pétur Þór Benedikts-
son.
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus,
lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1
kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evrípídes
4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti
laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
Stóra sviðið kl. 20:00