Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 82
 Samkvæmt dönskum fjöl- miðlum er líklegt að Kári Árnason gangi til liðs við danska úrvals- deildarliðið AGF í Árósum þegar félagaskiptaglugginn opnar í jan- úar. Sjálfur staðfesti hann við Fréttablaðið í gær að hann ætti í samningaviðræðum við ákveðið félag en vildi ekki segja hvaða. Hann æfði með enska úrvals- deildarliðinu Charlton fyrir nokkr- um dögum en býst ekki við að neitt komi úr því. „Ég hef ekkert heyrt í þeim. Charlton er því væntanlega ekki inni í myndinni eins og er,“ sagði Kári. „Eins og er á ég í viðræðum við eitt ákveðið lið en önnur lið eru svo sem enn í myndinni.“ Fyrr í haust skoðaði Árni aðstæður norska úrvalsdeildar- liðsins Álasunds en hefur þegar hafnað því að ganga til liðs við það. Extra Bladet í Danmörku greindi frá því á dögunum að AaB hafi gert Kára tilboð sem hafi verið hafnað. Þess í stað sé talið líklegt að hann gangi til liðs við AGF. Guðlaugur Tómasson, umboðs- maður Kára, sagði í samtali við blaðið að hann teldi sjálfur mikla möguleika á því að hann kæmi til með að spila í Danmörku. „Hann er hrifinn af danska leikstílnum og ef hann heldur áfram að spila á Norðurlöndunum verður það í Danmörku,“ er haft eftir Guðlaugi. Samkvæmt Extra Bladet er til- boð á borðinu frá AGF sem hljóðar upp á tíu milljónir króna í árslaun. Kári mun vera að skoða það til- boð. Hann er þó enn samningsbund- inn sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgården og verður það til árs- ins 2008. Hann segir margar ástæður fyrir því að hann vilji fara frá liðinu, bæði persónulegar og hvað varðar fótboltann sjálfan. Sigurður Jónsson tók nýverið við þjálfun liðsins en hann þjálfaði Kára áður hjá Víkingi. „Auðvitað togar það í mig að spila aftur fyrir Sigga en ég var búinn að ákveða að fara áður en hann var ráðinn.“ Það er einnig talið skipta máli í með ákvörðun Kára að kærasta hans mun vera í námi í Árósum. Kári á leið til AGF í Danmörku? Erlendur mun vera með báðum liðum Keith Vassell hefur gengið til liðs við ÍR sem leikur í Iceland Express-deild karla. Þetta staðfesti Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Hann verður löglegur með liðinu 18. janúar næstkomandi en er þessa stundina staddur erlendis í jólafríi. Vassell tók við þjálfun Fjölnis í haust en hætti skömmu eftir að Bárður Eyþórsson hætti með ÍR. Bárður fór að þjálfa Fjölni í hans stað og nú er Vassell kominn til ÍR. Þá mun Haukum berast liðstyrkur á nýju ári en Kevin Smith hefur verið látinn fara frá félaginu. Í hans stað kemur Wayne Arnold og þá mun Predrag Novakovic frá Serbíu einnig fara til Hauka. Vassell til ÍR Garðar Jóhannsson mun halda til Noregs 3. janúar næstkomandi og væntanlega skrifa undir samning við úrvals- deildarliðið Fredrikstad. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Upphaflega fór hann til liðsins í ágúst en þá hljóp snurða á þráðinn er í ljós kom að félaga- skiptin voru ólögleg. En nú hefur það allt verið leyst. „Ég er fyrst og fremst feginn að þessu öllu sé lokið. Þetta hefur verið langur og erfiður tími,“ sagði Garðar. Félagi hans í Valsliðinu, Birkir Már Sævarsson, mun að öllum líkindum verða samferða Garðari til Fredrikstad og æfa með liðinu í vikutíma eða svo. Garðar semur við Fredrikstad Keflvíkingar eiga von á nýjum Bandaríkjamanni til liðs við sig á nýju ári, en í fyrradag sendu þeir Tim Ellis til síns heima. Nýi leikmaðurinn heitir Ismael Mohammad, 23 ára gamall og lék áður með Georgia Tech- háskólanum í Bandaríkjunum. „Hann er ágætur framherji. Ég hef séð leiki með honum og mér líst ágætlega á hann. Það er bara vonandi að hann henti liðinu. Ég hef trú á því, hann er svona liðsspilari,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur. Nýr kani á leið til Keflavíkur Í gærkvöldi var kjöri íþróttamanns ársins lýst á Grand Hotel og varð handknatt- leiksmaðurinn Guðjón Valur Sig- urðsson fyrir valinu í ár. Hann hlaut 405 stig af 460 mögulegum og var 72 stigum á undan næsta manni, Eiði Smára Guðjohnsen knattspyrnumanni. Eiður var kjör- inn íþróttamaður ársins síðustu tvö ár. Sá sem var handhafi sæmdar- heitisins síðustu tvö ár á undan Eiði, Ólafur Stefánsson handknatt- leiksmaður, lenti í þriðja sæti kjörsins. Guðjón Valur var að vonum ánægður með tilnefninguna. „Ég er að alveg rosalega ánægður og gríðarlega stoltur að hafa fengið þessa viðurkenningu. Það er alltaf gaman þegar verk manns eru við- urkennd og eftir manni er tekið. Þetta breytir engu sérstöku hjá mér, ekki æfingunum eða hand- boltanum úti, en það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að tilheyra svona glæsilegum tíu manna hópi og hvað þá að fá að vinna þetta,“ sagði Guðjón Valur og sagði að þetta að hafi komið sér í opna skjöldu. „Ég verð að segja alveg eins og að viðurkenna að þetta kom mér gríðarlega á óvart. Það eru frá- bærir íþróttamenn í þessum hóp. Ég þarf auðvitað ekki að nefna alla en t.d. Eiður, Ólafur, Auðunn og Ásthildur, þetta eru einfaldlega frábærir íþróttamenn.“ Guðjón Valur var ekki viss hvort hægt væri að toppa þetta ár. „Það yrði erfitt en við skulum vona það. Þessi titill er ekkert sem hægt er að stefna að, þetta er ein- faldlega gríðarlegur heiður. Árið er að vísu ekki búið, ég flýg út á morgun til að spila síðasta leikinn á laugardaginn og það er bara von- andi að maður nái að enda þetta ár með sigri.“ Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Guðjóni en hann var ekki vafa á því hvaða atburður hafi staðið uppúr. „Sigrarnir gegn Svíum voru alveg einstök upplifun. Ég hef aldrei upplifað það með lands- liðinu áður að það hafi verið troð- full Laugardalshöll og svona rosa- lega stemmning. Þetta er það sem við óskum okkur alltaf og þetta var held ég toppurinn á árinu hjá mér.“ Hverju þakkar Guðjón Valur þann árangur sem hann hefur náði í handboltanum? “Ég kem frá mjög góðu og heilbrigðu heimili þar sem mér voru tamdar lífsregl- urnar snemma. Ég hef líka verið mjög heppinn með félög. Ég byrj- aði hjá Gróttu og var með mjög færa þjálfara sem lögðu mikla vinnu í mig og nenntu að hlusta á bullið í manni. Ég hef líka verið að spila með liðum þar sem er mjög skemmtilegur mórall og einnig spilað með mjög góðum leikmönn- um sem bæta mann sjálfan. Það held ég að skipti miklu máli því í hópíþróttum þá nær maður engum árangri svona einn og yfirgefinn,” sagði Guðjón Valur. Heimsmeistarakeppnin í hand- bolta hefst í næsta mánuði og Guð- jón Valur sagði að óneitanlega væru leikmenn farnir að huga að þeirri keppni. “Maður er farinn að huga aðeins að því en það fyrsta hjá mér að klára núna síðasta leikinn á laugardaginn og komast heill frá honum. En mér líkar aldrei við að giska á sæti. Við þurfum einfald- lega að setja stefnina á að vinna þann leik sem við erum að spila og sjá hvar við endum.” Guðjón Valur fékk að gjöf 500 þúsund krónur við verðlauna afhendinguna í gær og hann sagð- ist ætla að gefa þá peninga til Styrktarsjóð Umhyggju, sem er sjóður þar sem foreldrar lang- veikra barna geta leitað sér aðstoð- ar. Frábært framtak hjá frábær- um íþróttamanni. Guðjón Valur tók við nýrri styttu sem fylgir sæmdarheitinu en sú gamla var afhent í síðasta skipti í fyrra og hefur nú verið falin Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og nýttu allir 23 meðlimir samtakanna kjörrétt sinn að þessu sinni. SÍ fagnaði 50 ára afmæli á árinu sem er að líða. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður með Gummersbach í Þýskalandi, var í gær kjörinn íþrótta- maður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Eiður Smári Guðjohnsen varð annar í kjörinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.