Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 38
Hverjir voru hvar um jólin 29.12.062 FÖSTUDAGUR [7°] LAUGARDAGUR [6°] SUNNUDAGUR [2°] Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Andri Ólafsson, andri@minnsirkus.is, Breki Logason, breki@minnsirkus.is, Dröfn Ösp Snorradóttir, drofn@minnsirkus.is, Heimir Hermannsson, heimir@minnsirkus.is, Helga Ólafsdóttir, helga@minnsirkus.is Yfirmaðursirkusmiðla Árni Þór Vigfússon arni@minnsirkus.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is SIRKUS 1. Þú ætlar ekki að drekka matarolíu til þess að undirbúa magann. 2. Það er enginn matur á gamlárskvöld, bara sérrí. 3. Þú ert bara með Rúv+. 4. Þú fékkst kassa af rauðvíni í jólagjöf. 5. Þú læsist inni á lagernum hjá ÁTVR. 6. Þú dettur í það í fyrsta skiptið á gamlárs. ATRIÐI SEM BENDA TIL ÞESS AÐ... ...þú verðir dauður fyrir Skaup „Ég hlakka ótrúlega til að koma aftur til Íslands,“ sagði Jonas Basshunter þegar Sirkus spjallaði við hann í vikunni en hann kemur til Íslands í dag, verður fram yfir áramót og heldur fimm tónleika víðs vegar um landið. Jonas segist himinlifandi yfir viðtökunum sem hann fékk þegar hann hélt tónleika hér á landi fyrir skömmu og ætlar að endur- gjalda aðdáendum sínum stuðninginn með óvæntum glaðningi á tónleikunum. Jonas vill ekki gefa upp hver glaðn- ingurinn sé en gefur í skyn að um nýjan danssmell sé að ræða. Þegar á Jonas fyrir tvo smelli sem gert hafa allt vitlaust á árinu. Í bæði jákvæðri og neikvæðri merkingu þess orðs. Því annað hvort elskar fólk Basshunter og lögin hans eða hatar. Boten Anna er til dæmis líklega það lag sem flestir hafa fengið á heilann á árinu 2006. Það þurfti ekki beinlínis að pína Jonas til að koma aftur hingað til lands því ónefnd íslensk stúlka hefur fangað hug hans. Það er ekki laust við það að kallinn æsist allur upp þegar hann er spurður út í viðskipti sín við þessa huldukonu. „Ég kynntist stelpu hérna á Íslandi þegar ég var á landinu. Við höfum verið í töluverðu sambandi síðan og ég ætla að hitta hana þegar ég kem. Ég ætla ekki að segja hvað hún heitir en segi þó að mér finnst hún frábær.“ Jonas er að vinna í því að fá fjölskyldu sína með til landsins og gera tónleikaferðina að eins konar fjölskylduferð. „Mig langar til að fara með þeim í hvalaskoð- un. Ég hef aldrei séð hval og það yrði frábær upplifun. Ég vona að mér gefist tækifæri til að gera þetta á meðan ég dvel á Íslandi.“ Þeim sem hafa áhuga á að sjá Basshunter á tónleikum er bent á flass.is en þar verður hægt að kaupa miða á herlegheitin. BASSHUNTERINN SNÝR AFTUR OG ÆTLAR NÚ Í HVALASKOÐUN Á íslenska kærustu Basshunterinn Mættur aftur og er nú kominn með íslenska kærustu. Flestir nota jólahátíð- ina til þess að slappa af og lesa kannski eins og eina góða bók. Aðrir líta á þetta sem fínan vettvang til skemmtana. Þeir sem á skólabekk sitja sleppa sér eftir langan próflestur um jólin. Þessa jóladaga sáust einhverjir frægir á djamminu. Endurkoma Eiðs Smára frá Barcelona er það sem stendur upp úr en hann sást á Oliver. Þar sáust einnig Ásgeir Kolbeins, Árni Þór Vigfússon og Jóhann Guðlaugsson fyrrverandi Svarta kortsmaður. Handboltamenn- irnir Vignir Svavarsson og Haraldur Þorvarðar- son, markahæsti línumaðurinn í deildinni, voru elstu mennirnir inni á Hverfisbarnum. Ottó Tynes var skítblankur á Ölstofunni á meðan Dóri DNA og rappvinir hans rúlluðu á milli Thorvaldsen og Priksins. Thelma Þormars- dóttir ofurmódel var með vinkonum sínum á Sirkus. Einn besti plötusnúður bæjarins Ghozt sást ásamt Brunhein félaga sínum á Pravda í góðum fíling. Ljósmyndarinn Nína Björk sást einnig á Vegamótum um jólin. Á rið 2006 var ágætt ár. Ég heyrði af endurskoðanda í Reykjavík sem fékk tannpínu á árinu. Var hann að drepast og hringdi í tannlækninn sinn. Sá var frekar upptek- inn og sagðist ekki eiga tíma í bráð en bað hann að harka þetta af sér. Næsta dag hringir tannsi í hádeginu og spyr endurskoðandann hvort hann geti ekki komið um þrjúleytið. Með píku- hár á milli tannanna R ambaði endurskoðandinn út í bíl klukkutíma fyrir tímann en þurfti þá að keyra heim til sín í Grafar- voginn til þess að skipta um föt. Þetta var jú nokkur aðgerð. Þegar heim er komið var eiginkonan að baka smákökur inni í eldhúsi. Á meðan endurskoðandinn skiptir um föt í snatri segist konan vilja fá eitthvað frá manninum. Hann hafði ekkert fengið síðust þrjá mánuði og varð frekar pirraður. „Ekki akkúrat núna, ég er á hraðferð.” I nnan skamms er hann byrjaður að sleikja frúna uppi á eldhúsborði því hún hótaði frosti næstu þrjá mánuði ef ekkert gerðist. Endurskoðandinn dreif þetta af og kláraði svo að klæða sig í jogginggallann. Á ljósunum uppi á Höfðabakkabrúnni er honum svo litið í spegilinn og sér þar píkuhár á milli tannanna. Hann reynir að taka það í burtu en það kemur grænt ljós og hárið verður eftir á milli tannanna. Ð e lónlí blú bojs hljómuðu á tannlæknastofunni þegar endurskoðandinn hlammaði sér í stólinn. Hann opnar munninn og þá springa tannlæknirinn og klinkan úr hlátri. Strákurinn er fljótur að átta sig á aðstæð- um og spyr hvort það sé píkuhárið á milli tannanna sem kætir. Tannlæknirinn verður hissa á svipinni en svarar: „Nei, þú ert bara með kúk á hökunni.“ Gleðilegt ár og hafið það gott um áramótin. Breki Logason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.