Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 4
Atlantsolía - Vesturvör 29 - Sími 591 3100 atlantsolia@atlantsolia.is Engar tapaðar kvittanir Nú er hægt að tengja Dælulykilinn við netfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur sjálfkrafa pdf- kvittun með tölvupósti. Kvittun í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 6 0 7 0 6 RSK Skráning í síma: 591-3100 Faglega ábyrgð á starf- semi meðferðarheimilisins Byrg- isins bera Guðmundur Jónsson og læknarnir Ólafur Ólafsson og Magnús Skúlason. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar Jónssonar og Jóns A. Einarssonar, fyrir hönd stjórnar sjálfseignarstofnunar Byrgisins, við sjö spurningum Magnúsar Stefánssonar félags- málaráðherra sem lagðar voru fyrir stjórnina 19. desember. Fréttablaðið hefur spurningarnar og svörin undir höndum. Svörin voru meðal þess sem rætt var um á fundi í félags- málaráðuneyt- inu í gær er full- trúar frá ráðuneytinu, Reykjavíkur- borg, lögregl- unni í Reykjavík, embætti land- læknis og Fast- eignum ríkis- sjóðs sátu fundinn. Ráðherra spurði sérstaklega að því hver væri ástæða þess að yfir- lýsing um greiðslu á styrk frá félagsmálaráðuneytinu til Byrgis- ins, dagsett 21. október 2003, væri „ekki undirrituð af hálfu styrk- þega?“ Stjórnin svarar því til að samninganefnd félagsmálaráðu- neytisins hafi ákveðið einhliða hvernig samningur, um hversu marga skjólstæðinga Byrgið skyldi veita húsaskjól, myndi hljóða. Á þeim forsendum hefði verið óþarft að undirrita samning- inn. Ráðherra spyr einnig að því hvernig stjórn Byrgisins svari „þeim ásökunum sem fram hafa komið í fjölmiðlum varðandi starf- semi Byrgisins og til hvaða aðgerða“ hún hyggist grípa af því tilefni. Guðmundur og Jón mót- mæla því að Byrgið hafi í óleyfi rekið afeitrunardeild en nefna þó að fólk sem kemur í meðferð í Byrgið dvelji á „aðhlynningar- deild“ í 10 daga áður en hefðbund- in meðferð hefst. Tóku þeir ekki frekari afstöðu til annarra álita- efna en greindu frá að Guðmund- ur hefði verið kærður til lögreglu og það mál væri til rannsóknar. Guðmundur hefur tímabundið hætt störfum sem forstöðumaður en Jón gegnir nú stöðu forstöðu- manns. Í svari Guðmundar og Jóns fyrir hönd stjórnarinnar kemur fram að Leifur A. Ísaksson hafi sagt sig úr stjórn Byrgisins 21. desember eftir að umfjöllun um Guðmund og kynferðislegt sam- band hans við skjólstæðinga Byrgisins komst í hámæli eftir umfjöllun í fréttaskýringaþættin- um Kompási á Stöð 2. Ráðherra spyr einnig hver sé „mælanlegur árangur af starf- semi Byrgisins“ frá 1. janúar 2004 til desember 2006. „Árangurs- skýrsla vegna framangreinds tíma hefur ekki verið gerð,“ segir í svari Guðmundar og Jóns. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins hefur ekki náðst í Guðmund Jónsson undanfarna daga. Hilmar Baldursson, lögmað- ur hans, hefur ekki getað haft milligöngu um að Guðmundur tjái sig um málefni Byrgisins við Fréttablaðið eins og óskað hefur verið eftir. Guðmundur, Ólafur og Magnús bera faglega ábyrgð Stjórn Byrgisins telur ótvírætt að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið hafi átt að hafa eftirlit með starfsemi Byrgisins. Forstöðumaður og læknar bera ábyrgð á faglegu starfi samkvæmt svari til ráðuneytis. Suður-kóreska ríkisstjórnin hefur boðið körlum fé, lofi þeir í staðinn að kaupa ekki þjónustu vændiskvenna eftir árslokaveislur fyrirtækja. Ákvörðunin er liður í tilraun stjórnvalda til að breyta veislu- hefðum landsmanna, en ötullega er nú barist gegn vændi og mansali. Um 1.300 fyrirtæki tóku þátt í aðgerðinni og fengu karlkyns starfsmenn til að skrifa nafn sitt á lista, þar sem þeir lofa ofan- greindu. Það fyrirtæki sem hefur flesta þátttakendur hlýtur sem svarar 360.000 íslenskum krónum í verðlaun. Fé fyrir að forð- ast kaup á blíðu Rússneskur karl- maður tilkynnti starfsfólki flugvélar sem hann var farþegi í að hann væri með sprengju og neyddi flugstjórann til að lenda á Ruzyne-flugvellinum í Prag í gærmorgun. Vélin var á leið frá Moskvu til Genfar þegar atvikið varð, en maðurinn heimtaði að vélinni yrði flogið til Afríku. Starfsfólki vélarinnar tókst að róa manninn niður um borð í vélinni. Hann særðist lítillega í átökunum, en lögregla gaf ekki upp hver meiðsl hans voru. Tékknesk stjórnvöld sögðu að þau teldu ekki að um hryðju- verkamann hefði verið að ræða. Ekki lá ljóst fyrir hvort maðurinn hefði verið drukkinn þegar hann reyndi flugránið. Misheppnað flugrán yfir Tékklandi Vopnað rán var fram- ið í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garða- bæ í fyrrakvöld. Maðurinn, sem var með hulið andlit, í kuldagalla og með lambhúshettu, réðst inn í versl- unina um klukkan ellefu. Starfs- maður verslunarinnar tilkynnti lög- reglu um málið og sagði hann dökkklæddan mann hafa komið hlaupandi að honum og slegið hann í andlitið þannig að hann datt í gólf- ið. Maðurinn var vopnaður járn- stöng sem hann ógnaði tveimur starfsmönnum með en beitti ekki að öðru leyti. Hann hrifsaði til sín pen- inga úr peningakassanum, kvöldsöl- una sem nam tugum þúsunda, og hvarf svo út í myrkrið. Enginn viðskiptavinur var í versluninni og ræninginn, sem var einn á ferð, vann starfsfólkinu ekki mein að öðru leyti. Lögreglan í Hafnarfirði handtók fjóra menn, sem eru átján og nítján ára, í tengslum við rannsókn máls- ins síðdegis í gær. Lögreglan yfirheyrði mennina til skiptis í gærdag og fram á kvöld. Mennirnir voru ekki samvinnuþýð- ir og vildu lítið segja við lögregl- una. Ekki var kominn botn í málið á níunda tímanum í gær en lögreglan bjóst við því að mennirnir myndu tjá sig um málið fyrr en síðar. Að sögn lögreglunnar hafa allir mennirnir komið við sögu lögregl- unnar áður, en þó aldrei fyrir jafn gróf brot. Lögreglan segir að einn mannanna sé á sakaskrá fyrir fíkni- efnabrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.