Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið
Þegar jólin nálgast, fara jólasveinarnir á kreik. Þegar
kosningar nálgast, birtast þeir
Stefán Ólafsson og Þorvaldur
Gylfason. Fyrir þingkosningarnar
2003 héldu þeir því fram, að
fátækt hefði aukist á Íslandi. Í
ljós kom, að þeir áttu við hlut-
deild tekjulægsta hópsins í
heildartekjum, og þrátt fyrir
hærri tekjur þessa hóps hafði
þessi hlutdeild minnkað eitthvað,
af því að heildartekjur höfðu
aukist stórkostlega vegna fleiri
tekjuhárra manna. „Fátækt“ í
skilningi þeirra Stefáns og
Þorvalds hafði aukist, af því að
Björgólfur Guðmundsson og
Jóhannes í Bónus voru orðnir
miklu ríkari, þótt enginn hefði
orðið fátækari í venjulegum
skilningi orðsins, heldur allir
orðið ríkari.
Rökréttasta ráðið gegn slíkri
„fátækt“ var auðvitað að hrekja
ríka menn af landinu, svo að
tekjuskipting yrði jafnari, jafnvel
þótt allir yrðu fátækari fyrir
vikið. Stefán kynnti líka fyrir
síðustu kosningar skýrslu, sem
Harpa Njálsdóttir hafði gert á
fátækt. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, forsætisráðherraefni
Samfylkingarinnar og fyrrver-
andi borgarstjóri í Reykjavík,
vitnaði síðan óspart í þau Stefán
og Hörpu. En snarlega var hætt
að tala um málið, þegar á það var
bent, að Ingibjörg Sólrún hafði í
borgarstjóratíð sinni skert
stórlega kjör tekjulægsta hóps
borgarbúa.
Nú halda þeir Stefán og
Þorvaldur því fram, að ójöfnuður
hafi aukist á Íslandi. Þeir eiga við
hið sama og fyrir fjórum árum,
að hlutdeild tekjulægsta hópsins í
heildartekjum hafi minnkað (þótt
ráðstöfunartekjur þessa tekju-
lægsta hóps hafi raunar aukist
síðustu ár um 30%). En þeir þegja
um ástæðuna. Hún er, að heildar-
tekjurnar hafa hækkað mikið,
vegna þess að fjármagnstekjur
hafa myndast við hliðina á
venjulegum launatekjum. Dr.
Benedikt Jóhannesson stærð-
fræðingur hefur reiknað út, að
tekjuskipting á Íslandi sé
tiltölulega jöfn og svipuð því, sem
gerist á Norðurlöndum, sé ekki
tekið tillit til fjármagnstekna.
Með öðrum orðum hefði
áhyggjuefni þeirra Stefáns og
Þorvalds ekki orðið til, hefðu
fjármagnstekjur ekki myndast.
Þá hefðu þeir ekki getað talað í
hneykslunartón um ójöfnuð. En
fjármagnstekjur eru hér nýtt
fyrirbrigði. Áður var slíkt
fjármagn annaðhvort ekki til eða
í höndum ríkisins. Engar tekjur
eru af fjármagni, sem er ekki til,
og tekjur af fjármagni í höndum
ríkisins voru litlar og stundum
minni en engar. Allir muna, þegar
varð að leggja ríkisbönkunum til
stórar fjárhæðir úr ríkissjóði.
Fjármagn í höndum ríkisins
var uppspretta feikilegs ójafnað-
ar, því að aðgangur að því fór
eftir stjórnmálaítökum. Menn
skiptust í flokksgæðinga og
venjulegt fólk, sem þurfti að bíða
fyrir utan bankana í löngum
röðum frá því snemma á morgn-
ana eftir því einu að fá nei frá
bankastjórum. Með því að færa
fjármagnið úr höndum ríkisins
tókst að stórauka jöfnuð á Íslandi.
Nú skammta vextir lán, ekki
fulltrúar stjórnmálaflokka.
Fjármagn, sem var áður
hálfdautt og engum til gagns, er
nú sprelllifandi og ber mikinn
ávöxt. Bankar greiða á þessu ári
12 milljarða í tekjuskatt. Fjár-
magnstekjur nema á þessu ári að
minnsta kosti 18 milljörðum.
Hefðu þeir Stefán og Þorvaldur
unnið það til að missa af þessum
tekjum í ríkissjóð, svo að tölur
Efnahagssamvinnu- og þróunar-
stofnunarinnar í París um
tekjuskiptingu á Íslandi hefðu
litið betur út frá sjónarmiði
jafnaðarmanna?
Jöfnuður hefur aukist hér á
fleiri sviðum. Hér er ekkert
atvinnuleysi, en það er mikið úti í
Evrópu. Þar er mikill ójöfnuður
milli launþega og atvinnuleys-
ingja, og beita launþegar óspart
ríki og verkalýðsfélögum til að
koma í veg fyrir sveigjanlegri
vinnumarkað, sem væri atvinnu-
leysingjunum í hag. Aukinn
jöfnuður á Íslandi hlýst líka af
því, að ríkið hefur greitt upp
skuldir sínar. Annars hefði verið
hér ójöfnuður milli núlifandi
kynslóðar og komandi kynslóða.
Óhófleg skuldasöfnun ríkisins
merkir, að skattgreiðendur hér og
nú taka til láns af skattgreiðend-
um síðari tíma án samþykkis
þeirra.
Síðast, en ekki síst, hefur
jöfnuður aukist vegna þess, að
fleiri greiða nú tekjuskatt en
áður, en skiptast ekki í skattleys-
ingja og skattgreiðendur,
þiggjendur og veitendur. Margir
úr tekjulægsta hópnum höfðu
áður svo lágar tekjur, að þeir
greiddu ekki skatta. Nú hafa
tekjur þeirra hækkað nóg til þess,
að þeir greiða skatta. Þetta kalla
þeir Stefán og Þorvaldur, að
skattbyrði þeirra hafi þyngst.
Þetta kalla ég, að þeir séu orðnir
aflögufærir.
Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk
yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opin-
berrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrir-
tækið Matís ohf. Það er stofnað upp úr
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Mat-
vælarannsóknum á Keldnaholti og rann-
sóknarstofu Umhverfisstofnunar. Hluta-
bréf er eitt eins og fyrri daginn enda
hlutaféð allt í eigu ríkisins og starfsmenn
því strangt til tekið eftir sem áður í þjónustu ríkis-
ins. Það eina sem kemur til með að breytast eru
réttindi starfsmanna þegar til lengri tíma er litið.
Við sambærilegar aðstæður hafa stéttarfélögin
reynt að lágmarka skaðann og iðulega hefur tekist
að ná rammasamkomulagi um ýmsa grunnþætti. Í
því sambandi má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar
og í burðarliðnum er samkomulag SFR við hlutafé-
lagavætt RARIK. Eitt hefur reyndar alltaf staðið út
af en það eru lífeyrismál starfsmanna því fram til
þessa hafa hlutafélagavæddar stofnanir neitað ný-
ráðnum starfsmönnum um aðild að A-deild Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins enda þótt félagsmönn-
um í BSRB, BHM og KÍ sé heimill aðgangur að
deildinni lögum og reglum samkvæmt.
Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flest-
um stjórnum hlutafélagavæddra fyrir-
tækja gagnvart starfsmönnum og stétt-
arfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla
að slá flest fyrri met. Félagið neitar
nefnilega að gera rammasamkomulag
sem vísar inn í framtíðina við stéttarfé-
lög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriks-
son, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti
því yfir á fundi með starfsmönnum
skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að
leggjast yfir kjarasamningagerð með
stéttarfélögum. Þess í stað hafa starfs-
menn verið króaðir af einn og einn þar
sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðning-
arsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna
segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur
státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggju-
félagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu
aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að
grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að
Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu
til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir hand-
hafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgð-
ar í þessu máli?
Höfundur er formaður BSRB.
Andstaða við stéttarfélög
Jöfnuður hefur aukist!
E
nn á ný er flugstjórnarmálum á Íslandi stefnt í óefni af
völdum flugumferðarstjóra. Þeir hafa oft á undanförn-
um árum haft uppi miklar kjarakröfur, og virðist hafa
orðið töluvert ágengt í krafti stöðu sinnar við að sinna
mikilvægum störfum við flugumferðarstjórn á mjög
stóru svæði á hafinu í kringum Ísland.
Það eru reyndar ekki aðeins flugumferðarstjórar hér á landi
sem hafa sett flug á ákveðnum svæðum í uppnám, því kollegar
þeirra hafa oft á tíðum valdið miklum truflunum á flugumferð
með aðgerðum sínum víða um heim. Þetta virðist fylgja flugum-
ferðarstjórum hverrar þjóðar sem þeir eru.
Grunnorsökin að uppnámi flugumferðarstjóra að þessu sinni
er breytt rekstrarfyrirkomulag flugstjórnarmála hér á landi.
Stofnað var fyrr á árinu sérstakt félag um flugumferðarþjón-
ustuna hér, eins og dæmi um annars staðar. Þetta félag á að
taka formlega til starfa á nýársdag, en það blæs ekki byrlega
fyrir um rekstur þess á fyrstu starfsdögum. Fyrirsjáanlegt er
að truflanir verða á flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu,
en vonandi hefur sú truflun ekki alvarlega atburði í för með sér.
Langstærstur hluti starfsmanna Flugmálastjórnar hefur ákveð-
ið að færa sig yfir til hins nýja félags, sem verður svokallað
opinbert hlutafélag líkt og stefnt er að með Ríkisútvarpið. Það
er eðlilegt að starfsmenn, sem lengi hafa verið opinberir starfs-
menn, beri ugg í brjósti þegar rekstrarfyrirkomulagi stofnana
þeirra er breytt, og á það ekki síst við um eldri starfsmenn og
ekki síst hvað varðar lífeyrissjóðsmál allra starfsmanna þess-
ara stofnana. Samkvæmt yfirlýsingum ráðamanna, hefur líf-
eyrisréttur flugumferðarstjóra verið tryggður, þannig að þeir
eiga ekki að tapa neinu á því sviði. Þeir einir meðal starfsmanna
Flugmálastjórnar hafa hins vegar notað tækifærið til að knýja á
um breytt og betri kjör, þrátt fyrir að þeir séu með gildan kjara-
samning sem ekki rennur út fyrr en árið 2008.
Flugmálayfirvöld máttu vita að flugumferðarstjórar yrðu
ekkert lamb að leika sér við þegar kæmi að breyttu rekstrarfyr-
irkomulagi, og því hefðu þau átt að vera við því búin að þurfa
að fara samningaleiðina í þessu máli. Stífni á þeim vængnum í
samskiptum við óbilgjarna flugumferðarstjóra gæti orðið okkur
dýrkeypt.
Forvígismenn í flugi hér á landi unnu kraftaverk með því að
byggja upp íslenska flugstjórnarsvæðið, en nú eru blikur á lofti
varðandi það. Það er mjög slæmt afspurnar fyrir okkur að þessi
deila sé nú komin í mikinn hnút. Hætta er á að aðrar þjóðir taki
nú yfir hluta af stjórn á svæðinu með nýju ári, og það gæti því
orðið erfitt að heimta þann hlut aftur. Flugfélög sem stunda flug
milli meginlands Evrópu og Ameríku verða fljót að láta í sér
heyra, ef þau geta ekki notað hagkvæmustu leiðir yfir hafið, og
flugumferðarstjóradeilan á Íslandi fer að hafa áhrif á eldsneyt-
iskostnað og flugtímann á milli mikilvægra áfangastaða þeirra.
Það er því mikið í húfi fyrir okkur að geta haldið uppi eðlilegri
starfsemi á íslenska flugstjórnarsvæðinu, en það virðist hins
vegar stefna í minni og lakari þjónustu vegna þess að flugum-
ferðarstjórar ætla sér að ná verulegum kjarabótum út á breyt-
ingar á rekstri flugumferðarþjónustunnar hér.
Flugstjórnarmál
enn í uppnámi