Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 12
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Í gær var fyrsti dagur- inn í árlegri pílagrímagöngu mús- líma til Mekka, sem stendur fram á mánudag. Pílagrímarnir gengu í gær, eins og gert er á hverju ári, þrettán kílómetra leið í gegnum eyðimerkurdal frá Mekka til Mína, allir íklæddir hvítum kyrtlum til þess að minna á að allir menn eru jafnir fyrir guði. Búist er við að nærri þrjár milljónir múslíma leggi leið sína þangað í ár, þar af er tæpur helm- ingur frá Sádi-Arabíu en aðrir eru aðkomumenn víðs vegar að úr heiminum. Fjöldinn er svo gífurlegur að oft stafar stórhætta af. Fyrir ári létust meira en 260 manns í troðn- ingnum og hafa stjórnvöld í Sádi- Arabíu árum saman verið sökuð um að gæta ekki nógu vel að öryggi pílagrímanna. Nú í ár hafa þau hins vegar varið miklu fé til þess að bæta alla aðstöðu við hina helgu staði til þess að umferð hinna gangandi pílagríma gangi greiðar fyrir sig. Þá hafa meira en 30 þúsund lög- reglumenn verið sendir á vett- vang og ferðalangarnir eru sér- staklega beðnir um að hafa engan farangur með sér í gönguna, þar sem troðningurinn á síðasta ári hófst með því að nokkrir ferða- menn hrösuðu um farangur í mannfjöldanum. Pílagrímaferð til Mekka er ein af fimm frumskyldum múslíma. Þeim ber að fara í slíka ferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafa heilsu til þess og efni á því. Pílagrímarnir dvelja í Mekka og nágrenni í nokkra daga og fylgja þar hefðum sem eru í mjög föstum skorðum. Í gær gengu þeir í kringum Kaaba, svarta kassa- laga steinbyggingu sem er helg- asti staður íslams. Gengið er sjö sinnum rangsælis í kringum Kaaba, þrisvar hratt og síðan fjór- um sinnum á eðlilegum göngu- hraða. Í dag halda þeir frá Mekka til Mína þar sem þeir dveljast í stór- um tjaldbúðum yfir nótt, og þaðan liggur leiðin síðan til fjallsins Arafat þar sem farið er með bænir. Mesta hættan fyrir pílagrím- ana hefur orðið undir lok ferðar- innar þegar þeir safnast saman við þrjár steinsúlur í Mina til þess að kasta í þær grjóti og eru þá með táknrænum hætti að grýta djöfulinn. Nú í ár er andrúmsloftið mark- að af áhyggjum múslíma af átök- um í Írak, fyrir botni Miðjarðar- hafs og nú síðast í Sómalíu. Spenna milli súnní-múslíma og sjía er mikil, einkum þó í Írak, en báðar þessar meginfylkingar sameinast í pílagrímaförinni. Pílagrímar streyma til Mekka Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa á árinu bæði hert ör- yggisgæslu og bætt mjög aðstöðu pílagríma í Mekka til að koma í veg fyrir að fólk troðist undir. Afmæli TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is Skemmtun á Ingólfstorgi í dag Í jólamánuðinum hafa fjölmargir landsmenn tekið snúning á skautasvelli TM á Ingólfstorgi, en í dag, 29. desember, er síðasti dagurinn sem opið er á svellið. Af því tilefni bjóðum við hjá TM upp á veglega skemmtidagskrá á Ingólfstorgi í dag frá kl. 17:00 - 20:00. Fjölbreytt skemmtiatriði, m.a.: Jazzhljómsveitin „Johnny and the rest“, Baggalútur, Skoppa og Skrítla, Ídýfurnar o.fl. Heitt Swiss Miss kakó og piparkökur í boði. Góða skemmtun. TM – sterkir á svellinu! 50 ÁRA TM ÍS L E N S K A S IA .I S T M I 35 53 0 12 /0 6 Katrín Edda Svansdóttir - sölumaður í þjónustuveri RVR V 62 22 B Skrifstofuvörur á janúartilboði Bréfabindi A4, 5cm og 8cm kjölur. 148kr. Mopak ljósritunarpappír, 5x500 blöð í ks. 1.240kr. ks. Á tilboði í janúar 2007 Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar, töflutússar og veggklukka Merkipennar, 898kr. pk. bláir, svartir, rauðir og grænir, 12 stk í pk. Við minnum ríkisstofnanir og sveitarfélög á eftirtalda rammasamninga: RK 02.15: Ritföng og skrifstofuvörur. RK 02.01: Ljósritunarpappír. „Það hrygg- ir mig ef Kínverjar breyta reglum sínum á þann veg að einhleypir geti ekki lengur ættleidd börn þaðan,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og móðir ættleiddrar stúlku. Hún segir þetta ekki síst hryggilegt vegna barn- anna sem þurfa á betri aðbúnaði að halda. Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins munu Kínverjar herða reglur um skilyrði til ættleiðing- ar á næsta ári og útiloka einhleypa frá ættleiðing- um þarlendra barna. Þórunn segir að hún hafi beðið í 2-3 ár eftir að fá dóttur sína en nú er biðtími einhleypra orðinn sjö ár og hefur því lengst um 4-5 ár á nokkrum árum. Segir að biðtími einhleypra lengist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.