Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 66
Tómas Becket ráðinn af dögum Það var alltaf mikið af kökum hjá mömmu og hún gætti þess vandlega að afmælisdagurinn týndist ekki og gerði daginn sérstakan. Síðan hefur konan mín séð vel um mig á þessum degi. Jóhann Elí Guðjónsson er einn tveggja viðtakenda árlegra verðlauna banda- rísku húðsjúkdómafræðisamtakanna, American Academy of Dermatology. Verðlaunin, sem á frummálinu kallast Young Investigator Award, eru mjög virt og hafa verið veitt í áraraðir. „Ég veit ekki um neinn útlending sem hefur hlotið þessi verðlaun, að minnsta kosti ekki undanfarin ár,“ sagði Jóhann, sem er fyrstur Íslendinga til að hljóta viðurkenninguna. „Háskóladeildir innan Bandaríkjanna og Kanada til- nefna einstaklinga sem eru í húðlækn- inganámi eða hafa lokið námi á síðustu tveimur árum. Tilnefningarnar fara fyrir dómnefnd þessara samtaka, sem velur tvo einstaklinga. Þar er litið til rannsóknavinnu og hversu efnilegir þeir þykja vera í sambandi við áfram- haldandi starf,“ útskýrði hann, en verðlaunin verða veitt á ráðstefnu samtakanna í febrúar. Jóhann stundar nú nám í húðlækn- ingum við University of Michigan í Bandaríkjunum, en hann lauk dokt- orsnámi við Háskóla Íslands árið 2003. „Hér rannsakaði ég ónæmisfræði og erfðafræði psoriasis undir handleiðslu Helga Valdimarssonar prófessors, í samstarfi við Íslenska erfðagrein- ingu. Úti hef ég haldið rannsóknum á psoriasis áfram í erfðafræði, ónæmis- fræði og sameindalíffræði,“ sagði Jóhann. Jóhann segir psoriasis vera spenn- andi og flókinn sjúkdóm. „Við vitum að þetta er arfgengur sjúkdómur, en hann er líka sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst gegn eigin líkama. Við erum að reyna að finna út hvernig þetta spilar saman,“ sagði hann. Jóhann segir merkilega lítið vitað um sjúkdóminn, miðað við hversu margir þjáist af honum. „Á Íslandi eru um 2-3 prósent þjóðarinn- ar með þennan sjúkdóm á einhverju stigi. Það sama á við um Bandaríkin og Evrópu. Þó að það hafi orðið tölu- verðar framfarir síðustu áratugi er ennþá mikið eftir svo hægt sé að sjá hvernig sjúkdómurinn fer af stað og hvernig má stoppa hann,“ sagði Jóhann. Námi Jóhanns lýkur árið 2008, en hann stefnir á að dvelja áfram í Banda- ríkjunum. „Mér var boðin staða sem aðstoðarprófessor við deildina. Þó ég vildi gjarnan koma heim, þar sem ég á tvo unga syni hér heima, get ég ekki hugsað mér að vinna á Landspítalan- um. Starfsfólkið þar er frábært og framúrskarandi á sínu sviði, en vinnu- umhverfið finnst mér algjörlega óásættanlegt,“ sagði Jóhann, sem hefur setið í læknaráði og verið for- maður og varaformaður Félags ungra lækna. Innilegar þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlega hlýju og samúð í gegnum veikindi, andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Sigurðardóttur Strange Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á líknardeild Landspítalans í Kópavogi svo og starfsfólki deildar 11 E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir alúð og góða umönnun. Egill Ólafur Strange Greta Strange George Hunter Young Sæunn Strange Brian Docherty Victor Strange Anna Berglind Arnardóttir Egill Strange Sveinbjörg Bergsdóttir Ómar Strange María Strange ömmubörn og langömmubörn. Bróðir okkar, Gísli Ágústsson frá Brúnastöðum, Dælengi 20, Selfossi, lést þann 23. desember. Jarðsungið verður frá Selfosskirkju föstudaginn 29. desember kl. 11 f.h. Systkini hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrefna Pétursdóttir Kópavogbraut 1B, áður til heimilis að Lyngbrekku 4, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut aðfara- nótt aðfangadags 24. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13. Þráinn Þorleifsson Pétur Berg Þráinsson Ingibjörg Skúladóttir Guðlaug Þráinsdóttir Rúnar Þráinsson Þórir Þráinsson Þráinn Pétursson Sigríður Ásdís Erlingsdóttir Aron Þór, Hrefna Berg, Ragnar Ingi, Helga Bríet, Ylfa Karitas og aðir aðstandendur. Auðunn Gestsson frá Kálfhóli, Skeiðum, lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, þriðjudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 6. janúar kl. 11.00. Valgerður Auðunsdóttir Guðjón Vigfússon Gestur Ólafur Auðunsson Anastasia Auðunsson Guðrún Auðunsdóttir Jón Sigurpáll Salvarsson Ingileif Auðunsdóttir Sigmundur Stefánsson Guðleif Selma Egilsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Gullbrúðkaup Í dag 29. desember 2006 eiga hjónin Jensína Guðmundsdóttir og Hjörtur Hjartarson 50 ára brúðkaupsafmæli. Ætting jar og vinir óska þeim til haming ju með daginn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og vinur Kristján Kristjánsson frá Miðkoti, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Upsum. María Kristjánsdóttir Jón Benediktsson Björg Jónsdóttir Ísleifur Kristinsson Kristján Ingi Jónsson Benedikt Hrólfur Jónsson Hafsteinn Pálsson og Filipía Jónsdóttir. AFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.