Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 30
Neysla á kalkún hefur aukist undanfarin ár en fyrsta kalk- únabúið var stofnað á landinu fyrir tæpum sextíu árum. Reykjabúið er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í Mosfellsbæ, skömmu eftir seinna stríð. Sá sem rekur búið í dag er Jón Magnús Jónsson, en hann tók við fyrirtæk- inu af fjölskyldunni á síðasta ári og hafði þá starfað þar síðan 1989. Reykjabúið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kalkún, hefur lengst af verið ráðandi á íslenskum mark- aði með þessa afurð. „Við byrjuðum með kalkúna- rækt hér á Íslandi laust eftir 1950, en neysla á kalkún fór ekki að auk- ast að ráði fyrr en upp úr 1980. Smátt og smátt hefur þetta svo farið í það horf sem það er í núna,“ segir Jón og bætir því við að sjald- an hafi Íslendingar verið jafn hrifnir af kalkún og síðustu ár. „Í dag borðar fólk meiri kalkún en nokkru sinni fyrr. Undanfarin ár hefur hann alltaf verið til í verslunum í kringum hátíðarnar og það má með sanni segja að það sé vel tekið á móti þessari vöru. Um jól og áramót 1994 borðuðu 23 prósent landsmanna kalkún ein- hvern tíma um hátíðarnar en um síðustu jól var hlutfallið orðið 42 prósent.“ Kalkúnn er sannkallaður hátíðamatur því yfirleitt er erfitt að nálgast þessa afurð á öðrum tíma enum jólin. Eflaust væri kalkúnn þó kærkomin viðbót í kjötborð verslana þar sem vitund- arvakning hefur átt sér stað í sam- bandi við heilsusamlegt mataræði. Kalkúnn er með hollara kjötmeti sem hægt er að fá, því hann er afar próteinríkur og mjög fitulít- ill. Jón Magnús segist búast við því að fljótlega eigi eftir að verða auðveldara að nálgast kalkún í verslunum á öðrum tíma en í kringum hátíðir. „Vinsældir kalkúns eru alltaf að aukast. Þetta má merkja á því að það fer sífellt meira af kjöti frá mér í vinnslu og salan á því stígur meira en salan á heilum fugli. Ég þarf þó að fylgja straumnum í þessum málum því það er dýrt fyrir mig að koma með vöru á markaðinn sem ekki selst,“ segir Jón en bætir því jafnframt við að hann hafi ekki miklar áhyggjur af því að sala kalkúnakjöts eigi ekki eftir að aukast. „Þetta er magrara kjöt en kjúklingakjöt og þar af leiðandi mjög heilsusamlegur matur. Ætli hann eigi ekki eftir að slá í gegn eins og skyrið? Kalkúnn er jú einstaklega próteinrík og fitulaus afurð og fólk sækist alltaf meira og meira eftir því í matar- æði sínu.“ Hvað varðar hollráð í sambandi við matreiðslu kalkúnakjöts segir Jón það afar mikilvægt að hafa hitann ekki of hátt stilltan. „Þetta er fitulaust kjöt og þar af leiðandi er það algert skilyrði að vera með lágan hita og langan tíma. Kalkúnn er ólíkur lamba- kjöti að því leyti að maður hefur enga fitu til að vinna með. Ef hit- inn er hafður of hár þegar kalkúnn er eldaður þá er hætt við að kjötið verði þurrt, en ef farið er eftir þessu ráði − lágur hiti, langur tími, þá er matreiðslan gulltryggð og útkoman safaríkur og góður kalk- únn.“ Á vefsíðu Holdakalkúns er að finna margar góðar uppskriftir og hollráð í sambandi við mat- reiðsluna en síðan er á slóðinni www.kalkunn.is. Hollur hátíðamatur F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.