Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8
 Rússneskir saksóknarar hafa nafn- greint fyrrverandi forstjóra olíurisans Yukos, Leonid Nevzlin, sem einn þeirra sem liggja undir grun í tengslum við morðið á fyrrverandi KGB njósnara, Alexander Litvinenko. Litvinenko lést úr pólón-210 geislaeitrun í Bretlandi í nóvember. Að sögn skrifstofu ríkissaksóknara eru Nevzlin og aðrir eigendur Yukos grunaðir um að hafa fyrirskipað morðið, sem og að eitra fyrir öðrum fyrrum rússneskum leyniþjónustumanni, Dímítrí Kovtun. Nevzlin flúði Rússland árið 2003 eftir gjaldþrot Yukos í kjölfar herferðar stjórnvalda gegn fyrirtæk- inu. Hann fór til Ísraels þar sem hann nú býr í útlegð. Í síðasta mánuði sagði Nevzlin blaðamönnum AP- fréttastofunnar að Litvinenko hefði látið sig hafa skjal tengt Yukos og sagðist telja að morðið væri tengt rannsókn hans á gjaldþroti fyrirtækisins. Ættingjar og félagar Litvinenkos segja grun saksóknaranna á engu byggðan, því þeir telja að rússnesk yfirvöld standi að baki morðinu. Á dánarbeði sínum sakaði Litvinenko sjálfur Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Forstjóri Yukos undir grun Hvaða þingmaður brenndist illa nú fyrir jólin? Hvaða fyrrum forseti Banda- ríkjanna lést nú í vikunni? Hvað heitir íslenska kvik- myndin sem verður frumsýnd í dag? Haraldur Hannes Guðmundsson, ljósmyndarinn sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Bethnal Green-hverfi Lundúna 19. nóvember, er kominn heim til Íslands og ætlar í endurhæfingu á Grensásdeildinni eftir áramót. Helga Þórðardóttir, móðir Haralds, líkir batanum við kraftaverk: „Þetta hefur gengið eins vel og hugsast gat.“ Haraldur er lamaður vinstra megin og með litla sjón. Hann er þó með fullan skilning á umhverfinu, að sögn Helgu. „Við áttum ekki einu sinni von á að hann myndi þekkja okkur, en hann getur enn talað sín fjögur tungumál.“ Fer í endurhæf- ingu á nýju ári 1. tbl. 2. árg. Janúar 2007 Verð kr. 899 Ísafold 1.tbl.2.árgangur Tím aritfyrirÍslendinga TÍMARIT FYRIR ÍSLENDINGA Tíska og förðun HEILSUBLAÐIÐ Elliheimilið Grund 2. hluti Sorphirðir í súludansi Völvuspá 2007 Móðurást Lindu Pé ÍSLENDINGUR ÁRSINS Þrítug storkar hún dauðadómi læknavísindanna.Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir bloggar um baráttuna við krabbamein og kvíðir mest að deyja frá börnunum sínum þremur. Kaffihúsafundur BDSM Undrið Gunnar Jökull Klassísk fegurð Hver er hún? Fleiri vísbendingar um glæsilegustu konu landsins „Ég hef þá trú að það sé almennur skilningur á að það verði að gera vel við starfsfólk og það fer illa á því hjá stjórnarand- stöðunni að segja að það verði að manna leikskólana og frístunda- heimilin með hæfu fólki en halda því svo fram að gjaldskráin þurfi ekki að fylgja verðlagi. Það er afskaplega ódýr málflutingur.“ Þetta segir Björn Ingi Hrafns- son, formaður borgarráðs, um gagnrýni Samfylkingarinnar á gjaldskrárhækkanir borgarinnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar borgarinnar í síðustu viku var samþykkt 8,8 prósenta meðaltals- hækkun gjaldskráa og gagnrýnir Dagur B. Eggertsson, Samfylking- unni, að hækkunin sé umfram verðbólgu. Björn Ingi segir að þótt verð- bólga hafi mælst sjö prósent síð- asta árið þurfi að hækka gjaldskrár umfram það því spá um verðbólgu síðasta árs hafi verið mun lægri en raunin varð. „Í þessu felst því leið- rétting. Þetta kemur líka til vegna samninga sem hafa verið gerðir og í tilfelli leikskólanna gerum við ráð fyrir samningshækkunum upp á 16-20 prósent.“ Björn Ingi segir gjaldskrárnar ekki það eina sem hækki, sama eigi til dæmis við um fjárhagsað- stoð Félagsþjónustunnar. Leikskólagjöld voru lækkuð um 25 prósent 1. október en hækka nú um 8,8 prósent. Björn Ingi segir niðurstöðuna umtalsverða kjarabót fyrir foreldra. Sama gildi um stórauknar niðurgreiðslur til dagforeldra. Stök heimsókn á sundstaði borgarinnar hækkar um 25 pró- sent og kostar eftir breytingar 350 krónur. „Meðaltalshækkunin er 8,8 prósent en við látum þá sem koma oft og kaupa árskort njóta þess en hækkum meira hjá þeim sem koma endrum og sinnum. Starfsfólk sundstaðanna hefur oft haft á orði við okkur að útlending- ar sem koma í sund segja að það sé fáránlega ódýrt í sund á Íslandi. Og þegar allt kemur til alls þá er ótrúlega ódýrt í sund á Íslandi og við eigum auðvitað að vera þakk- lát fyrir það.“ Spurður hvort núverandi meiri- hlutaflokkar hafi minnst á fyrir- hugaðar gjaldskrárhækkanir í kosningabaráttunni í vor svarar Björn Ingi því til að svo hafi ekki verið. „Við lofuðum aðallega að bæta þjónustuna og erum að því á öllum sviðum. Ef menn skoða þetta af sanngirni og í samhengi þá kemur í ljós að við erum að lækka álögur á eldri borgara og barnafólk en vissulega snýst þetta um for- gangsröðun. Við höfum líka einsett okkur að reka borgarsjóð skynsam- lega og réttum megin við strikið og það kostar líka.“ Það kostar að gera vel við starfsfólkið Formaður borgarráðs segir gjaldskrár borgarinnar hækka svo unnt sé að gera vel við starfsfólk. Hækkanirnar fylgi verðlagi. Álögur á eldri borgara og barna- fólk lækki. Hann segir að útlendingum finnist fáránlega ódýrt í sund á Íslandi. Sífellt fleiri konur selja blíðu sína á götum Stokkhólms. Á Malmskillnadsgatan og nærliggj- andi götum selja sig rúmlega 225 konur og nokkrir karlar á degi hverjum, segir í frétt Dagens Nyheter. Flestar kvennanna eru erlendir ríkisborgarar, sem fjölmargar hafa verið neyddar til starfans með loforðum óprúttinna náunga um lögleg störf í Svíþjóð, sem síðan taka meginhluta tekna þeirra og misnota þær á annan hátt. Kaup á blíðu eru ólögleg í Svíþjóð og liggja sektir eða allt að sex mánaða fangelsi við slíku broti. Götuvændi eykst til muna Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um tæp 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt slysaskráningar Umferðarstofu. Athygli vekur að sé októbermánuði sleppt og ein- ungis bornir saman fyrstu níu mánuðir ársins er munurinn öllu meiri, eða 43,6 prósent. 131 banaslys og önnur alvarleg slys urðu á fyrstu tíu mánuðum ársins og í þeim létust eða slösuð- ust 154. Júlí og ágúst voru verstu mánuðirnir, en í þeim urðu sam- tals 50 alvarleg slys og 62 slösuð- ust eða létust. Algengast var að alvarleg slys yrðu þegar fólk féll af vélhjólum eða þegar ökutæki fóru út af vegum. Alvarlegu slysin urðu nokkuð jafnt í dreifbýli og þéttbýli, 65 í dreifbýli og 69 í þéttbýli. Slys með minniháttar meiðslum voru tals- vert fleiri í þéttbýli en í dreifbýli, eða 426 á móti 206. Ef litið er til óhappa þar sem eingöngu hlýst eignatjón af varð yfirgnæfandi meirihluti þeirra í þéttbýli, 5.203 gegn 895. Það sem af er ári hafa 30 látist í 27 banaslysum. Algengast var að þau yrðu þegar ökutæki lentu hvort framan á annað eða þegar ökutæki fór út af vegi. Aðalskoðun gerði nýlega athugasemd við það að bílar á vegum Bechtel væru með bakkflautur sem eru hluti af ströngum öryggisráðstöfunum Bechtel. Björn S. Lárusson, samskiptastjóri hjá Bechtel, segir að athugasemdin hafi komið á óvart. Bechtel muni leggja til að slökkvarar verði settir í bílana þannig að slökkt verði á bakk- flautunum þegar bílunum er ekið út af svæðinu. „Okkur þykir miður að þurfa að slá af öryggis- kröfunum og setja slökkvara í bílana því að menn gleyma gjarna að kveikja á þeim aftur,“ segir Björn. Agnar Bogason, fulltrúi Aðalskoðunar á Reyðarfirði, segir að samkvæmt reglugerð sé óheimilt að vera með bakkflautur í fólksbílum en hugsanlega sé hægt að setja slökkvara í bíla fyrir vinnusvæði. Athugasemd við bakkflautur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.