Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 75
Jólatónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar eru í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 20. Málmblás- arakór og kvintett úr sveit- inni leika verk eftir Brück- ner, Gabrieli og Händel í bland við jólasálma. Stjórnandi lúðrasveitar- innar er Þorleikur Jóhann- esson. Lúðrar í Firðinum Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýn- ingarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetr- arins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Stór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverris- sal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel- litum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en stein- leirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Í aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýn- ingunni eru úr bókinni Locations sem kom út fyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðruvísi en verk flestra annarra. Spessi nálg- ast myndefni sitt af varúð og leit- ast umfram allt við að halda hlut- leysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifrétta- ljósmyndanna og hægt er að kom- ast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ – rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kall- ar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“ og Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ – Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 í dag og á morgun. Í Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og mynd- bandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðamótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Galleríi Úlfi á Baldursgötu frá 9. desem- ber sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðu- stígnum er sýning Ómars Stefáns- sonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Café Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk. Víða sýningarlok Breski safnarinn og auðkýfingur- inn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saat- chi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu. Að auki hefur verið opnuð ofan- greind slóð sérstaklega fyrir ungt listafólk – Stuart. Sex þúsund skráðra þátttakenda á vefjum safnsins eru búsettir í Bretlandi og annað eins í Bandaríkjunum. Restin dreifist víða um heim. Charles Saatchi, auglýsinga- kóngurinn breski, er reyndar kunnur af því að gera fátt nema hann sjái sér fjárhagslegan ávinn- ing í því. Vefurinn hefur gerbylt aðstöðu myndlistarmanna um allan heim til að selja list sína, en þar eiga einkum hlut sérbúnir vefir fyrir safnara. Vefur Saatchi er að því leyti óvenjulegur að þangað hlaða listamenn verkum sínum og selja beint. Fullyrt er að vefinn sæki reglulega um sex milljónir manna og hann verði brátt að gríð- arlegu afli í myndlistarheiminum og bylti aðstöðu miðlara. Þar geta safnstjórar og sýningarstjórar tekið púlsinn dag hvern. Þetta þýðir að milliliður gallerí-eigenda rýrist. Hugmyndin varð til þegar safn- arinn varð að loka sýningarsal sínum í County Hall í London í fyrra en hann opnar nýjan í Chels- ea á sumri komanda. Vefsíðan hrundi í þriðju viku desember undan þunga sex milljóna heim- sókna að því talið er á einum degi. Þá komu fimm hundruð nýir sýn- ingaraðilar inn daglega. Spjall- svæði eru í tengslum við síðuna þar sem listamenn og listunnendur geta rætt málin – verð og gildi verkanna. Gríðarleg hækkun hefur orðið á verkum myndlistarmanna á hinum stóru mörkuðum og litið er á kaup á myndlist sem framtíðarfjárfest- ingu. Myndlistin fer á vefinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.