Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 69

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 69
Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleð- skapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið. Glöggir minnast þess jafnvel að undanfarin tvö ár hafa FL-liðar efnt til jóla- og nýárstón- leika í Þjóðleikhúskjallaranum, við góðar undirtektir þeirra sem mætt hafa. Plata Forgotten Lores, Frá heimsenda, hefur hlot- ið einróma lof gagn- rýnenda en platan fékk fimm stjörnur hjá gagnrýn- anda Fréttablaðsins sem og Morg- unblaðsins. Síðasta plata sveitar- innar, Týndi hlekkurinn, kom út árið 2003 en síðan þá hefur sveitin getið sér góðs orðs fyrir líflega framkomu á tónleikum. Miða er hægt að nálgast á www.midi.is, í verslunum Skífunnar á kr. 900 og einnig verða miðar seldir við inn- ganginn á þúsund krónur stykkið. Fimm stjörnu útgáfutónleikar Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bók- inni eru hverfandi að mati veð- mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. Höfundur bókanna um Potter, J.K. Rowling, hefur gefið það sterklega í skyn að aðalpersónan láti lífið í þessari síðustu bók serí- unnar. Snape, Draco Malfoy og Ron Weasley eru einnig nefndir sem líklegir banamenn Harrys. Veðmangarar hafa áður boðið upp á veðmál af þessu tagi, en ráð- gátan um hver skaut JR Ewing í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Dall- as, varð tilefni þess að miklum upphæðum var eytt í veðmál á átt- unda áratugnum. Harry Potter feigur „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarps- ins. „Þetta er ekkert leggjast-í- gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekk- ert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ Pétur segir atriðið ekki hafa fjallað um einstakan atburð í þjóð- lífi ársins. „Þetta er vísun í eitt- hvað sem áhorfendur skaupsins kannast við að einhverju leyti,“ segir Pétur og hlær. „Ég gef ekki mikið upp en samt hefur örugg- lega enginn annar tjáð sig jafn mikið um Skaupið og ég.“ „Við megum bara ekkert segja, það er í samningnum að þetta er hernaðarleyndarmál,“ segir Ari Eldjárn, einn handritshöfunda. „Ég er nú ekki búinn að sjá endan- lega útkomu, en það var lögð áhersla á það við okkur frá byrjun að þetta væri algjört leyndar- mál.“ Ari vildi heldur ekkert tjá sig um hvort skaupið yrði fyndið í ár eður ei. Dulir um efnistök Skaupsins Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða er að finna á vinbud.is 11:00 - 20:00 LOKAÐ Lau. 30. des Sun. 31. des Reykjavík og nágrenni Opnunartími vínbúða helst óbreyttur nema ofangreinda daga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.