Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 10
Flestir sagnfræðingar eru sammála um að þegar Japanir hertóku borgina Nanking í Kína árið 1937 hafi japanskir hermenn drepið tugþúsundir óbreyttra borgara þar í blóðbaði sem eitrað hefur samskipti Japana og Kín- verja æ síðan. En nú hefur japanskur kvik- myndagerðarmaður boðað að hann sé að vinna að heimildamynd með gerólíkum boðskap: að fjölda- morðið hafi aldrei átt sér stað. Myndin, sem bera mun titilinn „Sannleikurinn um Nanking“ og til stendur að frumsýna í ágúst, verð- ur byggð á viðtölum við japanska uppgjafarhermenn, samtíma- myndefni og skjölum sem aðstand- endur hennar segja að sanni að frásagnir af hinum meintu fjölda- morðum hafi aldrei verið annað en kínverskur áróður. „Þetta verður fyrsta tilraun okkar til að leiðrétta söguna með kvikmynd,“ sagði aðalhöfundur myndarinnar, Satoru Mizushima, á blaðamannafundi sem hann hélt í Tókýó ásamt nokkrum þing- og fræðimönnum af hægri væng jap- anskra stjórnmála. Blóðbaðið sagt vera áróður Tæknifyrirtækið Sony tilkynnti á dögunum útgáfudag leikjatölvunnar Playstation 3 í Evrópu. Hún kemur út hinn 23. mars og mun kosta 599 evrur eða sem samsvarar um 53 þúsund krónum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Tölvan kom út í Bandaríkjun- um og Japan í nóvember, en vandamál við fjöldaframleiðslu ollu því að útgáfu hennar í Evrópu var seinkað. Nú sér fyrir endann á þeirri bið Evrópubúa. Forveri tölvunnar, Playstation 2, er vinsælasta leikjatölva í heimi. Yfir hundrað milljónir slíkra tölva hafa verið seldar. Playstation 3 kemur 23. mars Afnám sextíu ára gamals banns við því að refsa nemendum í japönskum skólum er meðal þess sem nefnd á vegum stjórnvalda leggur til og BBC greinir frá á fréttavef sínum. Vaxandi áhyggjur eru í Japan af einelti meðal nemenda, sem er talið vera orsök fjórtán af fjörutíu sjálfsvígum ungmenna á árunum 1999 til 2005. Nefndin hvetur skóla til að refsa nemendum sem stunda einelti. Síðan árið 1947 hafa refs- ingar í japönskum skólum verið bannaðar, hvort sem er að láta nemendur standa frammi á gangi eða að leggja á þá hendur. Japanskir skólar megi refsa á ný Tekjur finnska farsímaframleiðandans Nokia árið 2006 voru hærri en tekjur finnska ríkisins. Þetta kom fram á fréttavef Bloombergs í gær. Sölutekjur Nokia á síðasta ári voru 41,1 milljarður evra eða um 3.700 milljarðar íslenskra króna en tekjur finnska ríkisins voru 39,6 milljarðar evra, eða um 3.567 milljarðar. Nokia birti í gær tölur yfir tekjur fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins 2006, sem voru meiri en væntingar fjárfesta, og hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um fimm prósent í kjölfarið. Hærri en tekjur finnska ríkisins Menningarsjóður Glitnis, Hafnarborg og Byggða- safn Hafnarfjarðar undirrituðu í gær samstarfssamning sem felur í sér að boðinn verður ókeypis aðgangur að sýningum í Hafnar- borg og Byggðasafni Hafnar- fjarðar á þessu ári. Auk þess að auðvelda almenn- ingi að njóta þess sem söfnin hafa upp á að bjóða verður stuðlað að auknu samstarfi safnanna og skóla í Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirritaði samning- inn fyrir hönd Hafnarborgar og Byggðasafns Hafnarfjarðar og Einar Sveinsson, stjórnarformað- ur Glitnis, fyrir hönd bankans. Landsbankinn styrkir Lista- safn Reykjavíkur með svipuðum hætti svo gestir þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Menning efld með samstarfi MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK ÍSLAND BERGEN GAUTABORG STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6-16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 100 börnum og fjölskyldum þeirra kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Landsbankinn annast fjárhald sjóðsins. Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Umsóknarfresturinn er til 1. mars 2007. Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 19. apríl 2007. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 58 99 0 1 /0 7 Árni Mathiesen fjármálaráð- herra hafnar því að ríkið hafi gengið of har- kalega fram í kröfugerð sinni um þjóðlendur. Hann segir að sönnunarbyrðin um réttmæti krafnanna sé hjá óbyggðanefnd og dómstól- um en ekki hjá ríkinu. „Krafa ríkisins er ein- ungis rannsóknarkrafa, hún er ekki endan- leg.“ Aðferðafræðin í kröfugerðarlýsingum ríkisins hefur verið gagnrýnd síðustu daga. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, og Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, héldu því fram á Alþingi á fimmtudaginn að þjóðlendukröfur ríkisins væru of miklar. Hæstaréttarlög- mennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Ólafur Björnsson, sem eru lögmenn landeigenda, hafa haldið því fram það sé ríkisins að rök- styðja eignarrétt sinn á tilteknum jörðum með gögnum þegar það setji kröfurnar fram. Landssamtök landeigenda samþykktu yfir- lýsingu á stofnfundi sínum á fimmtudaginn þar sem þess var krafist að þjóðlendulögun- um yrði breytt þannig að ríkisvaldið gerði ekki kröfur um að jarðir með athugasemda- lausum þinglýstum landamerkjabréfum yrðu gerðar að þjóðlendum. Árni segir að þjóðlendulögunum verði ekki breytt, en að hann hafi boðað breytingar á kröfugerðarlýsingunum til að koma til móts við þá gagnrýni sem sett hafi verið fram. „Ég leitast við að gera breytingar á verklaginu þannig að ríkið setji ekki fram kröfur fyrr en rannsókn óbyggðanefndar hefur hafist og þar af leiðandi muni þinglýsingarnar ekki hvíla á jörðunum eins lengi. Með þessu verður minna um þinglýsingar á óvissum kröfum,“ segir Árni og bætir því við að kröfurnar verði betur rökstuddar á þennan hátt. Hann segist vilja forðast að íþyngja landeigendum að óþörfu. Guðný Sverrisdóttir, formaður Landssam- taka landeigenda, segir að stjórn samtakanna muni funda með fjármálaráðherra í næstu viku og krefjast þess að þjóðlendulögunum verði breytt. Segir kröfur ríkisins ekki harkalegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.