Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 24
Við karlmennirnir í fjölskyldunni
héldum þorrablót í kvöld í boði
Eggerts á Þinghóls-
brautinni. Við vorum
býsna ánægðir með
okkur og drjúgir
yfir því að geta
treyst fjölskyldu-
böndin án þess að
betri helmingarnar
kæmu þar nærri.
Það var
glatt á hjalla og meira að segja
stjarfir sviðakjammarnir brostu
út að eyrum.
Stjörnuspá
dagsins:
„Bogmaður-
inn er sterkur
einn síns liðs.
Haltu þig
frá
nefnd-
um og ákvarðana-
ferli sem þær iðka.
Samhljóða álit
hópsins er of
útvatnað fyrir
þinn smekk.“
Þetta kalla
ég almenni-
lega stjörnu-
spá. Og tel
að fleiri en
vér bogmenn
hefðu gott af
að fara spar-
lega með nefnd-
ir og fundi.
„Samfylkingin
mælist í 21,2% sem
er hið minnsta í
könnunum Frétta-
blaðsins frá upphafi
blaðsins árið 2001.
Á sama tímapunkti
fyrir síðustu kosn-
ingar var Samfylkingin með tæp
40% í könnunum og þá stærst.“
Ég er í sjálfu sér ekki hissa á
þessu nema hvað mér kemur það
helst á óvart að hinn nýi formaður
Samfylkingarinnar skuli enn geta
státað af því að ná meira en 20%
fylgi í skoðanakönnun.
Landsleikur við Frakka. Ég er
ekki góður í að horfa á handbolta.
Í hálfleik þegar kominn var 10
marka munur fór ég frá tækinu
vegna þess að ég hef tekið eftir
því að þegar ég horfi á íslensk
landslið keppa þá fer þeim oftast
að ganga illa.
Þess vegna ákvað ég að fórna
mér. Þegar ég kom að sjónkanum
aftur var enn tíu marka munur.
Fjarvera mín hafði komið að góðu
gagni! Enda unnum við leikinn,
strákarnir og ég!
En ekki var
fyrr búið að flauta
leikinn af en
eitthvert
bjartsýnis-
tröll í sjón-
varpinu fór að
tala um að „við
ættum að kom-
ast alla
leið...“
Málþóf-
inu um
Ríkisút-
varpið var
hætt.
Þetta mál-
þóf var
misskilning-
ur frá upphafi.
Álíka gáfulegt
og þegar
Sverrir Her-
mannsson
flutti maraþ-
onræður
gegn því
að
afnema zetuna sem enginn sakn-
aði.
Ríkisútvarpið er ekki lengur
menningarleg þungamiðja þjóðar-
innar og þaðan af síður hefur
Ríkisútvarpið eitthvert tilfinn-
ingalegt gildi. Sú tíð er liðin.
Ég væri þó til í að eiga gömlu
gufuna áfram og fjármagna hana
með tolli af auglýsingatekjum
annarra fjölmiðla.
Margir á förnum vegi eru að
spjalla um sam-
kvæmislíf ríka
fólksins.
Íslenskir pen-
ingamenn hafa ekki
átt svona skemmti-
lega spretti síðan
Ástþór kom fram á
sjónarsviðið og breytti forseta-
kosningunum í revíu. Í saman-
burði við það er ekki mikið varið í
ámátlegar tilraunir nýríkra bjálfa
þess til að berast á með því að
leigja skallapoppara eins og Duran
Duran og Elton John til að koma
fram í einkasamkvæmum.
Þetta ætla menn að toppa á
þorrablóti
Spíritistafélags-
ins í annað kvöld
en þar verður
þessi dagskrá:
María Callas
og Enrico
Caruso syngja ástardúetta og
Franz Liszt leikur undir á slag-
hörpu.
Síðan sýnir bandaríski galdra-
maðurinn Houdini nokkur töfra-
brögð.
Listdanssýning: Sjöslæðudans-
inn. Fröken Salóme Heród-
esardóttir dansar.
Spurningakeppni:
Albert Einstein og Ari
fróði takast á.
Því næst flytur Mídas konung-
ur hátíðarræðuna (á táknmáli
vegna þess að hann er með
slæmsku í hálsinum) og Jósep
Göbbels túlkar fyrir hann.
Veislustjóri verður Goðmund-
ur á Glæsivöllum.
Forn frægð Föníka,
Karþagó-manna og
Fíla-Hannibals kom
að litlum notum!
Strákarnir okkar og
ég unnum Túnis-búa.
Ég skil ekki af
hverju ég er alveg að
fara á taugum meðan á þessum
leikjum stendur. Get ekki setið fyrir
framan skerminn. Er sannfærður
um að þá fari allt í vaskinn. Ráfa um
húsið, kíki á sjónvarpið, læt mig
hverfa, kalla svo og spyr hvernig
staðan sé.
Sennilega er þetta þjóðlegur
æsingur manns sem frá blautu
barnsbeini hefur séð þjóð sína fara
halloka fyrir öðrum þjóðum.
Borgari lítillar þjóðar finnur
fyrir óumræðilegu stolti þegar litla
þjóðin hans sannar að hún sé gjald-
geng í hinum stóra heimi.
Í kvöld byrjuðum við Krummi á
frönsku-námskeiði.
Lærimeistarinn heitir Jacques
Melot, alveg frábær kennari, og við
sátum þarna eins og bergnumin,
Soffía, Elías, Finnbjörn, Frosti,
Krummi og ég þegar hann fór yfir
franska stafrófið, framburð þess og
kenjar með okkur.
Og þá kom í ljós að allt á sér sínar
skýringar, meira að segja furðuleg-
ar sérviskur eins og þakkomman
circonflex „ˆ“ og cedille, litli krók-
urinn niður úr c-inu í orðum eins og
François. Verst að nú er heillar viku
bið eftir næsta tíma.
Þetta tungumálanám mitt stafar
ekki af því að ég sé á leiðinni til
Parísar að spjalla við dansmeyjar á
Rauðu myllunni heldur af annarri
ástæðu.
Rétt eins og líkaminn þarf á
hreyfingu að halda þarf heilinn að
leysa einhver ný verkefni. Við-
fangsefnin útvega ég honum sum-
part með því að fara á námskeið.
Skriðsund, myndvinnslu- og
umbrotsforrit og þýska
í fyrra.
Franska í
vetur. Gjarna
vildi ég fara
á fleiri
námskeið en ég hef ekki meiri
tíma.
Út af námskeiðinu hafði ég lítinn
tíma til að elda kvöldmatinn svo að
ég hafði grænmetisbuff í matinn,
en það keypti ég tilbúið úti í búð.
Það gerði ekki mikla lukku hjá smá-
fólkinu.
Mér er óskiljanlegt hvaðan börn-
um kemur sú umfangsmikla þekk-
ing á næringarfræði sem er nauð-
synleg til að geta staðfastlega
forðast allt sem er hollt og ratað á
ruslfæði í staðinn. Hvernig getur
staðið á þessu?
Reyndar tekst mér að véla ofan í
þau alls konar grænmeti með því að
setja það í matvinnsluvél eða hakka-
vél og lauma því svo í fiskbollur eða
ketbollur.
Mér líður eins og eiturbyrlara af
Borgia-ættinni þegar blessuð börn-
in eru að háma í sig grænmeti af
góðri lyst án þess að hafa hugmynd
um að þau séu að innbyrða heilsu-
samlegt fæði – og svo glotti ég við
tönn þegar þau biðja um meira á
diskinn.
Af hverju hefur engum mat-
vælaframleiðanda dottið í hug að
framleiða hollar pylsur? Eða þjóna
þeim stóra kúnnahópi sem kærir
sig ekki um alls konar óhollustu í
matvælum?
Ljótum leik er lokið. Í dag kvað
hæstiréttur upp sýknudóm í
Baugsmálinu.
Nei, reyndar er
þessu dæmalausa
einelti ekki endan-
lega lokið því að
ríkissaksóknari
segir niðurstöðuna
engin áhrif hafa á
þá 18 ákæruliði sem héraðsdómur
fjallar um í næsta mánuði.
Ég veit ekkert um bókhaldið
hjá Baugi fremur en öðrum stór-
fyrirtækjum í landinu en hitt veit
ég að svona umfangsmikil rann-
sókn út af jafn óljósum sakargift-
um á aðeins eitt fordæmi í réttar-
sögu lýðveldisins og það fordæmi
er svartasti bletturinn á íslenskri
réttarsögu.
Sakborningarnir í fyrra málinu
voru vissulega bornir þyngri
sökum og höfðu ekki aðgang að
dýrustu lögfræðingum landsins til
að verja sig – en offors og þrákelkni
ákæruvaldsins er hið
sama.
Af hverju?
Þrýstingur mynd-
ast ekki af sjálf-
um sér.
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um ljótan leik og þá er ekki
átt við handbolta. Ennfremur er minnst á brosmilda sviðakjamma,
stjörnuspár, skoðanakönnun, útvarp og skemmtikrafta vikunnar á
Íslandi: Maríu Callas, Enrico Caruso, Houdini og Albert Einstein.
Ljótur leikur
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar
Morgunverður frá
kl. 9:00 - 11:00
195,-
Þú átt allt gott skilið!
mánudaga - laugardaga
verslun opnar kl. 10:00