Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 30
S vavar Geirsson var virkur í félagsstarfi í Hafnarfirði, bæði hjá íþróttafélaginu Hauk- um og Hjálparsveit skáta. Hann starfaði sem vallarstjóri á íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum þegar hann fékk heilablóðfall fyrir níu árum. Í kjölfarið missti Svavar málið og helmingur líkamans lamaðist nán- ast algjörlega. Eins og gefur að skilja hafa veikindin sett sinn svip á Svavar. Hann hefur þó tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum og þótt hann eigi enn erfitt með sumar hreyfingar er ekki að sjá neinn bilbug á honum. Það er alltaf stutt í brosið. „Svavar fékk einkenni heilablóð- falls árið 1991. Þá var hann sendur á sjúkrahús í rannsóknir en það eina sem okkur var sagt var að höfuðverkurinn og einkennin sem hann hafði væru mígreni. Það hefur hins vegar örugglega verið vægur blóðtappi,“ segir Ingibjörg Kristinsdóttir, kona Svavars. „Í nóvember 1998 fékk hann svo aftur áfall. Hann kom fram um morguninn en við þurftum að hjálpa honum strax aftur inn í rúm og hann hálfsofnaði. Þá hringdum við á sjúkrabíl.“ Svavar gekkst undir langar og strangar rannsóknir og að nokkr- um vikum liðnum kom í ljós að hann var með gat á milli hjarta- hólfa. Þar hafði blóðtappi myndast sem fór upp í heila. Heilablóðfallið varð til þess að Svavar missti málið og hægri helmingur líkamans lamaðist næstum alveg. „Ég var í hjólastól fyrstu mán- uðina á eftir en hóf svo endurhæf- ingu uppi á Reykjalundi sem stóð yfir í sex mánuði frá morgni til kvölds,“ segir Svavar. Um pásk- ana árið eftir hafði Svavar endur- heimt nokkuð af krafti í hægri fæti og gat meðal annars sjálfur keyrt bíl til að komast í endurhæf- ingu. „Þá var hægri höndin hins vegar alveg lömuð og hann átti mjög erfitt með mál,“ skýtur Ingi- björg inn í. „Hann var í talþjálfun hér heima sem gekk ágætlega en fékk bara nokkra tíma greidda frá Tryggingastofnun. Svavar á tal- kennurunum mikið að þakka en það vantar því miður fleiri tal- kennara á Íslandi.“ Endurhæfingin hér heima gekk sinn vanagang en ekki nógu vel að mati Svavars. Það var svo fyrir til- viljun að hann komst í kynni við taugasérfræðinginn Geir Flatebø í Noregi. „Hulda Rún dóttir okkar býr í Ulvik í Noregi og við vorum hjá henni allt sumarið 2002. Við höfðum verið þar í þrjá mánuði og vorum að fara aftur heim,“ útskýr- ir Ingibjörg. „Þá var tengdasonur okkar að hjálpa konu í næsta húsi að flytja og þar var Geir Flatebø staddur. Þeir tóku tal saman og tengdasonur okkar sagði honum frá Svavari og spurði hvort hann gæti litið á hann, sem læknirinn gerði. Svavar fór í tvo eða þrjá tíma og við sáum strax mun. Upp frá því stefndum við að því að hann færi í meðferð þar.“ Meðferðin sem Flatebø notar virkar þannig að pólar eru settir á höfuð sjúklingsins og hann látinn horfa á tölvuskjá og vinna verk- efni með huganum. Aðferðin geng- ur út á það að láta skilaboð heilans fara framhjá skemmdinni þar, en til að svo sé hægt þarf að virkja nýjar stöðvar sem sjúklingurinn hefur ekki notað áður. Og slíkt reynir á. Áður en Svavar hóf meðferðina hjá Flatebø gat hann ekki hreyft hægri höndina. Ljóst var þó að taugarnar í henni voru heilar enda lyftist höndin í hvert skipti sem Svavar geispaði. Hann gat hins vegar ekki komið boðum frá heila og út í höndina. „Ég fann mikinn mun á mér strax eftir fyrstu með- ferðina. Það var ótrúlegur léttir þegar ég fann allt í einu smá hreyf- ingu í þumalfingrinum,“ segir Svavar og brosir. „Þá var hægri ökklinn til dæmis alveg stífur og ég labbaði allur skakkur,“ bætir hann við um leið og hann stendur upp og leikur eftir göngulagi sínu. Nú gengur Svavar hins vegar tein- réttur, getur beitt hægri hendinni að nokkru leyti og lyft henni upp í axlarhæð. „Hann er mikið styrkari nú og er jafnvel farinn að synda svolítið með hægri fæti,“ bætir Ingibjörg stolt við. Fyrir heilablóðfallið var Svavar á fullu í íþróttalífinu í Hafnarfirði, vallarstjóri á íþróttasvæði Hauka, virkur í starfi Hjálparsveitar skáta og svo mætti lengi telja. Þegar heilablóðfallið reið yfir var honum kippt út úr öllu félagsstarfi sem hann þreifst í. „Ég hef ekkert unnið síðustu ár og er skráður 75% öryrki,“ segir gamla varnartröllið úr Haukum sem fer þó daglega upp á Ásvelli til að hitta gamla vinnufélaga. Eins og gefur að skilja hafði heilablóðfallið mikil áhrif á heim- ilislíf Svavars og Ingibjargar. „Það fór allt í mínus á heimilinu. Þetta var mjög erfitt enda vorum við með tvo stráka hér heima þá,“ segir Ingibjörg. „Sem betur fer erum við að komast aftur á réttan kjöl.“ Það hefur kostað sitt að fara í meðferðina í Noregi jafnvel þótt Svavar hafi átt í góð hús að venda hjá Huldu Rún, dóttur sinni, og tengdasyni. „Hver tími getur kost- að fimm þúsund krónur og stund- um hefur Svavar verið í tveimur tímum á dag – í þrjá mánuði í senn,“ segir Ingibjörg. Tryggingastofnun ríkisins hefur ekki tekið þátt í kostnaðinum með Svavari þar sem aðferðin sem norski læknirinn notast við er ekki viðurkennd hér á landi. Sam- kvæmt lögum um almannatrygg- ingar, sem Tryggingastofnun starfar eftir, má ekki greiða með óviðurkenndum aðferðum, jafnvel þótt árangurinn sé augljós. Bæði sjúkraþjálfari sem Svavar hefur verið í meðferð hjá hérlendis og læknir hafa skrifað upp á það. „Lækninum brá þegar hann sá hvað ég hafði tekið miklum fram- förum,“ segir Svavar sem hefur notið góðs af starfi Rauða kross- ins, Kiwanisklúbbsins, Hjálpar- sveitar skáta, Haukanna og fleiri sem þau hjón segja að hafi verið ómetanlegur stuðningur. „Það hefði verið ógerlegt að standa í þessu hefði ég ekki fengið styrk frá þeim,“ segir Svavar og Ingi- björg kona hans skýtur inn í: „Það skiptir engu máli þótt árangurinn sé sýnilegur. Tryggingastofnun getur ekki tekið þátt í kostnaðin- um með okkur þar sem meðferðin hefur ekki fengið einhvern stimpil og það er algjörlega óþolandi.“ Horft framhjá augljósum árangri Svavar Geirsson missti málið og lamaðist hægra megin á líkama eftir heilablóðfall. Svav- ar hefur fengið málið á ný og getur beitt lík- amshlutum sem áður voru lamaðir eftir með- ferð sem hann gekkst undir í Noregi. Kristján Hjálmarsson ræddi við Svavar og Ingibjörgu konu hans um þessa óvenjulegu meðferð. Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaðinum þar sem meðferðin er ekki viðurkennd hér á landi og fellur því ekki undir lög um almanna- tryggingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.