Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 32
F yrirhugað er að koma upp ratsjárstöð fyrir bandaríska eldflauga- varnakerfið í Tékk- landi og skotstöð fyrir gagneldflaugar í Suður-Póllandi. Viðræður um upp- setningu ratsjárstöðvarinnar í Tékklandi eru þegar langt á veg komnar og í Póllandi eiga þær að komast á lokastig á næstu mánuð- um. Ráðamenn í báðum löndum hafa þó áður gefið skýrt til kynna að þeir væru áhugasamir um að ná samningum um þetta við Banda- ríkjamenn. Rússar hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði Banda- ríkjamenn um að stefna að „hern- aðarvæðingu himinhvolfsins“ og rússneski varnarmálaráðherrann Sergei Ívanov sagðist ekki taka trúanlegar fullyrðingar Banda- ríkjamanna um að kerfinu væri ætlað að verjast hættu á að lang- drægum eldflaugum yrði skotið í átt að Bandaríkjunum eða banda- rískum herstöðvum frá löndum eins og Íran eða Norður-Kóreu. En eins og kunnugt er flokka banda- rískir ráðamenn síðastnefndu löndin sem „skúrkaríki“ og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur kallað þau „öxulveldi hins illa“. Háttsettir hershöfðingjar í Rússlandsher hafa einnig tjáð sig um málið. Vladimír Popovkín, yfir- maður geimferðadeildar Rúss- landshers sem hefur umsjón með geimferðaáætlun Rússa, sagði að uppsetning búnaðar fyrir banda- rískt eldflaugavarnarkerfi í fyrr- verandi Varsjárbandalagslöndum væri „skýlaus ógn við Rússland“. Í október síðastliðnum hafði annar rússneskur hershöfðingi, Jevgení Búzhinskí, lýst því yfir að Rússar myndu álíta sér ógnað ef Banda- ríkjamenn settu upp slíkan búnað í Mið- og Austur-Evrópu og þeir myndu sjá sig knúna til að grípa til gagnráðstafana. „Fælingarvígbún- aði okkar gæti stafað bein ógn af uppsetningu eldflaugavarna nærri landamærum Rússlands,“ tjáði Búzhinskí Moskvublaðinu Izvestíja, en með fælingarvígbúnaði vísar hann til rússneska kjarnorku- vopnabúrsins. Rússar myndu álíta uppsetninguna „óvinveitta aðgerð af hálfu Bandaríkjanna, viðkom- andi Austur-Evrópuríkja og NATO í heild sinni.“ Ívanov varnarmálaráðherra sagði einnig að ráðamenn í þessum fyrrverandi Varsjárbandalags- löndum væru að leggja sig í fram- króka um þjónkun við Bandaríkin. „Eins og önnur NATO-ríki vilja Tékkland og Pólland sýna og sanna hollustu sína,“ fullyrti hann. Þar sem áformin eru ekki nærri því eins vinsæl meðal almennings í þessum löndum og meðal ráða- manna er þó engin trygging fyrir því að þau verði samþykkt. Sumir Pólverjar og Tékkar telja að slíkar stöðvar í löndum þeirra geti aukið hættuna á að ráðist verði á þau. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað vísað gagnrýni Rússa á bug og lýst sig reiðubúna að eiga fullt samráð við þá um þessi mál. Sean McCormack, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washing- ton, segir að stöðvarnar í Póllandi og Tékklandi yrðu liður í kerfi sem ætlað væri að verjast hugsanlegri ógn frá „óábyrgum ríkjum“ sem komið gætu höndum yfir eldflauga- tækni „sem gæti ógnað vinaþjóð- um okkar og bandamönnum og ógnað Bandaríkjunum sjálfum.“ Andrew Schilling, talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna í Varsjá, endurómaði þessi ummæli er hann tjáði AP-fréttastofunni að banda- rískt eldflaugavarnakerfi í Evrópu miðaði aðeins að því að mæta „hættunni af langdrægum eld- flaugum í Mið-Austurlöndum.“ Sumir öryggismálasérfræðing- ar telja að hernaðaruppbygging í Íran og meintir kjarnorkuvígvæð- ingartilburðir þarlendra stjórn- valda séu aðalástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn leggi nú áherslu á að koma upp þessum búnaði í Evrópu. „Það er Íran sem drífur þetta ferli áfram,“ hefur AP eftir Riki Ellison, forseta félagasamtakanna Missile Defence Advocacy Alli- ance, en þau tala fyrir eldflauga- vörnum í þeirri trú að þær bæti öryggi í heiminum. „Þar sem Íranar halda stöðugt áfram að auka við kjarnorkugetu sína og eldflaugatæknibúnað er nauðsynlegt að koma upp þessum stöðvum í Mið-Evrópu,“ segir Elli- son. „Ekki aðeins fyrir Evrópu og bandarísku hermennina í Evrópu, heldur líka fyrir varnir Bandaríkj- anna sjálfra.“ Ekki eru þó allir jafn sannfærðir um ágæti þessara áforma í Evrópu. Í Póllandi og Tékklandi eru eins og áður segir sumir á þeirri skoðun að bandarísku eldflaugavarnastöðv- arnar gætu aukið hættu á að lönd þeirra verði fyrir árás. „Ríkisstjórnirnar sem núna eru við stjórnvölinn í báðum löndum styðja áformin vegna þess að þær eru báðar hægrisinnaðar og tor- tryggnar á Evrópusamrunann. Þær telja að hvað varðar öryggismál sé affarasælast að eiga í sem nánust- um tengslum við Bandaríkin,“ segir Jiri Pehe, stjórnmálafræð- ingur við útibú New York-háskóla í Prag. Að hans sögn eru Pólverjar og Tékkar með þessu að sýna að þeir treysti ekki Evrópusamband- inu til að tryggja öryggi þeirra – og eru jafnvel að reyna að grafa undan tilraunum til að byggja upp sam- ræmda varnarmálastefnu ESB. Pehe segir hins vegar að stóryrtum mótmælum Rússa við áformunum beri að taka mátulega alvarlega. „Rússar hafa á liðnum árum hótað öllu mögulegu – til dæmis þegar NATO ákvað að stækka til aust- urs,“ segir hann. „Ég tel að þeir séu þess fullvissir að þessu tiltekna kerfi, verði það nokkurn tímann að veruleika, er ekki beint gegn þeim. Að mínu viti eru þeir að reyna með þessu að beita ákveðnum þrýstingi – og kannski svolítið að villa um fyrir mönnum.“ Rússar hafa reyndar sjálfir komið sér upp sínu eigin eldflaugavarna- kerfi. Það byggir á hefðbundnari gagneldflaugatækni og er í raun framlenging á loftvarnakerfi landsins. Slík kerfi hafa einnig Japan og Ísrael. Að sögn Ellisons vinna fimmtán lönd önnur að þróun eldflaugavarnakerfa. Til að mynda eiga Þjóðverjar og Ítalir í sam- starfi við Bandaríkjamenn um þróun MEADS-kerfisins svonefnda sem á að taka við af hreyfanlegu Patriot-gagneldflaugunum, sem meðal annars var beitt gegn eld- flaugum sem her Saddams Huss- eins skaut að Ísrael í Flóabardaga árið 1991. Patriot-kerfið er líka í nokkrum NATO-löndum Evrópu. Nýja bandaríska eldflauga- varnakerfið er það langmetnaðar- fyllsta, en það á að geta eytt lang- drægum flaugum á meðan þær eru á flugi á yztu mörkum gufu- hvolfsins. Fjárveiting til þess af bandarísku fjárlögunum á tíma- bilinu 2002-2007 nam sem svarar nærri 3200 milljörðum króna, en það er eins og gefur að skilja mun meira fé en varið hefur verið í öll önnur gagneldflaugakerfi heims til samans. Ellison, sem er atvinnumálsvari eldflaugavarna, er ekki einn um þá skoðun að fleiri lönd eigi eftir að sækjast eftir því að komast undir verndarskjöld eldflaugavarna- kerfis. Norski varnarmálasér- fræðingurinn John Berg tjáði höf- undi að hann væri sannfærður um að þegar fram liðu stundir myndu NATO-ríkin í Evrópu sameinast um eitt kerfi, Rússar hefðu sitt og Bandaríkjamenn sitt. Nokkur skör- un yrði milli evrópska og banda- ríska kerfisins, en þó ekki væri nema vegna landfræðipólitískra ástæðna yrðu þessi kerfi að hans mati aðskilin og sjálfstæð. Rússar myndu sækjast eftir því að selja eigin tækni til uppbyggingar evr- ópska kerfinu, en hann teldi ólík- legt að eiginlegt samstarf kæmist á milli Rússa og NATO-ríkja um þróun eldflaugavarna. Spurður hvort þessi tækni gæti þegar fram í sækti nýtzt til að bæta loftvarnir Íslands segist Berg eiga erfitt með að sjá það. Eldflaugavarnir til Evrópu Bandaríkjamenn eru nú komnir á fremsta hlunn með að gera alvöru úr áformum um að koma upp búnaði fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi sitt í austanverðri Mið-Evrópu. Auðunn Arnórsson skrifar um eldflaugavarnir og deilur um þær. Bandaríska kerfið er það lang- metnaðarfyllsta, en það á að geta eytt lang- drægum flaugum á meðan þær eru á flugi í jaðri gufuhvolfsins. Fjárveiting til þess á tíma- bilinu 2002-2007 nam sem svarar nærri 3.200 milljörðum króna. .. © GRAPHIC NEWS Hnattrænt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna Heimildir: IISS, Bandalag bandarískra vísindamanna, AP Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, lýsti í vikunni megnri óánægju með að Bandaríkja- menn skyldu ætla að setja upp eldflaugavarnabúnað í Póllandi og Tékklandi - löndum sem áður til- heyrðu Varsjárbandalaginu en eru nú í NATO. Bandarísk stjórnvöld staðfestu í byrjun vikunnar að viðræður þar að lútandi stæðu yfir. Stefnt væri að því að byggja ratsjárstöð í Tékklandi en skotstöð fyrir gagneldflaugar í Suður-Póllandi. Það yrði fyrsta slíka skotstöðin utan Bandaríkjanna. Fjárveitingar á tímabilinu 2002-2007 46.356.000.000 USD LO K A FA S I M IÐFASI S TA R TF A S I Stjórnstöð Ógn metin og viðbrögð ákveðin Thule, Grænlandi: Ratsjárstöð Fort Greely í Alaska: Skotstöð með 125 gagneldflaugum Norður- Kórea ÍranÍrak Tékkland, Pólland: Ratsjár- og skotstöð fyrirhuguð Vandenberg-herstöðin í Kaliforníu: skotstöð með gagneldflaugum Kuauai, Hawaii: Ratsjárstöð Fylingdales, Bretlandi: Ratsjárstöð 1 6 2 3 74 5 Uppgötvun: (1) Með hjálp allt að 36 gervihnatta og (2) röð ratsjárstöðva á að vera unnt að koma auga á eldflaug í flugtaki, hvaðan sem henni er skotið í heiminum. Flaugin fönguð: (4) X-bands-ratsjár- stöðvar fylgja sprengjuoddum og tálbeitum nákvæmlega eftir, með (3) Aegis-radar í herskipum er SM-3-gagneldlaugum stýrt til móts við óvinaflaugina og (5) langdrægar gagneldflaugar úr skotstöð á landi skjóta svonefndum EKV-föngurum (6) til móts við sprengjuodd óvinaflaugarinnar á svonefndum miðfasa flugs hennar ofan gufuhvolfsins. Lokafasavarnir: (7) hreyfanlegar gagneldflaugar (THAAD, SM-3 og PAC-3) eiga að elta uppi og eyða sprengioddum á einnar mínutu lokafasa flugs þeirra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.