Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 36

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 36
málum í heiminum og til okkar er litið og fólk er forvitið hvernig við náðum svona langt. Dagurinn í dag er fyrst og fremst afmælishátíð félagsins og við munum fagna starfi þeirra kvenna sem starfað hafa fyrir félagið allan þennan tíma.“ Fjölbreytt dagskrá verður haldin með afmælisráðstefnu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur klukkan 14 í dag og er aðgangur öllum opinn. Á dagskrá eru erindi fjögurra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa gegnt embætti formanns félagsins með áratuga millibili auk þess sem Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðar- kona mun ræða um framtíð félags- ins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fréttamaður um 19. júní, tímarit Kvenréttindafélags Íslands, sem er eitt elsta tímarit landsins. „Við ætlum sem sagt að horfa bæði fram og aftur í tímann. Fjórir síðustu formenn, að mér meðtalinni, ætla að segja frá því sem var efst á baugi á hverjum tíma og Eva María ætlar með framtíðarsýn sinni að segja okkur hvenær eða hvernig við fáum fullt jafnrétti sem verður spennandi að heyra.“ Þorbjörg Inga hefur gegnt starfi for- manns Kvenréttindafélags Íslands frá árinu 2001. Hún gekk í félagið árið 1998 eða sama ár og dóttir henn- ar, Kristín Arndís Ólafsdóttir, fædd- ist. „Það var aðeins tilviljun og teng- ist engan veginn hennar fæðingu þótt dóttir mín sé þar með fædd og uppalin innan félagsins,“ segir Þor- björg og bætir við að hún sjálf hafi verið ein af þeim ungu konum sem hafi fundist jafnrétti kynjanna verk- efni hverrar konu fyrir sig. Það hafi hins vegar breyst eftir að hún hafi komið út á vinnumarkaðinn. „Þegar ég byrjaði að vinna fann ég hvernig afstaðan gagnvart kynjunum var mismunandi og í kjölfarið fékk ég áhuga á starfi kvenréttindafélaga. Einnig hef ég unnið að málum sem tengjast ofbeldi gegn konum í starfi mínu sem lögmaður og þar kynnst bágbornum kjörum þeirra kvenna. Í kjölfarið vaknaði áhugi minn á þessu málefni.“ Félagsmenn Kvenréttindafélags Íslands eru af báðum kynjum og öllum aldri, frá tvítugu upp í áttrætt þótt yngri félagsmenn séu færri en þeir eldri. „Félagsmenn eru af öllum stigum þjóðfélagsins og fjöldinn eykst í hvert sinn sem við vekjum athygli á einhverju málefni. Þegar við til dæmis mótmæltum auglýs- ingu Icelandair sem auglýsti þjón- ustu sína með því að vísa til lauslæti íslenskra kvenna fengum við fjöld- ann allan af nýskráningum. Fólk þekkir félagið og leitar til okkar og gefur okkur ábendingar um hluti sem betur mega fara,“ segir Þor- björg Inga og bætir við að félagið sé í góðri samvinnu við önnur kven- réttindafélög í landinu. „Síðustu ár hafa verið afar blóm- leg fyrir félagasamtök kvenna sem vinna að jafnrétti kynjanna. Fólki finnst það verða að gera eitthvað, kalla eftir meira jafnrétti eins og sýndi sig á kvennafrídeginum árið 2005 sem um sextíu þúsund manns tóku þátt í.“ V ið erum ánægðar með margt sem náðst hefur á þessum hundrað árum,“ segir Þorbjörg Inga Jóns- dóttir, formaður Kven- réttindafélags Íslands, en félagið heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Þorbjörg Inga segir að form- legt jafnrétti, opinbert og lagalegt jafnrétti milli kynjanna hafi náðst en að enn sé langt í land með annað. „Samkvæmt lögum er enginn mismun- ur á kynjunum og í framkvæmd og þjónustu í kerfinu er jöfnuðurinn nokkuð almennur. Aftur á móti finnst okkur lítið hafa þokast á síðustu áratug- um þegar kemur að launamun kynjanna og aðgengi kvenna að valdastöðum innan fyrirtækja og hjá hinu opinbera,“ segir Þorbjörg Inga og bætir við að svo virðist sem viljann vanti hjá stjórnvöld- um til að koma á breytingum í þessum málaflokkum. „Við viljum að stjórnmálamenn tak- ist á við þessi mál eins og hvert annað viðfangsefni en sannleikurinn er sá að launamunurinn hefur frekar aukist heldur en hitt. Við verðum að grípa í taumana og fólk verður að vera tilbúið að hefjast handa,“ segir hún og bætir við að hún vilji ræða launamismuninn og ójafnræði í stjórnum fyrirtækja og stjórna á sameiginlegum grundvelli. „Við teljum líklegt að ef fleiri konur væru í æðri lögum stjórna fyrirtækja hefði það jákvæð áhrif á launamuninn. Í dag er horft á konur sem síðra vinnuafl sem skilar sér í lægri launum til þeirra og því að þær veljast ekki í stjórnenda- stöður. Við viljum knýja á fyrirtækin um að velja konur í æðstu stöður og að okkar mati á ríkið að vera fyrirmynd í þeim málum en þannig hefur raunin ekki hingað til verið,“ segir Þorbjörg Inga og ítrekar að stjórnmálamenn eigi að takast á við þennan málaflokk eins og hvern annan. Hinn 27. janúar árið 1907 hittust fjórtán konur á heimili frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna félag sem starfaði að jafnrétti kynjanna og auknum réttindum kvenna í stjórnmálum og atvinnu. Nú hundrað árum síðar hefur mikið vatn runnið til sjávar en Þorbjörg Inga segir margt sameiginlegt með baráttu Bríetar og þeirrar sem nú er háð. „Í rauninni má segja að við séum að vinna að sömu málaflokkunum og Bríet og þær konur sem störfuðu með henni unnu að árið 1907. Þær börðust fyrir aðgengi kvenna að embættum, rétti kvenna til kosninga og kjörgengi. Við erum enn að vinna að þessum málum því þótt við höfum náð mörgu fram hafa konur enn þann daginn í dag ekki sömu tækifæri á við karla, til dæmis til að leiða stjórnmálaflokka. Málaflokkarnir eru því þeir sömu þótt nálgunin sé önnur,“ segir Þorbjörg Inga og bætir við að hún telji baráttuna erfiðari í dag en fyrir hundrað árum. „Flestir héldu að vandinn yrði leyst- ur með lagasetningu en svo er ekki. Við erum að berjast við ósýnilegt vanda- mál. Allir segjast vilja jafnrétti en það gerir enginn neitt í að fá því framgengt. Árið 1907 risu karlar gegn konum með þeim rökum að konur hefðu ekki vit til að kjósa sem hlýtur að hafa verið auð- velt að mótmæla. Í dag er ákveðin tregða í samfélaginu því þótt flestir séu sammála um að konur og karlar eigi að vera jöfn þá er viljinn lítill til athafna.“ Þorbjörg Inga segir daginn í dag vissu- lega gleðilegan. Félagsmenn séu að fagna þeim hundrað árum sem félagið hafi barist fyrir jafnrétti kynjanna og þeim árangri sem þegar hafi náðst og íslenskar konur taki sem sjálfsögðum lífsskilyrðum í dag. „Við viljum alls ekki gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur á síðustu öld og við teljum jafnréttismál í góðum farvegi hér á landi. Við erum í forystu í jafnréttis- Vilji er allt sem þarf Kvenréttindafélag Íslands heldur upp á hundrað ára afmælið sitt í dag. Í viðtali við Indíönu Ásu Hreinsdóttur segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður félagsins, að margt hafi áunnist á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og fleiri konur komu saman og stofnuðu félagið. Hins vegar hafi lítið þokast þegar komi að launamun kynjanna og aðgengi kvenna að valdastöðum. Flestir héldu að vandinn yrði leystur með lagasetn- ingu en svo er ekki. Við erum að berjast við ósýnilegt vandamál. Allir segjast vilja jafnrétti en það gerir enginn neitt í að fá því fram- gengt. Þorbjörg Inga tekur undir að áhugi á jöfnum rétti kynjanna komi að vissu leyti í bylgjum. Stundum sé lítið að gerast í þessum málum en síðustu árin hafi baráttan verið sýnileg og fjölbreytileg. „Fólk hefur ákveðið langlundargeð en getur ekki endalaust beðið eftir breytingum. Að því kemur að hópar rísa upp og setja kröfur. Nú er verið að endurskoða jafnréttislögin sem eru aðeins sex ára gömul og við erum mjög spennt að sjá útkomuna. Hvort það verði skerpt nægilega á lögunum og þau gert skilvirkari kemur í ljós,“ segir Þorbjörg Inga og samsinnir að margir deili þeirri skoðun að erfiðara sé að fá konur í forgrunninn líkt og í stjórnunarstörf og viðtöl við fjöl- miðla. „Ég býst við að þessi skoðun sé ekki beinlínis röng. Hins vegar er þetta alls ekki ómögulegt. Við verð- um að ganga í gegnum umbreytinga- tíma. Konur verða að sjá aðrar konur í viðtölum og í stjórnunarstöðum svo þær verði síður ragar við að leggja út í þessa hluti,“ segir hún og bætir við að umbreytingaskeiðið þurfi ekki að vera ólíkt því sem samfélagið hafi gengið í gegnum þegar fæðingarorlof karla hafi verið sett á með lagasetn- ingu. „Fjölmargir töldu að feður myndu aldrei nýta sér fæðingarorlofið, þeir væru of uppteknir við vinnu en svo gekk þetta eins og í sögu. Það er ekk- ert öðruvísi með réttindi kvenna. Við getum komið fleiri konum inn í stjórnir fyrirtækja með því að breyta reglun- um. Við höfum tekist á við erfiðari hluti og vilji er allt sem þarf.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.