Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 40
Helgi Jón Jónsson keypti Traff- ic-sendibíl og breytti honum í húsbíl með litlum tilfærslum. Það er ekki óþekkt að menn taki stærri bíla og breyti þeim í hús- bíla. Econoline, gömlu rúgbrauðin og litlar rútur geta þannig endur- nýjað lífdaga sína. Helgi Jón er einn þeirra sem breytt hafa sendi- bíl í húsbíl, en hann fór svolítið aðra leið. „Ég keypti nýjan Ren- ault Traffic-sendibíl og breytti honum í húsbíl,“ segir Helgi Jón. „Þetta var ekki flókin framkvæmd, ég setti stóla í hann sem ég fékk úr bíl sem hafði oltið og svo eru þetta dýnur á gólfið og svoleiðis dótarí.“ Hægt er að fá Traffic í ýmsum útfærslum og valdi Helgi Jón að hafa glugga á hliðunum. „Þá verð- ur hann mun bjartari og skemmti- legri,“ segir Helgi Jón. „Eina vandamálið var að þá sést auðveld- lega inn en við leystum það á ein- faldan hátt.“ Lausnin fólst í að setja filmur í gluggana. „Valið stóð á milli filmu og gardína. Gardínur eru hins vegar sífellt flaxandi þegar maður er á ferð svo ég valdi filmur sem maður sér ekki inn um, bara út,“ segir Helgi Jón. Það var ekki þrautalaust að fá skráningu og skoðun á bílinn eftir að búið var að breyta honum. Svo virðist vera sem mismunandi reglugerðir stangist á, sumar segja að þetta megi á meðan aðrar segja þetta bannað. „Þeir neituðu að gefa mér skoðun og settu á hann græn- an miða, en ég var ekki sáttur við það,“ segir Helgi Jón sem í góðu samráði við skoðunaraðila fékk loks skoðun með þeim skilyrðum að bíllinn yrði skráður sem húsbíll. „Þeir lofuðu mér að enginn auka- kostnaður fylgdi því og það stóðst hjá þeim.“ Helgi Jón á fleiri bíla en Traffic- inn en vill sem minnst ræða um þá. „Það er lítið að segja, ekki nema um þann bíl sem ég held mest upp á,“ segir Helgi Jón. „Það er Chevy Nova árgerð 1978. Ég fékk hann þegar búið var að keyra hann 1.200 kílómetra, en það var maður sem vildi hagnast á verðbólgunni sem flutti hann inn. Mig vantaði góðan fjölskyldubíl og á þeim tíma voru kostirnir ekki svo margir. Hann hefur þjónað vel svo ég sé ekki eftir kaupunum.“ Breytti sendibíl í húsbíl Volvo hefur hannað hlaðbak sem ætlað er að keppa við minni lúxusbíla. Hann er sá minnsti í Volvo-fjölskyldunni. Brimborg frumsýnir í dag nýjan fólksbíl frá Volvo milli 12 og 16 í húskynnum sínum í Reykjavík og á Akureyri. Bíllinn kallast Volvo C30 SportsCoupe. Hann er tveggja dyra, fjögurra manna hlaðbakur (hatchback), en langt er síðan Volvo setti slíkan bíl á markað. Sex mismunandi vélar standa til boða í C30. Þær spanna allt frá fjögurra strokka 100 hestafla vél til fimm strokka díselvélar og bensínvélar með forþjöppu sem skilar 220 hestöflum. Sem endranær er öryggi ofar- lega í huga hönnuða Volvo. Meðal staðalbúnaðar í C30 má nefna bakhnykksvörn (WHIPS), hliðar- vörn (SIPS) með loftpúðum og loftpúðagardínum (IC). Einnig verður hægt að fá Volvo C30 með nýja BLIS-myndavélakerfinu, sem lætur vita ef annað ökutæki er í hinum svokallaða blinda punkti til hliðar við bílinn. Sölumarkmið Volvo á heims- vísu gera ráð fyrir sextíu og fimm þúsund eintökum á ári. Búast forráðamenn Volvo við að sjötíu og fimm prósent kaupenda séu í Evrópu og stærstu markað- irnir þar verði Ítalía, Þýskaland, Spánn og Bretland. Bíllinn er smíðaður í verksmiðjum Volvo í Ghent í Belgíu. Volvo C30 frum- sýndur um helgina Fyrir hálfri öld spáði bílaum- boð því að menn ækju um á fljúgandi bílum árið 2007. Árið 1957 setti norskt bílaumboð teikningu og lýsingu í helstu dag- blöð landsins á því hvernig Volks- wagen-bíllinn kæmi til með að verða hálfri öld síðar. Nú er sá tími runninn upp og ekki virðist hafa ræst úr spádómnum. Á teikningu umboðsins sést fjöl- skylda, karl, kona og börn, þeysast um á fljúgandi bíl. Karlinn stjórnar öku- tækinu með hugsanaflutningi, en við annað eyra hans er áfastur heilabylgjunemi sem sem miðlar hugsunum hans í tölvu í bílnum. Á meðan les konan blað og börnin leika sér alveg áhyggjulaus. Samkvæmt lýsingu umboðsins átti bíllinn að vera búinn kjarn- orkumótor og hjólum sem snúist gátu í heilan hring. Sérstakur skynjunarbúnaður í bifreiðinni átti koma í veg fyrir að hún lenti nokkurn tímann í árekstri og héldi minnst 15 sentimetra fjarlægð frá næsta bíl. Bílastæðaskortur átti greini- lega ekki að vera vandamál fyrir eigendur framtíðarfólksbílsins, þar sem bílaumboðið þóttist vita að honum yrði hægt að leggja í lausu lofti. 2,5 metrum fyrir ofan jörðu. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, www.fib.is. VW stýrt með hugarorku KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Enginn veit hvað gæði eru fyrr en reynt hefur Omega smurefnin ! Hamraberg ehf Þverholti 2 270 Mosfellsbæ S: 5667450 e-mail: magnusmv@simnet.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.