Fréttablaðið - 27.01.2007, Qupperneq 41
Höfuðstaður Norðurlands
dregur sífellt að sér fleiri gesti
á veturna.
Akureyri hefur breyst mikið síð-
astliðin ár og er orðin sannkallaður
skólabær, sem einnig skartar öfl-
ugu lista- og menningarlífi.
Fyrir þreytta íbúa höfuðborgar-
svæðisins er tilvalið að skella sér
norður yfir helgi. Á veturna skart-
ar Hlíðarfjall sínu fegursta með
skíðabrekkum og góðum göngu-
brautum sem gnæfa yfir bæinn í
aðeins fimmtán mínútna aksturs-
fjarlægð frá miðbænum. Tíðar
rútuferðir alls staðar að frá Akur-
eyri og einnig er í boði góð skíða-
leiga uppi í Hlíðarfjalli.
Fyrir þá sem vilja njóta náttúr-
unnar í vetrarham eru góðar
gönguskíðabrautir í náttúruperl-
unni Kjarnaskógi við flugvöll
þeirra Akureyringa.
Leikfélag Akureyrar fagnaði
nýlega 100 ára starfsafmæli með
frumsýningu á verkinu Svartur
köttur og býður upp á stórkostlega
vetrardagskrá sem endra nær
undir dyggri stjórn Magnúsar
Geirs Þórðarsonar.
Eftir sýningu er við hæfi að hitt-
ast á Kaffi Karólínu í Listagilinu
eða á Bláu könnunni í Hafnarstræti
og fá sér kaffi og koníak áður en
haldið er í Sjallann, Græna hattinn,
Kaffi Akureyri eða Vélsmiðjuna.
Eða jafnvel á Hótel KEA.
Einn besti veitingastaður norð-
an heiða er án efa Friðrik fimmti,
sem býður upp á matreiðslu á
heimsmælikvarða, gjarnan í anda
„slow food“-stefnunnar. Ekki er úr
vegi að kíkja á grænmetisstaðinn í
Strandgötu sem ber hið skemmti-
lega nafn, Staðurinn-náttúrulega.
Sá eini norðan heiða.
Hinn víðfrægi rúntur á Akur-
eyri er svo sem ekki í frásögur
færandi en þar keyra ungir Akur-
eyringar um í miðbænum til að
sýna sig og sjá aðra, sem getur
verið ágætt í vetrargaddinum.
Besta kaffið fæst þó án efa hjá
Hildi á Te og kaffi og það er algjör
nauðsyn að líta inn í „Second
hand“-búðina Frúin í Hamborg,
sem er með ótrúlegan ævintýra-
heim og selur einnig vörur frá
Spútnik og Liborius.
Reglulega eru spennandi tón-
leikar og myndlistarsýningar á
Akureyri meðal annars á Lista-
safni Akureyrar.
Eftir erfiðan dag er ekki úr vegi
að koma sér vel fyrir í pottinum í
Sundlaug Akureyrar þangað sem
bæjarbúar mæta gjarnan og ræða
málin. Til Akureyrar eru tíðar
flugferðir úr höfuðborginni. Ef
ferðast er landleiðina frá Reykja-
vík tekur ferðin um fimm tíma og
færðin er oftast góð. Nánari upp-
lýsingar: www.leikfelag.is, www.
flugfelag.is, www.akureyri.is,
www.listasafn.akureyri.is.
Skólabær með öflugt
lista- og menningarlíf
Fljótasiglingar - Klettaklifur
Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting
Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga
Hafið samband og við gerum tilboð
Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is
Sími 453-8245 & 899-8245 • Ferðaþjónustan Bakkaflöt
560 Varmahlíð, Skagafirði – www.bakkaflot.is
Skólahópar!
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!