Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 44
Leikkonan Sienna Miller þykir með eindæmum
smekkleg í klæðaburði og hefur tískuheimurinn
tekið henni opnum örmum.
Sienna Miller hefur persónulegan stíl. Hún hóf feril
sinn sem fyrirsæta og vilja margir meina að hún hafi
átt mikinn þátt í því að koma á boho-chic tískustíln-
um í Bretlandi. Hún hefur verið kölluð boho-prins-
essa þar sem hún getur tekið mismunandi flíkur sem
hver um sig er ekkert sérstök og raðað þeim saman
svo útkoman verður nýstárleg og flott.
Á rauða dreglinum er Sienna oft í loftkenndum og
fíngerðum kjólum eftir þekkta hönnuði. Hún vill aðeins
nota einn fylgihlut með slíkum kjól, annað hvort áber-
andi eyrnalokka, hálsfesti eða armbönd.
Hversdagsklæðnaður Siennu hefur ekki síður
vakið athygli en smekklegir kjólar. Hún kom á
nokkurs konar æði þar sem hún klæddist kjól-
um yfir gallabuxur, gammosíum
undir kjólum, mörgum lögum
af skartgripum og alls
konar skófatnaði (Uggs,
Mukluks, mokkasínum og
kúrekastígvélum).
Uppáhaldsfatahönn-
uðir hennar eru Missoni,
Chloe og Matthew Willi-
amson en hann er einn-
ig góður vinur henn-
ar og hefur sagst fá
andagift sína frá
Siennu.
Þegar kemur að
förðun á mottóið
„minna er meira“
vel við. Sienna
skartar frekar
fallegri og nátt-
úrulegri húð
sinni en að fela
hana á bak við
mörg lög af
farða. Sienna
kaupir föt sín
gjarnan í
verslunun-
um
Anthropo-
logie, Belle
Gray og
Urban Outfitters.
„Föt þurfa ekki að vera
dýr. Hins vegar ætti alltaf að
leita eftir gæðum. Betra er
að fjárfesta í einni góðri flík
en fimm ódýrum toppum,“
sagði Sienna í nýlegu viðtali.
Tískudrottning
og bóhemprinsessa
Úrval af
vetrarkápum og dúnúlpum
ALLIR PEYSUR, BOLIR OG
SAMSKVÆMISDRESS
2 FYRIR 1
Laugavegi 63 • S: 551 4422
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
ALLT AÐ 70% AFSL.
Kæru viðskiptavinir
Verið velkomnir á stofuna mína
Hef tekið við rekstri Greiðunnar
Kveðja Lilja
Háaleitisbraut 58-60 • Sími 581 3090