Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 86
Í litla strandbænum Tossa de Mar á Costa Brava strönd Spánar eru dag- arnir 20. og 21. janúar einir mestu hátíðisdagar ársins. Íbúum bæjarins, sem eru um 4.000, fjölgar að minnsta kosti um helming þessa daga og stemningin er afar sér- stök; þrungin hátíðleika, trega og gleði allt í senn. Tilefni hátíðahaldanna er ríf- lega 500 ára gamalt heit bæjarbúa við heilagan Sebastian sem sagður er hafa bjargað bænum frá plág- unni miklu sem gekk yfir Evrópu á 14. og 15. öld og varð milljónum manna í álfunni að fjörtjóni. Þessa plágu köllum við Íslendingar Svarta dauða og er talið að hann hafi orðið um þriðjungi íslensku þjóðarinnar að aldurtila á sínum tíma. Þegar fréttir bárust til Tossa de Mar um pláguna ógurlegu lögðust íbúar bæjarins á bæn og hétu á heilagan Sant Sebastian sér til hjálpar, en hann verndar fólk gegn sjúkdómum, samkvæmt kaþólskri trú. Þeir hétu því að ef hann hlífði bænum við plágunni miklu myndu þeir minnast þess með því að senda á hverju ári pílagrím frá Tossa til bæjarins Santa Coloma de Farners þar sem minningar- kapella um heilagan Sebastian stendur. Milli þessara bæja er um 40 kílómetra leið um fjalllendi að fara. Og dýrlingurinn bænheyrði íbúa Tossa, sem allar götur síðan hafa staðið við heit sitt og úr hefur orðið mikil og táknræn trúarhátíð, sem dregur vaxandi fjölda fólks til bæjarins með hverju árinu sem líður. Hátíðin hefst eldsnemma að morgni þess 20. janúar með því að bæjarbúar og aðkomufólk koma saman til hátíðarmessu í dóm- kirkjunni í Tossa. Messan hefst klukkan sjö en þrátt fyrir það eru hundruð manna samankomin í kirkjunni sem undantekningar- laust er troðfull út að dyrum. Í messunni er tilkynnt hver hafi orðið fyrir valinu sem píla- grímur ársins, en nýr maður fær það mikilvæga hlutverk á hverju ári. Hann er skrýddur sérstakri skikkju sem skreytt er skeljum, enda Tossa de Mar fiskimannabær frá öndverðu. Að messu lokinni ganga kirkju- gestir fylktu liði um götur bæjar- ins á eftir pílagrímnum, forystu- mönnum bæjarins og prestum sem bera líkneski heilags Sebasti- ans. Leiðin liggur í litla kapellu sem helguð er verndardýrlingi bæjarins, þar sem bæjarstjórinn afhendir pílagrímnum sérstakt ferðaskjal og pening til að borga fyrir messu í kapellu heilags Sebastians í Santa Coloma de Farners. Síðan leggur pílagrímurinn af stað í gönguna miklu og honum fylgja hundruð manna á öllum aldri, sem glaðir leggja það á sig að ganga þessa 80 kílómetra fram og til baka frá Tossa de Mar til Santa Coloma de Farners. Og alla þessa löngu leið mæla menn ekki orð frá vörum, þetta er þögul ganga þar sem menn minnast písl- arvættisdauðdaga dýrlingsins, sem bjargaði bænum þeirra forð- um daga. Að þessu sinni lögðu tæplega 1.800 manns af stað frá Tossa og þar af ríflega helmingurinn konur, en göngumenn eru ávallt fleiri þegar 20. janúar ber upp á helgi. Margir göngumenn ganga berfættir bæði til að minnast enn betur á eigin skinni kvöl og pínu dýrlingsins, en líka vegna þess að þeir hafa heitið einhverju persónulegu á dýrling- inn. Og þá ber þess að geta að á þessum árstíma geta göngumenn búist við hvernig veðri sem er á leiðinni; kulda og snjó upp í fjöll- unum ef því er að skipta. Gangan er kynjaskipt, karlar ganga sér og konur sér en það skapast af því að lengi vel var þessi ganga einungis ætluð körlum. Þar sem leið pílagrímsins og fylgdarmanna hans liggur um þorp og bæi, bíður þeirra matur og drykkur og þeim er hvarvetna tekið með mikilli hlýju og lotningu. Að kvöldi 20. janúar er pílagríma- gangan frammi í Santa Coloma de Farners og þar er tekið á móti henni með kostum og kynjum. Haldið er til kapellu heilags Sabestians þar sem sungnir eru sérstakir söngvar honum til dýrðar en því næst er matast og síðan gengið til náða. Bæjarbúar Santa Coloma de Farn- ers sjá um að hýsa pílagrímana og má nærri geta að þar er víða þröng á þingi þessa nótt. Morguninn eftir er snemmendis sungin messa og síðan leggur píla- grímagangan aftur af stað til Tossa en mun færri snúa aftur en lögðu af stað, enda er það mikil þrekraun að ganga 80 kílómetra á einum og hálfum sólarhring. Gangan mikla kemur síðan til Tossa að kvöldi þess 21. janúar og er það afar áhrifamikil stund að fylgjast með þögulum pílagrím- unum ganga síðasta spölinn heim, þreytan skín af hverju andliti og þjáningarsvipurinn á sumum leynir sér ekki, sérstaklega þeim sem gengið hafa berfættir en suma þeirra þarf að styðja síðasta spölinn. Meðfram götunum þar sem gangan fer um standa hundruð og aftur hundruð manna í grafarþögn og maður skynjar með sérstökum hætti þá miklu helgi sem yfir þess- ari hátíð hvílir. Í kapellunni þaðan sem gangan lagði af stað er stutt móttökuathöfn og pílagrímarnir og margir bæjar- búa kveikja á löngum kertum sem þeir ganga síðan með fylktu liði upp að dómkirkjunni þar sem göngunni lýkur formlega með því að líkneski dýrlingsins heilags Sebastians er á ný borið inn í kirkj- una þar sem það bíður þess að vera borið út á ný að ári. Þramma 80 kílómetra í þögn Sú var tíðin að hug- sjónafólk taldi það ekki eftir sér að þramma tugi kílómetra frá Keflavík til Reykjavíkur til að mótmæla veru bandaríska hersins á Íslandi. Sama hvernig viðraði. Eftir að Kefla- víkurgöngur lögðust af eru fjöldagöngur á Ís- landi að mestu liðin tíð. Nú rölta menn í mesta lagi niður Laugaveginn ef mikið liggur við. Sigurður Þór Salvarsson hefur komist að því að á Spáni eru það ekki hugsjónir sem viðhalda fjöldagöngum heldur trúin og hefðir forfeðr- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.