Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 94
Myrkir músíkdagar standa nú sem hæst og hafa tónlistarunn- endur nú úr mörgu að moða. Í dag leika Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari verk eftir Þórð Magnússon, Kjartan Ólafsson og Hafliða Hallgrímsson í Listasafni Íslands en sömu verk léku þær norður í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í vikunni. Píanóleikarinn Susanne Kessel heldur tónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld og flytur þar íslenska og þýska tónlist, á efnisskránni er meðal annars nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Hauk Tómasson. Susanne leikur einnig verk eftir yngsta tónskáld Myrkra músíkdaga þetta árið, Katharinu Binder, sem er þrettán ára gömul. Kessel mun síðan halda norður og leikur hún í Laugaborg síðdegis á morgun. Á morgun geta menn fyrir sunn- an flykkst í Salinn og heyrt dúett- inn The Slide Show Secret, Kristján Orra Sigurleifsson kontrabassa- leikara og Evu Zöller harmonikku- leikara frumflytja verk eftir Hauk Tómasson sem sérstaklega er samið fyrir dúettinn sem aukinheldur flytur fimm önnur verk. Tónleik- arnir hefjast kl. 14. Um kvöldið heldur ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco einnig tónleika í Salnum en í milli- tíðinni geta gestir Myrkra músík- daga skroppið út á Nes og hlýtt á nýtt verk eftir Eirík Árna Sigtryggsson, „Truflaðan tangó“, í flutningi Blásarasveitar Reykja- víkur í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskrá þeirra verður aukin- heldur Konsert fyrir klarinettu og blásarasveit eftir Tryggva M. Baldvinsson, þar sem Helga Björg Arnardóttir leikur einleik á klar- inettu. Einnig verða flutt verkin „Konstantin“ eftir Trónd Bogason og „Köld sturta“ eftir Tryggva M. Baldvinsson, en Tryggvi er stjórn- andi Blásarasveitarinnar á tón- leikunum. Þess skal einnig getið að áður auglýstir tónleikar Michaels Clarke og Þórarins Stefánssonar fara ekki fram í dag heldur næstkom- andi þriðjudag en þá leika þeir félagar verk úr Söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveins- son í Laugaborg. Nánari upplýsingar um dag- skrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is. Kl. 13.00 Þórunn Hjartardóttir sýnir mál- verk og ljósmyndir í Anima galleríi, Ingólfsstræti 8, 101 Reykjavík. Anima er opið þriðjudaga til laugar- daga kl. 13-17, www.animagalleri.is. Í tilefni af afmæli Mozarts Pólitískt leikhús hefur lengi verið bannorð í íslensku samfélagi en á morgun verður frumsýnt fyrsta „millistjórnenda-dramað“ þar sem valdastrúktúr og stefnumótun koma talsvert við sögu. Ekki er lát á frumsýningum í leik- húsum á suðvesturhorninu, tvær danssýningar og fimm leikverk eru frumsýnd á örfáum dögum til sunnudagskvölds frá miðvikudegi. Aðeins eitt þessara verka er þýtt, hin eru öll frumsmíðar yngri kyn- slóða listamanna. Á sunnudags- kvöld verður frumsýning á Litla sviði Borgarleikhússins á nýju verki sem Hið lifandi leikhús stend- ur fyrir. Forgöngumaður þessa hóps er Þorleifur Arnarsson. Þorleifur er sonur þeirra Þór- hildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar og er annað barna þeirra sem leggur fyrir sig störf í leikhúsi. Hann stundaði nám við leiklistardeild Listaháskólans og stofnaði þennan hóp þegar eftir útskrift. Setti hópurinn upp nokkr- ar smærri sýningar, þeirra veiga- mesta var American Diplomacy sem fjallaði um mótun utanríkis- stefnu. Þorleifur hefur starfað í Finnlandi við sviðsetningar og er nú í námi í leikstjórn í Þýska- landi. Nýja verkið heitir Eilíf hamingja og var í kynningarefni snemma á æfingaferlinu lýst sem fyrsta íslenska millistjórnenda- dramanu. Þorleifur fékk til liðs við sig Andra Snæ Magnason rit- höfund til að semja eða móta ramma verksins og viðfangsefni. Var síðan unnið með leikhópnum við að móta persónur og fram- vindu, bæta í og draga úr. Úr þeirri bendu hugmynda og flækju greiddu síðan höfundarnir og komu saman handriti sem fór í frekari úrvinnslu á lokatörn æfingatímabilsins. Þorleifur hefur lýst því yfir á síðustu dögum að hann vilji sýna pólitísk efni í gegnum persónuleg örlög og ræðir opinskátt um til- raunir sínar til að takast á við pólitískt leikhús, sem hefur verið bannorð í íslensku samfélagi lengi. Þorleifur segir skilning okkar á pólitík þröngan: „Pólitík liggur ekki á einum stað í samfélaginu. Hún dreifist víða og nú erum við að sjá flutning á valdi frá almanna- stofnunum, eins og Ríkisútvarp- inu nýlega, yfir á einkaaðila. Við völdum píramídastrúktur fyrir- tækja sem eitt svið þar sem pólitík er allsráðandi. Þar presentera persónurnar hugmyndaheim sem við vinnum síðan dramatískt úr.“ Höfundarnir stilla upp verk- efni sem er sótt í valdastrúktúr fyrirtækis. Heimilið er hætt að vera vettvangur átaka um per- sónuleg og samfélagsleg efni. Úrslit hinna dramatísku átaka eru á sviði vinnunnar, nánar tiltekið hvernig er stjórnað og hverjir stjórna. Þar segir frá fjórum einstaklingum, þremur körlum og konu, sem vinna saman í markaðs- deild stórfyrirtækis á Íslandi. Þar vinna þau að stefnumótun fyrir- tækisins um leið og þau kljást við stefnumótun síns eigin lífs. Þessa einstaklinga leika þau Orri Hug- inn Ágústsson, Sara Dögg Ásgeirs- dóttir, Jóhannes Haukur Jóhann- esson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Þorleifur vill meiri umræðu um íslenskt leikhús. Hann segir vanda okkar vera skort á sam- komulagi um skilgreiningar: hér sé allt lagt að jöfnu í umræðunni, söngleikur og drama. Dramatískt leikhús – „listrænt“ eins og það er kallað – og skemmtileikhús á ekki að leggja að jöfnu. Erindi þess er annað og umfjöllun um það verður að vera á ólíkum nótum og „pólit- ískt leikhús hefur enn annað erindi.“ Leikmyndahönnuður sýningar- innar er Drífa Ármannsdóttir en framkvæmdastjóri hópsins er Greipur Gíslason. Eilíf hamingja er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og hópsins. Verður verkið sýnt á Litla sviðinu meðan aðsókn leyfir en í lok febrúar heldur leikhópurinn til Berlínar þar sem eitt af stærstu leikhúsum borgarinnar, Maxim Gorkí leik- húsið, hefur falast eftir sýning- unni. Þegar hafa verið festar tvær sýningar ytra en boðið kom til fyrir meðmæli áhrifamanna með hinum unga höfundi og leik- stjóra. Kaup á eilífri hamingju Ríkuleg dagskrá ! „Köld slóð er afbragðs sakamálasaga sem hægt er að mæla með” JVJ / topp5.is 20% afsláttur ef greitt er með korti frá Kaupþingi Sýnd í Smárabíói • Regnboganum • Borgarbíói Akureyri (síðustu sýningar) Nýja Bíói Keflavík • Sauðárkróki • Ísafirði • Fjarðarbíói Eskifirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.