Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 102
 Alfreð Gíslason var nokkuð brattur morguninn eftir tapið gegn Póllandi er blaðamaður Fréttablaðsins hitti á hann eftir morgunmat á hóteli landsliðsins. „Ég er enn aðeins að ergja mig á tapinu og get ekki neitað því að það var lítið sofið í nótt,“ sagði Alfreð og brosti góðlátlega. Hann gaf leikmönnum sínum frí í gær og var meðal annars farið í bæjarferð til Bielefeld en hótel strákana er úti í sveit þar sem lítið er að sjá. Þeir hlökkuðu til að kom- ast aðeins á meðal fólks þar sem hægt væri að kíkja í búðir sem og á kaffihús. „Það er gott fyrir strákana að sleppa aðeins frá handboltanum og svo kíkjum við á Pólverjaleik- inn eftir kvöldmat. Við æfum svo um morguninn og tökum einnig vídeófund fyrir leik,“ sagði Alfreð sem hefur ekki gleymt því að þrátt fyrir þetta óþarfa tap gegn Pól- verjum er enn góður möguleiki til að gera góða hluti á HM. „Það er hárrétt og við verðum að vinna Slóvena. Það er ekkert flóknara en það. Þjóðverjaleikur- inn verður miklu þyngri fyrir framan fulla Westfalen-höll af áhorfendum og svo verða þeir væntanlega að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Alfreð en Slóvenar litu mjög illa út gegn Frökkum er þeir voru kjöldregnir, 33-19. „Þeir voru skelfilegir í þessum leik en ég held að þeir hafi fyrir- fram álitið að þeir ættu ekki mikla möguleika og fyrir vikið hafi ákveðnir lykilmenn bara verið á hálfum hraða. Mér fannst menn eins og Rutenka hafa verið að spara sig fyrir leikinn gegn okkur en vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Alfreð, en hvað þarf liðið að varast í leiknum? „Við verðum að spila mun betri leik en gegn Póllandi. Sérstaklega þarf varnarleikurinn að verða betri og við þurfum að hafa gætur á Rutenka sem er mikil sleggja,“ sagði Alfreð en Siarhei Rutenka, sem er liðsfélagi Ólafs Stefáns- sonar hjá Ciudad Real, hefur áður farið illa með íslenska liðið. Alfreð Gíslason segir nauðsynlegt að klára leikinn í dag með sigri ætli liðið sér í átta liða úrslit. Hann óttast að Slóvenar hafi verið að hvíla sig gegn Frökkum. Í gær var dregið í undankeppni EM 2008 sem fer fram í Noregi eftir ár. Íslenska landsliðið dróst á móti því serbneska og mætast liðin í tveimur leikjum í júní. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu en sá seinni á Íslandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem við mætum Serbum án Svart- fjallalands sem er nú með í fyrsta sinn og spilar við Portúgal. Goran Kovacevic, fulltrúi Serba á drættinum var vonsvik- inn með dráttinn. „Þetta var það versta sem gat gerst. Íslendingar eru með frábært lið og þeir eru að sanna það nú á HM. Þeir spila mjög hraðan handbolta og eru erfiðir við að eiga,“ sagði Kovacevic en Serbar eru nú að einbeita sér að því að byggja upp nýtt lið. Frakkar (meistarar), Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskalandi og Rússland (2. til 6. sæti á EM 2006) og gestgjafar Noregs hafa þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni sem fer fram 17. til 27. janúar 2008. Svíþjóð mætir Rúmeníu en liðið hefur misst af síðustu tveimur stórmótum eftir að hafa tapað sínum viðureignum í undankeppninni. Fyrst gegn Póllandi og svo Íslandi. Ísland mætir Serbíu í júní Var fyrsti valkostur en er nú fjórði Þjálfararnir Bárður Eyþórsson og Andri Þór Kristins- son fengu báðir eins leiks bann á fundi aganefndar KKÍ á dögunum en þeir voru báðir reknir af velli vegna tveggja tæknivillna. Bárður, sem þjálfar Fjölni í Iceland Express deild karla, fékk sinn brottrekstur í 90-102 tapi sinna manna í Keflavík en Andri, sem þjálfar lið Hamars í Iceland Express deild kvenna, var rekinn út í 50-56 tapi fyrir ÍS í Hvera- gerði. Andri Þór mun ekki stýra Hamarsliðinu gegn Grindavík í Lýsingarbikarnum á mánudaginn og Bárður mun missa af leik Fjölnis gegn KR en hann fer fram föstudaginn 2. febrúar. Tveir þjálfarar dæmdir í bann Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu, sama hve hátt tilboðið er. Ronaldo hefur verið orðaður við spænska liðið Real Madrid og sögusagnir í gangi um að verðmiðinn á honum sé 35 milljónir punda. „Við seljum þá leikmenn sem við viljum selja og það er ekki fræðilegur möguleiki á að Cristiano Ronaldo fari,“ sagði Ferguson. Cristiano Ron- aldo ekki til sölu ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 50 33 0 1/ 07 Skráðu þig á www.ibliduogstridu.is Þú getur sýnt stuðning þinn í verki með því að fara á vefsíðuna ibliduogstridu.is og skrá þig í „Í blíðu og stríðu“, stuðningssamtök handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi. Á vefsíðunni mætast stuðningsmenn og landsliðsmenn, þar birtast nýjustu fréttir, sýnd eru valin myndbrot úr leikjum, allir blogga, spjalla, hvetja íslenska landsliðið og birta myndir frá keppninni og af íslenskum stuðnings- mönnum á leikjunum sem hafa staðið sig frábærlega. STYÐJUM STRÁKANA Í BLÍÐU OG STRÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.